Eftirlit með starfsháttum lögreglu verður skoðað Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2014 18:16 Eftirlit með starfsháttum lögreglu verður til skoðunar í nýja starfshópnum. Vísir/Stefán/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem mun taka til skoðunar hvernig komið verði á virkara eftirliti með starfsháttum lögreglu. Ragnheiður Harðardóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun leiða hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákveðið sé að hefja þessa vinnu vegna erinda sem borist hafa þar sem fjallað er um þá stöðu sem getur komið upp þegar íbúar landsins telja á sér brotið vegna lögreglu. Meðal þeirra sem hafa bent á þetta er ríkissaksóknari, sem sendi ráðuneytinu bréf í byrjun mánaðar þar sem hvatt er til þess að taka eftirlit með störfum lögreglu til skoðunar. Í bréfi sínu vísar ríkissaksóknari meðal annars til skotárásarinnar í Hraunbæ í desember þar sem maður lést vegna skotsára sem lögregla veitti honum. Einnig nefnir saksóknari sem dæmi mál þar sem handteknir menn hafa látist í fangaklefa. Í tilkynningunni segir innanríkisráðherra:„Markmiðið með þessu starfi er að treysta réttaröryggi enn frekar, efla öryggiskennd borgaranna og tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við rannsókn mála. Ríkissaksóknari bendir réttilega á, í nýlegu erindi sínu til innanráðuneytisins, að til að bæði lögregla og almenningur fái hlutlausa og réttláta málsmeðferð getið verið heppilegra að óháður aðila fjalli um meðferð mála er varða rannsóknir á starfsháttum lögreglu. Allt þetta og fleira er viðkemur eftirliti með starfsháttum lögreglu almennt verður til skoðunar í umræddum starfshópi. Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari hefur víðtæka reynslu af málefnum ákæruvaldsins og réttarkerfisins. Ég er afar ánægð með að hún skyldi taka verkið að sér og vonast til að starfshópurinn nái að skila fyrstu tillögum eigi síðar en um næstu áramót.“ Tengdar fréttir Lögreglan rannsaki sig ekki sjálf Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að skoða þurfi fyrirkomulag rannsókna á málum á borð við Hraunbæjarmálið til frambúðar. Ríkissaksóknari hefur sent ráðuneytinu erindi með tillögum að úrbótum á verklagi sem eru nú til skoðunar. 14. júní 2014 19:30 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem mun taka til skoðunar hvernig komið verði á virkara eftirliti með starfsháttum lögreglu. Ragnheiður Harðardóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun leiða hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákveðið sé að hefja þessa vinnu vegna erinda sem borist hafa þar sem fjallað er um þá stöðu sem getur komið upp þegar íbúar landsins telja á sér brotið vegna lögreglu. Meðal þeirra sem hafa bent á þetta er ríkissaksóknari, sem sendi ráðuneytinu bréf í byrjun mánaðar þar sem hvatt er til þess að taka eftirlit með störfum lögreglu til skoðunar. Í bréfi sínu vísar ríkissaksóknari meðal annars til skotárásarinnar í Hraunbæ í desember þar sem maður lést vegna skotsára sem lögregla veitti honum. Einnig nefnir saksóknari sem dæmi mál þar sem handteknir menn hafa látist í fangaklefa. Í tilkynningunni segir innanríkisráðherra:„Markmiðið með þessu starfi er að treysta réttaröryggi enn frekar, efla öryggiskennd borgaranna og tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við rannsókn mála. Ríkissaksóknari bendir réttilega á, í nýlegu erindi sínu til innanráðuneytisins, að til að bæði lögregla og almenningur fái hlutlausa og réttláta málsmeðferð getið verið heppilegra að óháður aðila fjalli um meðferð mála er varða rannsóknir á starfsháttum lögreglu. Allt þetta og fleira er viðkemur eftirliti með starfsháttum lögreglu almennt verður til skoðunar í umræddum starfshópi. Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari hefur víðtæka reynslu af málefnum ákæruvaldsins og réttarkerfisins. Ég er afar ánægð með að hún skyldi taka verkið að sér og vonast til að starfshópurinn nái að skila fyrstu tillögum eigi síðar en um næstu áramót.“
Tengdar fréttir Lögreglan rannsaki sig ekki sjálf Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að skoða þurfi fyrirkomulag rannsókna á málum á borð við Hraunbæjarmálið til frambúðar. Ríkissaksóknari hefur sent ráðuneytinu erindi með tillögum að úrbótum á verklagi sem eru nú til skoðunar. 14. júní 2014 19:30 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Lögreglan rannsaki sig ekki sjálf Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að skoða þurfi fyrirkomulag rannsókna á málum á borð við Hraunbæjarmálið til frambúðar. Ríkissaksóknari hefur sent ráðuneytinu erindi með tillögum að úrbótum á verklagi sem eru nú til skoðunar. 14. júní 2014 19:30