Stöðvum ofbeldið-vangaveltur frá Vesturbakkanum Silja Pálmadóttir skrifar 14. júlí 2014 10:20 Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn. Það kemur nefninlega líka nýr dagur á Vesturbakkanum. Ég vaknaði um fimmleitið við hlátrasköll ísraelskum hermönnunum sem dvelja fyrir utan gluggan minn í þeim hluta borgarinnar Hebron sem er undir stjórn ísraelska hersins. Þögnin sem fylgir morgninum er þó nokkuð kærkomin í þessari borg sem iðar af lífi, að minnsta kosti í þeim hluta borgarinnar sem ekki hefur verið lokaður fyrir Palestínumönnum í fjórtán ár.Í gær átti ég að fara í flug heim til Íslands. Síðustu vikur í Palestínu hafa vakið djúpstæða réttláta reiði enda er sá verknaður sem hefur átt sér stað af hálfu ísraelska hersins bæði á Vesturbakkanum og síðar á Gaza fullkomnlega óréttlætanlegur og gjörsamlega viðurstyggilegur í þokkabót. Kerfisbundið ofbeldi af hálfu hersins hefur aukist til muna og hápunkti síðustu vikna hefur verið náð með bláköldu morði á 167 Palestínumönnum á Gaza. Tölurnar fara hækkandi og þar af er fjöldi barna hafa glatað framtíð sinni með einni sprengingu. 52% af íbúafjölda Gaza svæðisins eru börn og virðist Netanijahu ekki ætla láta það standa í vegi fyrir því að sprengja Gaza svæðið hægt og rólega í loft upp. Bita fyrir bita. Stór hluti þessara barna eru arfleifð flóttamanna frá svæðum þar sem Ísrael stendur nú. Þau morð og það ofbeldi sem á sér stað í Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og á Gaza er form kerfisbundinnar hreinsunar þar sem eitt hervald, með yfirgnæfandi yfirráð reynir að hreinsa burt þjóð fólks með öllum mögulegum ráðum. Þetta hefur viðgengist í áratugi og virðist ofbeldinu aldrei ætla að linna. Palestínumönnum, sem hernuminni þjóð er raðað upp á móti ísraelska hernum sem jafnvígri fylkingu. Frá hvarfi þriggja ísraelskra unglinga sem búsettir voru í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hefur allri palestínsku þjóðinni kerfisbundið verið refsað með öllum mögulegum leiðum þrátt fyrir að engar sannanir fyrir því hvar sökin á morði þessara þriggja pilta liggur. Ísraelski herinn áreitti fólk á götum úti vikum saman, réðst á palestísk heimili og handtók yfir fjögurhundruð pólitíska fanga. Palestínskur unglingur frá Austur Jerúsalem var brenndur lifandi af ísraelum og hafa tólf Palestínumenn á Vesturbakkanum verið myrtir frá hvarfi ísraelsku unglinganna þar af eitt barn. Bita fyrir bita hefur palestínska þjóðin tapað landi sínu, börnum og frelsi. Hægt og rólega heldur ofbeldið áfram og heimurinn virðist ætla að raða upp steinakasti ungra drengja sem lifa undir hernámi og stöðurgri kúgun jafnvígt ísraelska hernum. Það er kominn tími til að ekkert líf verði metið sem tala á blaði og að líf Palestínumanna verði metin til jafns við önnur líf. Tilveruréttur þeirra, eignarréttur og framtíð er ekki snefil minna virði en annarra. Það er líkt og heimurinn rumski einungis af værum blundi þegar hundruðir manna og barna eru sprengdir í loft upp í stærsta fangelsi í heiminum, Gaza. Palestínumenn hafa kallað eftir athygli heimsins í áratugi. Ákallið er eftir friði frá stöðugri kúgun af hálfu ísraelska hersins og ísraelsks landtökufólks, rétti fyrir tilveru, framtíð fyrir palestínsk börn og réttlæti. Nú hljómar síðasta ákall þeirra eftir aðstoð og það má ekki viðgangast að heimurinn loki augunum fyrir þeim fjöldamorðum sem eiga sér stað í augnablikinu. En það má samt sem áður ekki heldur viðgangast að Palestínumenn og sú kerfisbundna útrýming sem á sér stað þar gleymist, um leið og síðustu fréttir um sprengingar á Gaza óma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn. Það kemur nefninlega líka nýr dagur á Vesturbakkanum. Ég vaknaði um fimmleitið við hlátrasköll ísraelskum hermönnunum sem dvelja fyrir utan gluggan minn í þeim hluta borgarinnar Hebron sem er undir stjórn ísraelska hersins. Þögnin sem fylgir morgninum er þó nokkuð kærkomin í þessari borg sem iðar af lífi, að minnsta kosti í þeim hluta borgarinnar sem ekki hefur verið lokaður fyrir Palestínumönnum í fjórtán ár.Í gær átti ég að fara í flug heim til Íslands. Síðustu vikur í Palestínu hafa vakið djúpstæða réttláta reiði enda er sá verknaður sem hefur átt sér stað af hálfu ísraelska hersins bæði á Vesturbakkanum og síðar á Gaza fullkomnlega óréttlætanlegur og gjörsamlega viðurstyggilegur í þokkabót. Kerfisbundið ofbeldi af hálfu hersins hefur aukist til muna og hápunkti síðustu vikna hefur verið náð með bláköldu morði á 167 Palestínumönnum á Gaza. Tölurnar fara hækkandi og þar af er fjöldi barna hafa glatað framtíð sinni með einni sprengingu. 52% af íbúafjölda Gaza svæðisins eru börn og virðist Netanijahu ekki ætla láta það standa í vegi fyrir því að sprengja Gaza svæðið hægt og rólega í loft upp. Bita fyrir bita. Stór hluti þessara barna eru arfleifð flóttamanna frá svæðum þar sem Ísrael stendur nú. Þau morð og það ofbeldi sem á sér stað í Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og á Gaza er form kerfisbundinnar hreinsunar þar sem eitt hervald, með yfirgnæfandi yfirráð reynir að hreinsa burt þjóð fólks með öllum mögulegum ráðum. Þetta hefur viðgengist í áratugi og virðist ofbeldinu aldrei ætla að linna. Palestínumönnum, sem hernuminni þjóð er raðað upp á móti ísraelska hernum sem jafnvígri fylkingu. Frá hvarfi þriggja ísraelskra unglinga sem búsettir voru í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hefur allri palestínsku þjóðinni kerfisbundið verið refsað með öllum mögulegum leiðum þrátt fyrir að engar sannanir fyrir því hvar sökin á morði þessara þriggja pilta liggur. Ísraelski herinn áreitti fólk á götum úti vikum saman, réðst á palestísk heimili og handtók yfir fjögurhundruð pólitíska fanga. Palestínskur unglingur frá Austur Jerúsalem var brenndur lifandi af ísraelum og hafa tólf Palestínumenn á Vesturbakkanum verið myrtir frá hvarfi ísraelsku unglinganna þar af eitt barn. Bita fyrir bita hefur palestínska þjóðin tapað landi sínu, börnum og frelsi. Hægt og rólega heldur ofbeldið áfram og heimurinn virðist ætla að raða upp steinakasti ungra drengja sem lifa undir hernámi og stöðurgri kúgun jafnvígt ísraelska hernum. Það er kominn tími til að ekkert líf verði metið sem tala á blaði og að líf Palestínumanna verði metin til jafns við önnur líf. Tilveruréttur þeirra, eignarréttur og framtíð er ekki snefil minna virði en annarra. Það er líkt og heimurinn rumski einungis af værum blundi þegar hundruðir manna og barna eru sprengdir í loft upp í stærsta fangelsi í heiminum, Gaza. Palestínumenn hafa kallað eftir athygli heimsins í áratugi. Ákallið er eftir friði frá stöðugri kúgun af hálfu ísraelska hersins og ísraelsks landtökufólks, rétti fyrir tilveru, framtíð fyrir palestínsk börn og réttlæti. Nú hljómar síðasta ákall þeirra eftir aðstoð og það má ekki viðgangast að heimurinn loki augunum fyrir þeim fjöldamorðum sem eiga sér stað í augnablikinu. En það má samt sem áður ekki heldur viðgangast að Palestínumenn og sú kerfisbundna útrýming sem á sér stað þar gleymist, um leið og síðustu fréttir um sprengingar á Gaza óma.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun