„Ég er bara pínu leiður“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. febrúar 2025 19:24 Magnús Þór Jónsson er formaður KÍ. Vísir/Einar Formaður Kennarasambands Íslands segist leiður yfir fundi dagsins með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga. Deiluaðilar virðist hafa færst fjær hvor öðrum, en verkföllum víðast hvar um landið lauk í morgun, eftir að Félagsdómur dæmdi þau flest ólögmæt. Fundi kennara, ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án árangurs upp úr klukkan þrjú í dag. Ástráður Haraldsson hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til nýs fundar í deilunni, þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess. Um var að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan Félagsdómur dæmdi verkföll kennara ólögmæt, að verkfalli kennara í Snæfellsbæ undanskildu. Það var á grundvelli þess að þau næðu ekki til allra félagsmanna Kennarasambands Íslands hjá sama vinnuveitanda. Ákvörðun Ástráðs ekki óvænt Magnús Þór Jónsson, fomaður Kennarasambands Íslands, lýsir fundi dagsins sem vonbrigðum. „Ég er bara pínu leiður. Mér fannst við í lok fundarins kannski hafa færst aftar en við höfum verið. Þannig að það kom mér ekki á óvart að Ástráður tæki þessa ákvörðun, að kalla ekki deiluaðila saman í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús segist ekki geta metið hvort dómur Félagsdóms hafi haft áhrif á fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og afstöðu þeirra í deilunni. Það verði þeir sjálfir að svara fyrir. „Það kom þarna útspil í dag sem var að færa okkur fjær. Okkur fannst við vera á ágætis leið. Ég veit ekki hvort það er virkilega þannig að samtalið þurfi að vera undir einhvers konar ógn um að það sé verið að boða til aðgerða, eða komnar aðgerðir. Vonandi er það ekki þannig. Við vorum undrandi á deginum og vonandi er þetta ekki vegna þess að menn væru einhvern veginn upprifnir eftir dóminn. Við höfum sagt það mjög lengi að þetta mál verður ekki leyst í dómsölum.“ Neita að standa úti í horni Kennarar hyggjast í kvöld fylkja liði á Austurvöll, en stefnuræða forsætisráðherra fer fram klukkan 19:40 í þinghúsinu í kvöld. Magnús segir Kennarafélag Reykjavíkur standa að samstöðufundi kennara. Hann hafi verið á dagskrá en niðurstaða félagsdóms í gær ýti enn frekar undir nauðsyn þess að kennarar hittust og stæðu saman. „Við erum á skrýtnum tíma, enn einu sinni að spóla til baka og erum auðvitað bara núna að átta okkur á þeim aðgerðum sem við getum farið í, út frá niðurstöðu Félagsdóms sem kom okkur, og reyndar mörgum fleirum, á óvart. Ég held að þetta sé blanda af því að fólk sé komið með nóg af því að bíða, við byrjuðum í september á síðasta ári. Það eru komnir bráðum fimm mánuðir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Magnús. „Svo þetta útspil í gær í Félagsdómi og kannski fundurinn í dag, eru full ástæða til þess að kennarar komi saman og láti vita af því að við stöndum þétt saman og erum ekki tilbúin að standa úti í horni á íslenskum launamarkaði lengur. Við viljum bara að okkar nám og okkar vinna séu metin til jafns á við sambærilega sérfræðinga á almennum markaði. Það hefur verið markmiðið og er enn þá,“ sagði Magnús að lokum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Fundi kennara, ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án árangurs upp úr klukkan þrjú í dag. Ástráður Haraldsson hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til nýs fundar í deilunni, þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess. Um var að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan Félagsdómur dæmdi verkföll kennara ólögmæt, að verkfalli kennara í Snæfellsbæ undanskildu. Það var á grundvelli þess að þau næðu ekki til allra félagsmanna Kennarasambands Íslands hjá sama vinnuveitanda. Ákvörðun Ástráðs ekki óvænt Magnús Þór Jónsson, fomaður Kennarasambands Íslands, lýsir fundi dagsins sem vonbrigðum. „Ég er bara pínu leiður. Mér fannst við í lok fundarins kannski hafa færst aftar en við höfum verið. Þannig að það kom mér ekki á óvart að Ástráður tæki þessa ákvörðun, að kalla ekki deiluaðila saman í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús segist ekki geta metið hvort dómur Félagsdóms hafi haft áhrif á fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og afstöðu þeirra í deilunni. Það verði þeir sjálfir að svara fyrir. „Það kom þarna útspil í dag sem var að færa okkur fjær. Okkur fannst við vera á ágætis leið. Ég veit ekki hvort það er virkilega þannig að samtalið þurfi að vera undir einhvers konar ógn um að það sé verið að boða til aðgerða, eða komnar aðgerðir. Vonandi er það ekki þannig. Við vorum undrandi á deginum og vonandi er þetta ekki vegna þess að menn væru einhvern veginn upprifnir eftir dóminn. Við höfum sagt það mjög lengi að þetta mál verður ekki leyst í dómsölum.“ Neita að standa úti í horni Kennarar hyggjast í kvöld fylkja liði á Austurvöll, en stefnuræða forsætisráðherra fer fram klukkan 19:40 í þinghúsinu í kvöld. Magnús segir Kennarafélag Reykjavíkur standa að samstöðufundi kennara. Hann hafi verið á dagskrá en niðurstaða félagsdóms í gær ýti enn frekar undir nauðsyn þess að kennarar hittust og stæðu saman. „Við erum á skrýtnum tíma, enn einu sinni að spóla til baka og erum auðvitað bara núna að átta okkur á þeim aðgerðum sem við getum farið í, út frá niðurstöðu Félagsdóms sem kom okkur, og reyndar mörgum fleirum, á óvart. Ég held að þetta sé blanda af því að fólk sé komið með nóg af því að bíða, við byrjuðum í september á síðasta ári. Það eru komnir bráðum fimm mánuðir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Magnús. „Svo þetta útspil í gær í Félagsdómi og kannski fundurinn í dag, eru full ástæða til þess að kennarar komi saman og láti vita af því að við stöndum þétt saman og erum ekki tilbúin að standa úti í horni á íslenskum launamarkaði lengur. Við viljum bara að okkar nám og okkar vinna séu metin til jafns á við sambærilega sérfræðinga á almennum markaði. Það hefur verið markmiðið og er enn þá,“ sagði Magnús að lokum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent