Innlent

Gengu kíló­metra með slasaðan ferða­mann á börum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Landsbjörg

Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna ferðamanns sem slasaðist á göngu við Fardagafoss í Fjarðarheiði. Bera þurfti manninn á börum niður af heiðinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en þar segir að í eftirmiðdaginn hafi björgunarsveitirnar Jökull á Jökuldag og Hérar á Héraði verið kallaðar út til aðstoðar ferðamanninum. Hann hafi slasast við Fardagafoss, rét ofan Egilstaða, vestan megin í Fjarðarheiði.

„Ferðamaðurinn hafði hrasað og gat ekki stigið í fótinn og því ekki gengið til baka. Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningafólki fór upp að fossinum, spelkaði fót og verkjastillti áður en viðkomandi var komið fyrir í börur.“

Maðurinn hafi svo verið borinn á börum um kílómetra langa leið, niður á veg. Þar hafi sjúkraflutningamenn beðið hans og flutt hann á sjúkrabíl til aðhlynningar.

Hér að neðan má sjá staðsetningu fossins á korti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×