Lyftum grettistaki fyrir fjölskyldur í Reykjavík Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 16. maí 2014 10:22 Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk lætur sig annað fólk varða. Mannúð, mannréttindi og velferð eru stór orð en óumdeilanlega mikilvæg í þessu samhengi og lykillinn að alvöru framþróun í nútímaþjóðfélagi. Það er þungbær staðreynd að fjöldi fólks á Íslandi býr í dag við mjög lakar efnahagslegar aðstæður. Hrunið sem enn hefur gríðarleg áhrif á almenning, bitnaði hvað verst á lág- og millitekjufólki og nú er mikill fjöldi fólks fastur í gildru húsnæðisleysis, fátæktrar og þarf jafnvel að þola matarskort. Sjálf þekki ég mörg dæmi um vel menntað, starfandi fjölskyldufólk af hinni svokölluðu „millistétt“ sem nær ekki endum saman og getur ekki veitt fjölskyldum sínum þak yfir höfuðið. Félagslegar afleiðingar svona ástands geta verið mjög neikvæðar í ýmsu tilliti og ætti að snerta okkur öll sem búum í þessu landi. Eins og flestum er kunnugt er staða húsnæðismála í Reykjavík sérlega slæm, bæði hvað varðar kaup- og leiguverð sem er orðið himinhátt og ekki lengur fyrir meðaljóninn að ráða við, en einnig er skortur á húsnæði í borginni vandamál sem ekki sér fyrir endann á og þarf að leysa nú þegar. Fátækt er ekki skömm fyrir þá sem búa við hana en hún er skömm fyrir þjóðfélagið sem á að tryggja öllum íbúum þess sömu grundvallarmannréttindi. Barn sem elst upp við fátækt á rétt á því að njóta sömu tækifæra til þroska, heilsu, almennrar velferðar og menntunar og barn sem býr við gott efnahagslegt öryggi. Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að fátækt og ójöfnuður barna hafi aukist frá hruni og jafnframt að tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, séu helsti áhrifaþáttur barnafátæktar. Samkvæmt skýrslunni eiga u.þ.b. 12. 000 börn eða um 16% barna á landinu á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Þetta eru sláandi tölur og augljóslega mjög brýnt að sporna við þessari þróun. Öll börn eiga óháð fjölskylduaðstæðum rétt á því að fá jöfn tækifæri til þess að vaxa, dafna og þroskast. Ef við sem samfélag sjáum til þess að öll börn sitji við sama borð hvað mannréttindi varðar verður það meiri hvatning fyrir einstaklinginn til þess að nýta þau tækifæri sem lífið gefur honum. Að sama skapi verður samfélag okkar ríkara af mannauði sem mun koma til með að byggja upp landið. Það er því miður e.t.v. óhjákvæmilegt og óumflýjanlegt að ójöfnuður sé til staðar, en við hljótum að geta gert betur en við gerum núna. Við getum kannski ekki séð til þess að öll börn geti notið merkjavörufatnaðar, nýjustu tækjanna eða allra þeirra nútímaþæginda sem ungmennin okkar gera kröfur til. En við gætum byrjað á markmiðum eins og t.d. að tryggja öllum börnum öruggt húsnæði, þátttöku í tómstundum og heita máltíð í skólunum. Við verðum að taka höndum saman við að reisa aftur við þetta samfélag með því að setja málefnin í rétta forgangsröð og byrja á þörfum íbúanna í borginni. Mikið hefur verið rætt um ákveðnar byggingar t.d. flugvöllinn og sjúkrahús og að sjálfsögðu geta byggingar verið forgangsmálefni, sérstaklega þegar um er að ræða húsnæði fyrir fólk. Hins vegar þarf að þétta grunninn mun betur áður en við getum farið í frekari uppbyggingu. Við þurfum þar að auki að móta framtíðarsýn fyrir alla sem búa í borginni, ekki bara fyrir suma. Með sameiginlegu átaki þurfum við að hlúa betur að íbúunum í borginni sem nú þurfa mest á því að halda. Þannig aukum við metnað hjá fólki til þess að standa sig bæði í lífi og starfi. Með því að fjárfesta í mannauði munum við uppskera betra og heilsteyptara samfélag þar sem samstaða, sátt og reisn ríkir. Það þarf að lyfta grettistaki fyrir þær fjölskyldur sem þurfa aðstoð og það þarf að gerast núna. Stjórnmálaflokkurinn Dögun er tilbúinn til þess, viltu vera með? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk lætur sig annað fólk varða. Mannúð, mannréttindi og velferð eru stór orð en óumdeilanlega mikilvæg í þessu samhengi og lykillinn að alvöru framþróun í nútímaþjóðfélagi. Það er þungbær staðreynd að fjöldi fólks á Íslandi býr í dag við mjög lakar efnahagslegar aðstæður. Hrunið sem enn hefur gríðarleg áhrif á almenning, bitnaði hvað verst á lág- og millitekjufólki og nú er mikill fjöldi fólks fastur í gildru húsnæðisleysis, fátæktrar og þarf jafnvel að þola matarskort. Sjálf þekki ég mörg dæmi um vel menntað, starfandi fjölskyldufólk af hinni svokölluðu „millistétt“ sem nær ekki endum saman og getur ekki veitt fjölskyldum sínum þak yfir höfuðið. Félagslegar afleiðingar svona ástands geta verið mjög neikvæðar í ýmsu tilliti og ætti að snerta okkur öll sem búum í þessu landi. Eins og flestum er kunnugt er staða húsnæðismála í Reykjavík sérlega slæm, bæði hvað varðar kaup- og leiguverð sem er orðið himinhátt og ekki lengur fyrir meðaljóninn að ráða við, en einnig er skortur á húsnæði í borginni vandamál sem ekki sér fyrir endann á og þarf að leysa nú þegar. Fátækt er ekki skömm fyrir þá sem búa við hana en hún er skömm fyrir þjóðfélagið sem á að tryggja öllum íbúum þess sömu grundvallarmannréttindi. Barn sem elst upp við fátækt á rétt á því að njóta sömu tækifæra til þroska, heilsu, almennrar velferðar og menntunar og barn sem býr við gott efnahagslegt öryggi. Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla kemur fram að fátækt og ójöfnuður barna hafi aukist frá hruni og jafnframt að tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, séu helsti áhrifaþáttur barnafátæktar. Samkvæmt skýrslunni eiga u.þ.b. 12. 000 börn eða um 16% barna á landinu á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Þetta eru sláandi tölur og augljóslega mjög brýnt að sporna við þessari þróun. Öll börn eiga óháð fjölskylduaðstæðum rétt á því að fá jöfn tækifæri til þess að vaxa, dafna og þroskast. Ef við sem samfélag sjáum til þess að öll börn sitji við sama borð hvað mannréttindi varðar verður það meiri hvatning fyrir einstaklinginn til þess að nýta þau tækifæri sem lífið gefur honum. Að sama skapi verður samfélag okkar ríkara af mannauði sem mun koma til með að byggja upp landið. Það er því miður e.t.v. óhjákvæmilegt og óumflýjanlegt að ójöfnuður sé til staðar, en við hljótum að geta gert betur en við gerum núna. Við getum kannski ekki séð til þess að öll börn geti notið merkjavörufatnaðar, nýjustu tækjanna eða allra þeirra nútímaþæginda sem ungmennin okkar gera kröfur til. En við gætum byrjað á markmiðum eins og t.d. að tryggja öllum börnum öruggt húsnæði, þátttöku í tómstundum og heita máltíð í skólunum. Við verðum að taka höndum saman við að reisa aftur við þetta samfélag með því að setja málefnin í rétta forgangsröð og byrja á þörfum íbúanna í borginni. Mikið hefur verið rætt um ákveðnar byggingar t.d. flugvöllinn og sjúkrahús og að sjálfsögðu geta byggingar verið forgangsmálefni, sérstaklega þegar um er að ræða húsnæði fyrir fólk. Hins vegar þarf að þétta grunninn mun betur áður en við getum farið í frekari uppbyggingu. Við þurfum þar að auki að móta framtíðarsýn fyrir alla sem búa í borginni, ekki bara fyrir suma. Með sameiginlegu átaki þurfum við að hlúa betur að íbúunum í borginni sem nú þurfa mest á því að halda. Þannig aukum við metnað hjá fólki til þess að standa sig bæði í lífi og starfi. Með því að fjárfesta í mannauði munum við uppskera betra og heilsteyptara samfélag þar sem samstaða, sátt og reisn ríkir. Það þarf að lyfta grettistaki fyrir þær fjölskyldur sem þurfa aðstoð og það þarf að gerast núna. Stjórnmálaflokkurinn Dögun er tilbúinn til þess, viltu vera með?
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun