Ekki er fjandinn frændrækinn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2014 12:21 Norðmenn, Evrópusambandið og Færeyingar, hafa nú komist að samkomulagi um makrílveiðar. Samningurinn gildir í fimm ár. Samningurinn nú gerir ráð fyrir 1047 þúsund tonna afla þessara ríkja, sem er 18% yfir heildarveiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES). Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Ljóst er að heildarveiðin getur samkvæmt þessu farið meira en 50% fram úr vísindalegri ráðgjöf ICES en þeir ráðlögðu 890 þúsund tonn.Hafna sjálfbærum veiðum Samningsaðilar eru með þessu að hafna algerlega sjálfbærum veiðum á stofninum og markmið þeirra virðist því vera að veiða makrílinn niður. Ákvörðunin er alger hneisa og ábyrgðarlaus gagnvart náttúrunni. Evrópusambandið hefur gengið bak orða sinna um samning við okkur sl. haust sem var á grundvelli sjálfbærrar nýtingar og sýnir með óyggjandi hætti hvernig hugsunarháttur þeirra er gagnvart auðlindum hafsins. Evrópusambandið ofveiðir nú 80% af sínum fiskistofnum og þar af eru 30% af stofnum þeirra að hruni komnir sökum ofveiði. Sambandið hefur lagt áherslu á að bæta fiskveiðistefnu sína sem einkenndist af ofveiði og brottkasti, en þessi ákvörðun grefur undan þeirri stefnu svo um munar, trúverðugleikinn er með öllu horfinn.Reykfyllt bakherbergi Norðmenn hafa leikið harðan leik allan tímann í málinu og því kom þessi ákvörðun þeirra ekki á óvart. En Evrópusambandið var búið að semja við Íslendinga um hlutdeild í makrílstofninum á grundvelli sjálfbærra veiða. Síðan færðist það nær Norðmönnum og samdi verulega umfram veiðráðgjöf. Þessi niðurstaða er því fullkomin svik af hálfu Evrópusambandsins, en kannski ekki við öðru að búast úr þeim herbúðum eftir fyrri hótanir þeirra um beitingu viðskiptaþvingana. Nú ríður á að við stöndum saman í þessu mikla hagsmunamáli okkar Íslendinga og gagnrýnum harðlega þá ofveiði sem þessar þrjár þjóðir hyggjast efna til. Ísland stundar sjálfbærar veiðar.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Sjá meira
Norðmenn, Evrópusambandið og Færeyingar, hafa nú komist að samkomulagi um makrílveiðar. Samningurinn gildir í fimm ár. Samningurinn nú gerir ráð fyrir 1047 þúsund tonna afla þessara ríkja, sem er 18% yfir heildarveiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES). Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa. Ljóst er að heildarveiðin getur samkvæmt þessu farið meira en 50% fram úr vísindalegri ráðgjöf ICES en þeir ráðlögðu 890 þúsund tonn.Hafna sjálfbærum veiðum Samningsaðilar eru með þessu að hafna algerlega sjálfbærum veiðum á stofninum og markmið þeirra virðist því vera að veiða makrílinn niður. Ákvörðunin er alger hneisa og ábyrgðarlaus gagnvart náttúrunni. Evrópusambandið hefur gengið bak orða sinna um samning við okkur sl. haust sem var á grundvelli sjálfbærrar nýtingar og sýnir með óyggjandi hætti hvernig hugsunarháttur þeirra er gagnvart auðlindum hafsins. Evrópusambandið ofveiðir nú 80% af sínum fiskistofnum og þar af eru 30% af stofnum þeirra að hruni komnir sökum ofveiði. Sambandið hefur lagt áherslu á að bæta fiskveiðistefnu sína sem einkenndist af ofveiði og brottkasti, en þessi ákvörðun grefur undan þeirri stefnu svo um munar, trúverðugleikinn er með öllu horfinn.Reykfyllt bakherbergi Norðmenn hafa leikið harðan leik allan tímann í málinu og því kom þessi ákvörðun þeirra ekki á óvart. En Evrópusambandið var búið að semja við Íslendinga um hlutdeild í makrílstofninum á grundvelli sjálfbærra veiða. Síðan færðist það nær Norðmönnum og samdi verulega umfram veiðráðgjöf. Þessi niðurstaða er því fullkomin svik af hálfu Evrópusambandsins, en kannski ekki við öðru að búast úr þeim herbúðum eftir fyrri hótanir þeirra um beitingu viðskiptaþvingana. Nú ríður á að við stöndum saman í þessu mikla hagsmunamáli okkar Íslendinga og gagnrýnum harðlega þá ofveiði sem þessar þrjár þjóðir hyggjast efna til. Ísland stundar sjálfbærar veiðar.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun