Júnímánuður sá heitasti sem mælst hefur Randver Kári Randversson skrifar 22. júlí 2014 16:10 Vísir/Getty Images Samkvæmt niðurstöðum Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna var nýliðinn júnímánuður sá hlýjasti á jörðinni frá því mælingar hófust. Nýliðinn maímánuður var heitasti maímánuður sem mælst hefur. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að yfirborðshiti sjávar í júní hafi verið 0,64°C yfir meðaltali 20. aldar, sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júní, og hæsti meðaltalshiti frá upphafi mælinga. Í grein á vefnum thinkprogress.org kemur fram að þessar niðurstöður komi heim og saman við mælingar japönsku veðurstofunnar, sem hafði einnig mælt nýliðinn júní sem þann heitasta sem mælst hefur og nýliðinn maí sem heitasta maímánuð í sögunni. Þá hafi NASA mælt maí á þessu ári heitasta maímánuð sem mælst hefur en júnímánuður hafi verið sá þriðji heitasti í sögunni. Einnig segir í skýrslunni að áhyggjuefni sé að methiti hafi mælst á nokkrum stöðum á Grænlandi í síðasta mánuði. Til að mynda mældist 23,2°C hiti í Kangerlussuaq á suðvestur Grænlandi þann 15. júní síðastliðinn samkvæmt mælingum dönsku veðurstofunnar. Í þessu sambandi er tekið fram að ef ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar í stað sé aðeins spurning um hvenær en ekki hvort, verði óafturkvæm bráðnun á Grænlandsjökli, sem muni hafa hörmulegar afleiðingar. Vakin er athygli á því að þessi hlýnun komi fram án þess að El Nino hafi látið á sér kræla, en flest reiknilíkön gerðu ráð fyrir að hann myndi hefjast með vorinu. Yfirleitt er það samspil undirliggjandi langtíma hlýnunar og hlýnunar af völdum El Nino sem veldur hækkun hitastigs á heimsvísu. Því er talið næsta víst að hitamet haldi áfram að falla á næstunni þar sem áframhaldandi hlýnun jarðar og áhrifin frá El Nino koma saman, en bandaríska sjávar- og loftslags stofnunin telur um 70% líkur á að El Nino komi fram í sumar og um 80% líkur í haust eða byrjun vetrar. Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna var nýliðinn júnímánuður sá hlýjasti á jörðinni frá því mælingar hófust. Nýliðinn maímánuður var heitasti maímánuður sem mælst hefur. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að yfirborðshiti sjávar í júní hafi verið 0,64°C yfir meðaltali 20. aldar, sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júní, og hæsti meðaltalshiti frá upphafi mælinga. Í grein á vefnum thinkprogress.org kemur fram að þessar niðurstöður komi heim og saman við mælingar japönsku veðurstofunnar, sem hafði einnig mælt nýliðinn júní sem þann heitasta sem mælst hefur og nýliðinn maí sem heitasta maímánuð í sögunni. Þá hafi NASA mælt maí á þessu ári heitasta maímánuð sem mælst hefur en júnímánuður hafi verið sá þriðji heitasti í sögunni. Einnig segir í skýrslunni að áhyggjuefni sé að methiti hafi mælst á nokkrum stöðum á Grænlandi í síðasta mánuði. Til að mynda mældist 23,2°C hiti í Kangerlussuaq á suðvestur Grænlandi þann 15. júní síðastliðinn samkvæmt mælingum dönsku veðurstofunnar. Í þessu sambandi er tekið fram að ef ekki verði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar í stað sé aðeins spurning um hvenær en ekki hvort, verði óafturkvæm bráðnun á Grænlandsjökli, sem muni hafa hörmulegar afleiðingar. Vakin er athygli á því að þessi hlýnun komi fram án þess að El Nino hafi látið á sér kræla, en flest reiknilíkön gerðu ráð fyrir að hann myndi hefjast með vorinu. Yfirleitt er það samspil undirliggjandi langtíma hlýnunar og hlýnunar af völdum El Nino sem veldur hækkun hitastigs á heimsvísu. Því er talið næsta víst að hitamet haldi áfram að falla á næstunni þar sem áframhaldandi hlýnun jarðar og áhrifin frá El Nino koma saman, en bandaríska sjávar- og loftslags stofnunin telur um 70% líkur á að El Nino komi fram í sumar og um 80% líkur í haust eða byrjun vetrar.
Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira