Tómur þingsalur – hvar eru allir? Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Sú mynd sem margir hafa af störfum Alþingis er hálftómur þingsalur eða þingsalur þar sem menn skiptast á að vera með skæting og jafnvel rífast. Fyrirsagnir í blöðum undirstrika oft þetta ósætti og togstreitu sem á sér stað á Alþingi. Þó er það langt frá raunveruleikanum.Lýðræðisleg vinnubrögð Sannleikurinn er hins vegar sá að starfið á Alþingi er yfirleitt unnið með sátt. Þingmenn tala saman og reyna að finna sameiginlegar lausnir á málum sem tekin eru fyrir í nefndum. Samvinnan er góð. Þetta virkar þannig að mál eru kynnt til sögunnar í þingsal og stundum er skipst á skoðunum. Því næst tekur nefnd við málinu þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Nefndir boða síðan á sinn fund hagsmunaaðila og sérfræðinga sem tengjast máli og fá þannig heildstæða mynd. Nefndir skila yfirleitt einni niðurstöðu en stundum næst ekki full sátt í hópnum og þá skila nefndarmenn séráliti. Þaðan fer málið í þingsal, svo aftur í nefndina ef einhver óskar eftir því. Að lokinni þriðju umræðu í þingsal er kosið um þau. Ótal aðilar koma að vinnslunni og almenningur er einnig hvattur til að skila inn áliti. Þannig að raunveruleg vinnsla mála fer fram í nefndum þingsins en umræða meðal allra þingmanna um þau fer fram í þingsal. Vinnubrögð og ferli mála eru því eins fagleg og lýðræðisleg og á verður kosið.Nauðsynlegur undirbúningur Þingfundir og nefndarfundir eru aldrei á sama tíma. En hvers vegna eru þingmenn þá ekki alltaf allir í þingsal? Eru þeir ekki að vinna vinnuna sína? Jú, þeir eru í flestum tilfellum að gera það. Vinnan fer nefnilega ekki öll fram í þingsal, og eiginlega að mestu leyti utan hans. Þingmenn þurfa að lesa heilmikið um mál sem eru til umfjöllunar í þeim nefndum sem þeir sitja í. Þess fyrir utan þurfa þingmenn að reyna að vera í góðu sambandi við sína flokksmenn og kjósendur, það er algert grundvallaratriði. Menn þurfa að mæta á ýmsa viðburði sem tengjast kjördæminu og málum sem þeir vinna að, skrifa greinar og fylgjast vel með fréttum af þjóðfélagsmálum. Meðan þingmenn undirbúa nefndarvinnunna fylgjast þeir oft með umræðum í þinginu rétt eins og almenningur af sjónvarpsskjáum hvort sem það er í þingflokksherbergjum eða á skrifstofunum. Dagurinn endar því þannig eins og við upplifum flest, að þessar 24 stundir duga skammt. Maður vill yfirleitt komast yfir meira en mögulegt er.Gerum gott samfélag betra Þingmenn vinna mikið saman þvert á flokka. Þannig að þessi margumtalaða flokkapólitík er ekki jafnöflug og af er látið. Fólk sameinast um ýmis þingmál óháð flokki, spjallar saman á kaffistofunni í mesta bróðerni, eins og á öðrum góðum vinnustöðum. Þingmenn eru bara venjulegt fólk. Fólk sem á sér alls konar bakgrunn og líf en á það þó sameiginlegt að vilja breyta samfélaginu til hins betra. (Þessi grein er framhald greinar: „Hvað gerir þú á daginn?“) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sú mynd sem margir hafa af störfum Alþingis er hálftómur þingsalur eða þingsalur þar sem menn skiptast á að vera með skæting og jafnvel rífast. Fyrirsagnir í blöðum undirstrika oft þetta ósætti og togstreitu sem á sér stað á Alþingi. Þó er það langt frá raunveruleikanum.Lýðræðisleg vinnubrögð Sannleikurinn er hins vegar sá að starfið á Alþingi er yfirleitt unnið með sátt. Þingmenn tala saman og reyna að finna sameiginlegar lausnir á málum sem tekin eru fyrir í nefndum. Samvinnan er góð. Þetta virkar þannig að mál eru kynnt til sögunnar í þingsal og stundum er skipst á skoðunum. Því næst tekur nefnd við málinu þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Nefndir boða síðan á sinn fund hagsmunaaðila og sérfræðinga sem tengjast máli og fá þannig heildstæða mynd. Nefndir skila yfirleitt einni niðurstöðu en stundum næst ekki full sátt í hópnum og þá skila nefndarmenn séráliti. Þaðan fer málið í þingsal, svo aftur í nefndina ef einhver óskar eftir því. Að lokinni þriðju umræðu í þingsal er kosið um þau. Ótal aðilar koma að vinnslunni og almenningur er einnig hvattur til að skila inn áliti. Þannig að raunveruleg vinnsla mála fer fram í nefndum þingsins en umræða meðal allra þingmanna um þau fer fram í þingsal. Vinnubrögð og ferli mála eru því eins fagleg og lýðræðisleg og á verður kosið.Nauðsynlegur undirbúningur Þingfundir og nefndarfundir eru aldrei á sama tíma. En hvers vegna eru þingmenn þá ekki alltaf allir í þingsal? Eru þeir ekki að vinna vinnuna sína? Jú, þeir eru í flestum tilfellum að gera það. Vinnan fer nefnilega ekki öll fram í þingsal, og eiginlega að mestu leyti utan hans. Þingmenn þurfa að lesa heilmikið um mál sem eru til umfjöllunar í þeim nefndum sem þeir sitja í. Þess fyrir utan þurfa þingmenn að reyna að vera í góðu sambandi við sína flokksmenn og kjósendur, það er algert grundvallaratriði. Menn þurfa að mæta á ýmsa viðburði sem tengjast kjördæminu og málum sem þeir vinna að, skrifa greinar og fylgjast vel með fréttum af þjóðfélagsmálum. Meðan þingmenn undirbúa nefndarvinnunna fylgjast þeir oft með umræðum í þinginu rétt eins og almenningur af sjónvarpsskjáum hvort sem það er í þingflokksherbergjum eða á skrifstofunum. Dagurinn endar því þannig eins og við upplifum flest, að þessar 24 stundir duga skammt. Maður vill yfirleitt komast yfir meira en mögulegt er.Gerum gott samfélag betra Þingmenn vinna mikið saman þvert á flokka. Þannig að þessi margumtalaða flokkapólitík er ekki jafnöflug og af er látið. Fólk sameinast um ýmis þingmál óháð flokki, spjallar saman á kaffistofunni í mesta bróðerni, eins og á öðrum góðum vinnustöðum. Þingmenn eru bara venjulegt fólk. Fólk sem á sér alls konar bakgrunn og líf en á það þó sameiginlegt að vilja breyta samfélaginu til hins betra. (Þessi grein er framhald greinar: „Hvað gerir þú á daginn?“)
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun