Ríkisútvarp sem rís undir nafni Tryggvi Gíslason skrifar 14. desember 2013 07:00 Ríkisútvarp - sem rís undir nafni - er ein mikilvægasta stofnun samfélagsins ásamt Alþingi, mennta- og rannsóknarstofnunum, stofnunum heilbrigðiskerfisins í margbreytilegum myndum sínum, menningarstofnunum, svo sem leikhúsum og tónlistarfélögum - og þjóðkirkju. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um slíkar stofnanir svo og aðrar stofnanir sem reknar eru fyrir skattpeninga almennings, enda eru umræður stöðugar og skoðanir skiptar. Auk þess er umræða um atvinnulífið og fyrirtæki í eigu einstaklinga nauðsynleg, en slík fyrirtæki hafa ekki síður áhrif á daglegt líf, velsæld og velferð almennings en stofnanir hins opinbera.Lýðræðisland - sem rís undir nafni Í lýðræðislandi - sem rís undir nafni - þarf að vera vettvangur fyrir málefnalegar umræður um þessi og önnur álitamál svo og aðgengi að traustum upplýsingum um þjóðfélagsmál. Til þess að stuðla að þessari umræðu og veita upplýsingar höfum við fjölmiðla af margvíslegu tagi: blöð og tímarit, útvarp, sjónvarp og ekki síst hið mikla undur tækninnar - veraldarvefinn. Enn sem komið er virðist mikilsverðasti fjölmiðillinn hér á landi - og í nágrannalöndum okkar, vera ríkisútvarp - rekið í almannaþágu. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er öflugt ríkisútvarp með mörgum rásum hljóðvarps og sjónvarps auk skóla- og kennslusjónvarps og kennsluútvarps og sjónvarps um listir og menningu.Umræða - sem rís undir nafni Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu segir, að markmið laganna sé „að stuðla að lýðræðislegri umræðu og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.”Ráðherra - sem rís undir nafni Þessi markmiðslýsing Ríkisútvarpsins er því skýr og metnaður af hálfu löggjafans mikill að þessu leyti. Hins vegar eru ákvæði laganna „um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu“ gölluð hvað varðar stjórn þess. Í þriðja kafla um Stjórnskipulag Ríkisútvarpsins segir að Ríkisútvarpið sé sjálfstætt opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, ráðherra fari með eignarhlut ríkisins og stjórn skuli kosin á aðalfundi. Þetta þýðir að ráðherra kýs einn stjórn á aðalfundi og getur einn ráðið öllu, sem hann gerir. Slíkt samrýmist illa fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu í lýðræðislandi þar sem valddreifing er fyrsta boðorðið - ekki einræði. Fyrirkomulagið er að vísu svipað í Noregi. Þar er löggjafinn hins vegar ekki að breiða yfir einræðið heldur segir einfaldlega: Ráðherra er aðalfundur útvarpsins: „Kirke- og kulturministeren er NRKs generalforsamling.” En lýðræðisleg hugsun er lengra á veg komin í Noregi en á Íslandi og pólitísk aðhald meira. Danska ríkisútvarpinu, Danmarks radio, er stjórnað af ellefu manna stjórn sem ráðherra skipar eftir tilnefningu frá Folketinget sem tilnefnir sex fulltrúa og starfsfólk Danmarks radio tvo. Sjálfur tilnefnir ráðherrann þrjá fulltrúa. Með þessu er reynt að gæta ólíkra hagsmuna og fagmennsku, enda eru Danir lengra komnir í lýðræðislegri hugsun og gerðum en Íslendingar.Lýðræðileg umræða og hlutlægar upplýsingar Til þess að stýra málefnalegri umræðu og veita hlutlægar upplýsingar og koma á framfæri andstæðum sjónarmiður þarf að vera til sjálfstætt Ríkisútvarp laust úr viðjum flokkspólitískra valdhafa. Æskilegt væri að helstu stofnanir og samtök þjóðfélagsins, s.s. samtök atvinnulífsins og launþega, samtök listamanna og skólar, þjóðkirkjan og önnur trúfélög ættu fulltrúa í stjórn Ríkisútvarps sem risi undir nafni og lagt gæti grunninn að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Þá hefðu mistök af því tagi sem nú hafa orðið í Ríkisútvarpi ráðherra ekki orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Ríkisútvarp - sem rís undir nafni - er ein mikilvægasta stofnun samfélagsins ásamt Alþingi, mennta- og rannsóknarstofnunum, stofnunum heilbrigðiskerfisins í margbreytilegum myndum sínum, menningarstofnunum, svo sem leikhúsum og tónlistarfélögum - og þjóðkirkju. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um slíkar stofnanir svo og aðrar stofnanir sem reknar eru fyrir skattpeninga almennings, enda eru umræður stöðugar og skoðanir skiptar. Auk þess er umræða um atvinnulífið og fyrirtæki í eigu einstaklinga nauðsynleg, en slík fyrirtæki hafa ekki síður áhrif á daglegt líf, velsæld og velferð almennings en stofnanir hins opinbera.Lýðræðisland - sem rís undir nafni Í lýðræðislandi - sem rís undir nafni - þarf að vera vettvangur fyrir málefnalegar umræður um þessi og önnur álitamál svo og aðgengi að traustum upplýsingum um þjóðfélagsmál. Til þess að stuðla að þessari umræðu og veita upplýsingar höfum við fjölmiðla af margvíslegu tagi: blöð og tímarit, útvarp, sjónvarp og ekki síst hið mikla undur tækninnar - veraldarvefinn. Enn sem komið er virðist mikilsverðasti fjölmiðillinn hér á landi - og í nágrannalöndum okkar, vera ríkisútvarp - rekið í almannaþágu. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er öflugt ríkisútvarp með mörgum rásum hljóðvarps og sjónvarps auk skóla- og kennslusjónvarps og kennsluútvarps og sjónvarps um listir og menningu.Umræða - sem rís undir nafni Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu segir, að markmið laganna sé „að stuðla að lýðræðislegri umræðu og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.”Ráðherra - sem rís undir nafni Þessi markmiðslýsing Ríkisútvarpsins er því skýr og metnaður af hálfu löggjafans mikill að þessu leyti. Hins vegar eru ákvæði laganna „um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu“ gölluð hvað varðar stjórn þess. Í þriðja kafla um Stjórnskipulag Ríkisútvarpsins segir að Ríkisútvarpið sé sjálfstætt opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, ráðherra fari með eignarhlut ríkisins og stjórn skuli kosin á aðalfundi. Þetta þýðir að ráðherra kýs einn stjórn á aðalfundi og getur einn ráðið öllu, sem hann gerir. Slíkt samrýmist illa fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu í lýðræðislandi þar sem valddreifing er fyrsta boðorðið - ekki einræði. Fyrirkomulagið er að vísu svipað í Noregi. Þar er löggjafinn hins vegar ekki að breiða yfir einræðið heldur segir einfaldlega: Ráðherra er aðalfundur útvarpsins: „Kirke- og kulturministeren er NRKs generalforsamling.” En lýðræðisleg hugsun er lengra á veg komin í Noregi en á Íslandi og pólitísk aðhald meira. Danska ríkisútvarpinu, Danmarks radio, er stjórnað af ellefu manna stjórn sem ráðherra skipar eftir tilnefningu frá Folketinget sem tilnefnir sex fulltrúa og starfsfólk Danmarks radio tvo. Sjálfur tilnefnir ráðherrann þrjá fulltrúa. Með þessu er reynt að gæta ólíkra hagsmuna og fagmennsku, enda eru Danir lengra komnir í lýðræðislegri hugsun og gerðum en Íslendingar.Lýðræðileg umræða og hlutlægar upplýsingar Til þess að stýra málefnalegri umræðu og veita hlutlægar upplýsingar og koma á framfæri andstæðum sjónarmiður þarf að vera til sjálfstætt Ríkisútvarp laust úr viðjum flokkspólitískra valdhafa. Æskilegt væri að helstu stofnanir og samtök þjóðfélagsins, s.s. samtök atvinnulífsins og launþega, samtök listamanna og skólar, þjóðkirkjan og önnur trúfélög ættu fulltrúa í stjórn Ríkisútvarps sem risi undir nafni og lagt gæti grunninn að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Þá hefðu mistök af því tagi sem nú hafa orðið í Ríkisútvarpi ráðherra ekki orðið.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar