Lítil fylgni milli launa forstjóra og velgengni fyrirtækja Randver Kári Randversson skrifar 23. júlí 2014 17:02 Vísir/Getty Images Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn á tengslum launa forstjóra og afkomu fyrirtækja eru lítil tengsl þar á milli. Vísbendingar eru um að hluthafa þeirra fyrirtækja sem borga forstjórum hvað hæst laun séu verr settir en aðrir. Á vefnum thinkprogress.org er fjallað um rannsókn ráðgjafafyrirtækisins Equilar þar sem laun 200 hátt launaðra forstjóra voru borin saman við afkomu fyrirtækjanna sem þeir stjórna. Niðurstöðurnar sýndu enga fylgni milli launa forstjóra og afkomu fyrirtækja. Samkvæmt rannsókninni koma hluthafar þeirra fyrirtækja sem borga forstjórum hvað hæst laun verr en aðrir,en tap hluthafa þeirra fyrirtækja er að meðaltali 1,4 milljarðar dollara. Talið er að skýringin á því sé sú að ofurlaun fylli forstjórana ofurtrú á sjálfum sér, sem leiði til slæmra ákvarðana. Reyndin er oft sú að bónusakerfi og kaupaukar setja markmið sem auðvelt er að ná eða þeim er fylgt illa eftir. Skýrt dæmi um þetta er að forstjóri Walmart fékk 1,5 milljón dollara bónus við það að sala jókst um 1,8%, þrátt fyrir að markmiðið hafi verið um að ná 2% söluaukningu. Þar að auki hafa tæplega 40% af þeim forstjórum sem hafa haft hæst laun síðustu 20 árin verið reknir ýmist vegna fjársvika, eða mistaka í starfi. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn á tengslum launa forstjóra og afkomu fyrirtækja eru lítil tengsl þar á milli. Vísbendingar eru um að hluthafa þeirra fyrirtækja sem borga forstjórum hvað hæst laun séu verr settir en aðrir. Á vefnum thinkprogress.org er fjallað um rannsókn ráðgjafafyrirtækisins Equilar þar sem laun 200 hátt launaðra forstjóra voru borin saman við afkomu fyrirtækjanna sem þeir stjórna. Niðurstöðurnar sýndu enga fylgni milli launa forstjóra og afkomu fyrirtækja. Samkvæmt rannsókninni koma hluthafar þeirra fyrirtækja sem borga forstjórum hvað hæst laun verr en aðrir,en tap hluthafa þeirra fyrirtækja er að meðaltali 1,4 milljarðar dollara. Talið er að skýringin á því sé sú að ofurlaun fylli forstjórana ofurtrú á sjálfum sér, sem leiði til slæmra ákvarðana. Reyndin er oft sú að bónusakerfi og kaupaukar setja markmið sem auðvelt er að ná eða þeim er fylgt illa eftir. Skýrt dæmi um þetta er að forstjóri Walmart fékk 1,5 milljón dollara bónus við það að sala jókst um 1,8%, þrátt fyrir að markmiðið hafi verið um að ná 2% söluaukningu. Þar að auki hafa tæplega 40% af þeim forstjórum sem hafa haft hæst laun síðustu 20 árin verið reknir ýmist vegna fjársvika, eða mistaka í starfi.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur