Fótbolti

Vonast til að vera búinn með sjálfsmarkakvótann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sverrir Ingi við undirritun samningsins hjá norska félaginu.
Sverrir Ingi við undirritun samningsins hjá norska félaginu. Mynd/Twitter
Eftir aðeins þrettán mínútur í sínum fyrsta leik með Viking varð miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Íslendingaliðið lék æfingaleik gegn Santos frá Suður-Afríku í gær og voru fjórir Íslendingar í byrjunarliðinu. Indriði Sigurðsson var í hjarta varnarinnar með Sverri Inga auk þess sem Björn Daníel Sverrisson og Steinþór Freyr Þorsteinsson hófu leik. Jón Daði Böðvarsson kom inn á í hálfleik.

„Ég er bara ánægður að þetta gerðist hérna en ekki í deildarleik heima,“ sagði Sverrir Ingi í viðtali við Aftenbladet. Strákarnir í Viking eru í æfingaferðalagi í Suður-Afríku.

„Nú vona ég að ég sé búinn með sjálfsmarkakvótann í ár,“ bætir miðvörðurinn efnilegi við.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Umfjöllun norska miðilsins, þar sem finna má mynd af Indriða og Sverri eftir að boltinn hafnaði í netinu, má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×