Íslenski boltinn

Chuk gagnrýnir Tryggva fyrir að toga í hárið á sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórsarinn Chukwudi Chijindu.
Þórsarinn Chukwudi Chijindu. Vísir/Arnþór
Þórsarinn Chukwudi Chijindu fékk rauða spjaldið í kvöld í 0-2 tapi á móti Fram í Pepsi-deildinni eftir viðskipti við Framarann Tryggva Svein Bjarnason. Chuck tjáði sig um rauða spjaldið á Twitter í kvöld og er ekki sáttur.

Chuck fékk rauða spjaldið fyrir að hrinda Tryggva sem hafði áður togað í hárið hans. Báðir fengu rautt hjá Gunnari Jarli Jónssyni dómara leiksins.

„Hvað gerist fyrir mann þegar þegar varnarmaður togar í hárið á manni þegar þú ert að  reyna að stinga hann af. Jú mikið rétt. Rautt spjald," skrifaði Chukwudi Chijindu fyrst með kaldhæni inn á Twitter en bætti svo við:

„Það fer ekkert í taugarnar á mér þótt að menn spili fast. Menn toga í treyjur og buxur og í hendur en að toga í hárið. Það er síðasta sort," skrifaði Chuk og bætti við: „#Þaðerekki varnarleikur"

Chuk sagðist ennfremur ekki hafa notað olnbogann aðeins höndina til að losna frá Tryggva þegar þeim lenti saman. Chuk þakkaði einnig öllum fyrir stuðninginn en hér fyrir neðan má sjá það sem hann skrifaði á Twitter í kvöld.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö

Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×