Áfram Kópavogsbúar! Valgeir Skagfjörð skrifar 16. maí 2014 15:52 Þessi dægrin verður fólk áþeifanlega vart við að það standa fyrir dyrum bæjar og sveitastjórnarkosningar. Mörg ólík framboð stíga fram á völlinn reiðubúin að láta að sér kveða. Loforðaflaumur gömlu flokkanna er samur og jafn eins og við er að búast en víða kveður við annan tón. Ákallið virðist vera um að ferskir vindar fái að blása um hreppa, sveitir og bæi landsins. Sumpart vegna þess að það er brýn þörf á að fá nýtt fólk til starfa í pólitík almennt og sumpart vegna þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar njóta æ minna trausts meðal almennings. Það sést t.d . á þverrandi kosningaþáttöku og tónninn í fólkinu hljómar vonleysislega þegar það er spurt um skoðanir þess á mönnum og málefnum. Til marks um þennan þorsta í eitthvað nýtt er til að taka hinn stóra kosningasigur BestaFlokssins í Reykjavík í síðustu kosningum þar sem meirihluti stærsta sveitarfélags landsins hafnaði gömlu flokkunum og þeim línum sem þeir hafa dansað eftir undanfarin kjörtímabil. Í Kópavogi, næststærsta sveitarfélaginu munaði ekki nema 30 atkvæðum að NæstBestiFlokkurinn næði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn, þá nýstofnað framboð. Það dylst því engum að fólk er orðið langeygt eftir því fá nýtt fólk til áhrifa. Fólk sem er ekki tengt einhverjum hagsmunaklíkum sem lóna í kringum gömlu flokkanna. Venjulegt fólk sem stritar í sveita síns andlitis alla daga og skynjar hjartslátt lífsins í sínu nánasta umhverfi. Fólk sem veit hvernig það er að basla með börn og buru og skynjar það á buddunni sinni og öðru hvernig sveitarfélagið býr að því. Fólk sem ekki er í stöðugu kappi að klífa upp metorðastigann innan síns flokks til þess að geta hlotið vegtyllur og slegið sjálft sig til riddara í tíma og ótíma fyrir að koma hlutum í verk sem eiga að vera sjálfsögð þjónusta við íbúana. Nú er tími fyrir að láta auðmýkt og gagnsemi við náungann sitja í fyrirrúmi. Það hefur því miður ekki tíðkast meðal svokallaðra atvinnupólitíkusa að líta á sig sem þjóna samfélagsins sem taka þjónustuhlutverk sitt alvarlega og rækja það af sannri auðmýkt með virðingu fyrir því fólki sem lét svo lítið að gefa þeim atkvæði sitt; heldur hitt að líta á sig sem valdsmenn sem skirrast ekki við að láta hagsmuni almennings neðst á listann yfir það sem á að hafa forgang. Næstbesti flokkurinn er ekki þannig framboð. Fólkið í næstbesta flokknum vill þjóna fólkinu og setja grunngildi mannlegs lífs í forgang. Næsbesti flokkurinn ætlar að vinna fyrir alla, ekki bara suma. Á breiðstrætum auðmýktarinnar verða sjaldan árekstrar en í skúmaskotum hrokans eru menn sífell að rekast á. Merkjum X við X í Kópavogi og treystum því að fólk sem er frítt við flokkshagsmuni geti unnið íbúunum gagn á næsta kjörtímabili. Einn fyrir alla – allir fyrir einn. Valgeir Skagfjöð, Kópavogsbúi. Höfundur er leikari, tónlistarmaður og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi dægrin verður fólk áþeifanlega vart við að það standa fyrir dyrum bæjar og sveitastjórnarkosningar. Mörg ólík framboð stíga fram á völlinn reiðubúin að láta að sér kveða. Loforðaflaumur gömlu flokkanna er samur og jafn eins og við er að búast en víða kveður við annan tón. Ákallið virðist vera um að ferskir vindar fái að blása um hreppa, sveitir og bæi landsins. Sumpart vegna þess að það er brýn þörf á að fá nýtt fólk til starfa í pólitík almennt og sumpart vegna þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar njóta æ minna trausts meðal almennings. Það sést t.d . á þverrandi kosningaþáttöku og tónninn í fólkinu hljómar vonleysislega þegar það er spurt um skoðanir þess á mönnum og málefnum. Til marks um þennan þorsta í eitthvað nýtt er til að taka hinn stóra kosningasigur BestaFlokssins í Reykjavík í síðustu kosningum þar sem meirihluti stærsta sveitarfélags landsins hafnaði gömlu flokkunum og þeim línum sem þeir hafa dansað eftir undanfarin kjörtímabil. Í Kópavogi, næststærsta sveitarfélaginu munaði ekki nema 30 atkvæðum að NæstBestiFlokkurinn næði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn, þá nýstofnað framboð. Það dylst því engum að fólk er orðið langeygt eftir því fá nýtt fólk til áhrifa. Fólk sem er ekki tengt einhverjum hagsmunaklíkum sem lóna í kringum gömlu flokkanna. Venjulegt fólk sem stritar í sveita síns andlitis alla daga og skynjar hjartslátt lífsins í sínu nánasta umhverfi. Fólk sem veit hvernig það er að basla með börn og buru og skynjar það á buddunni sinni og öðru hvernig sveitarfélagið býr að því. Fólk sem ekki er í stöðugu kappi að klífa upp metorðastigann innan síns flokks til þess að geta hlotið vegtyllur og slegið sjálft sig til riddara í tíma og ótíma fyrir að koma hlutum í verk sem eiga að vera sjálfsögð þjónusta við íbúana. Nú er tími fyrir að láta auðmýkt og gagnsemi við náungann sitja í fyrirrúmi. Það hefur því miður ekki tíðkast meðal svokallaðra atvinnupólitíkusa að líta á sig sem þjóna samfélagsins sem taka þjónustuhlutverk sitt alvarlega og rækja það af sannri auðmýkt með virðingu fyrir því fólki sem lét svo lítið að gefa þeim atkvæði sitt; heldur hitt að líta á sig sem valdsmenn sem skirrast ekki við að láta hagsmuni almennings neðst á listann yfir það sem á að hafa forgang. Næstbesti flokkurinn er ekki þannig framboð. Fólkið í næstbesta flokknum vill þjóna fólkinu og setja grunngildi mannlegs lífs í forgang. Næsbesti flokkurinn ætlar að vinna fyrir alla, ekki bara suma. Á breiðstrætum auðmýktarinnar verða sjaldan árekstrar en í skúmaskotum hrokans eru menn sífell að rekast á. Merkjum X við X í Kópavogi og treystum því að fólk sem er frítt við flokkshagsmuni geti unnið íbúunum gagn á næsta kjörtímabili. Einn fyrir alla – allir fyrir einn. Valgeir Skagfjöð, Kópavogsbúi. Höfundur er leikari, tónlistarmaður og framhaldsskólakennari.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar