Íslenski boltinn

Þorvaldur: Tryggvi var í hálfgerðu júdó | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bandaríski framherjinn ChukwudiChijindu, leikmaður Þórs, og Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður Fram, fengu báðir rautt spjald á Þórsvellinum í gærkvöldi.

Tryggvi greip um Chuck í sókn Þórsara og virtist svo rífa í hár hans, en Bandaríkjamaðurinn svaraði fyrir sig með því að slá í andlit Tryggva. Hann vildi þó meina í viðtali við Pepsi-mörkin að það væru eðlileg viðbrögð ef rifið væri í hár manns.

„Tryggvi Bjarnason er aldrei að reyna við boltann. Hann tekur utan um leikmanninn og tekur svo í hárið á honum eftir á. Chuck reynir að losa sig frá honum og fer kannski í hausinn á honum við það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson í Pepsi-mörkunum í gær.

„Mér finnst þessir þrír dómara ekki gera sér grein fyrir því hvað gerðist. Mér fannst þeir alveg hafa getað sloppið með gult því boltinn er hinum megin á vellinum, en það sem Tryggvi gerir er að hann er í hálfgerðu Júdó og ræðst á hann.“

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö

Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum.

Chuk gagnrýnir Tryggva fyrir að toga í hárið á sér

Þórsarinn Chukwudi Chijindu fékk rauða spjaldið í kvöld í 0-2 tapi á móti Fram í Pepsi-deildinni eftir viðskipti við Framarann Tryggva Svein Bjarnason. Chuck tjáði sig um rauða spjaldið á Twitter í kvöld og er ekki sáttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×