Tómur þingsalur – hvar eru allir? Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Sú mynd sem margir hafa af störfum Alþingis er hálftómur þingsalur eða þingsalur þar sem menn skiptast á að vera með skæting og jafnvel rífast. Fyrirsagnir í blöðum undirstrika oft þetta ósætti og togstreitu sem á sér stað á Alþingi. Þó er það langt frá raunveruleikanum.Lýðræðisleg vinnubrögð Sannleikurinn er hins vegar sá að starfið á Alþingi er yfirleitt unnið með sátt. Þingmenn tala saman og reyna að finna sameiginlegar lausnir á málum sem tekin eru fyrir í nefndum. Samvinnan er góð. Þetta virkar þannig að mál eru kynnt til sögunnar í þingsal og stundum er skipst á skoðunum. Því næst tekur nefnd við málinu þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Nefndir boða síðan á sinn fund hagsmunaaðila og sérfræðinga sem tengjast máli og fá þannig heildstæða mynd. Nefndir skila yfirleitt einni niðurstöðu en stundum næst ekki full sátt í hópnum og þá skila nefndarmenn séráliti. Þaðan fer málið í þingsal, svo aftur í nefndina ef einhver óskar eftir því. Að lokinni þriðju umræðu í þingsal er kosið um þau. Ótal aðilar koma að vinnslunni og almenningur er einnig hvattur til að skila inn áliti. Þannig að raunveruleg vinnsla mála fer fram í nefndum þingsins en umræða meðal allra þingmanna um þau fer fram í þingsal. Vinnubrögð og ferli mála eru því eins fagleg og lýðræðisleg og á verður kosið.Nauðsynlegur undirbúningur Þingfundir og nefndarfundir eru aldrei á sama tíma. En hvers vegna eru þingmenn þá ekki alltaf allir í þingsal? Eru þeir ekki að vinna vinnuna sína? Jú, þeir eru í flestum tilfellum að gera það. Vinnan fer nefnilega ekki öll fram í þingsal, og eiginlega að mestu leyti utan hans. Þingmenn þurfa að lesa heilmikið um mál sem eru til umfjöllunar í þeim nefndum sem þeir sitja í. Þess fyrir utan þurfa þingmenn að reyna að vera í góðu sambandi við sína flokksmenn og kjósendur, það er algert grundvallaratriði. Menn þurfa að mæta á ýmsa viðburði sem tengjast kjördæminu og málum sem þeir vinna að, skrifa greinar og fylgjast vel með fréttum af þjóðfélagsmálum. Meðan þingmenn undirbúa nefndarvinnunna fylgjast þeir oft með umræðum í þinginu rétt eins og almenningur af sjónvarpsskjáum hvort sem það er í þingflokksherbergjum eða á skrifstofunum. Dagurinn endar því þannig eins og við upplifum flest, að þessar 24 stundir duga skammt. Maður vill yfirleitt komast yfir meira en mögulegt er.Gerum gott samfélag betra Þingmenn vinna mikið saman þvert á flokka. Þannig að þessi margumtalaða flokkapólitík er ekki jafnöflug og af er látið. Fólk sameinast um ýmis þingmál óháð flokki, spjallar saman á kaffistofunni í mesta bróðerni, eins og á öðrum góðum vinnustöðum. Þingmenn eru bara venjulegt fólk. Fólk sem á sér alls konar bakgrunn og líf en á það þó sameiginlegt að vilja breyta samfélaginu til hins betra. (Þessi grein er framhald greinar: „Hvað gerir þú á daginn?“) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Sú mynd sem margir hafa af störfum Alþingis er hálftómur þingsalur eða þingsalur þar sem menn skiptast á að vera með skæting og jafnvel rífast. Fyrirsagnir í blöðum undirstrika oft þetta ósætti og togstreitu sem á sér stað á Alþingi. Þó er það langt frá raunveruleikanum.Lýðræðisleg vinnubrögð Sannleikurinn er hins vegar sá að starfið á Alþingi er yfirleitt unnið með sátt. Þingmenn tala saman og reyna að finna sameiginlegar lausnir á málum sem tekin eru fyrir í nefndum. Samvinnan er góð. Þetta virkar þannig að mál eru kynnt til sögunnar í þingsal og stundum er skipst á skoðunum. Því næst tekur nefnd við málinu þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Nefndir boða síðan á sinn fund hagsmunaaðila og sérfræðinga sem tengjast máli og fá þannig heildstæða mynd. Nefndir skila yfirleitt einni niðurstöðu en stundum næst ekki full sátt í hópnum og þá skila nefndarmenn séráliti. Þaðan fer málið í þingsal, svo aftur í nefndina ef einhver óskar eftir því. Að lokinni þriðju umræðu í þingsal er kosið um þau. Ótal aðilar koma að vinnslunni og almenningur er einnig hvattur til að skila inn áliti. Þannig að raunveruleg vinnsla mála fer fram í nefndum þingsins en umræða meðal allra þingmanna um þau fer fram í þingsal. Vinnubrögð og ferli mála eru því eins fagleg og lýðræðisleg og á verður kosið.Nauðsynlegur undirbúningur Þingfundir og nefndarfundir eru aldrei á sama tíma. En hvers vegna eru þingmenn þá ekki alltaf allir í þingsal? Eru þeir ekki að vinna vinnuna sína? Jú, þeir eru í flestum tilfellum að gera það. Vinnan fer nefnilega ekki öll fram í þingsal, og eiginlega að mestu leyti utan hans. Þingmenn þurfa að lesa heilmikið um mál sem eru til umfjöllunar í þeim nefndum sem þeir sitja í. Þess fyrir utan þurfa þingmenn að reyna að vera í góðu sambandi við sína flokksmenn og kjósendur, það er algert grundvallaratriði. Menn þurfa að mæta á ýmsa viðburði sem tengjast kjördæminu og málum sem þeir vinna að, skrifa greinar og fylgjast vel með fréttum af þjóðfélagsmálum. Meðan þingmenn undirbúa nefndarvinnunna fylgjast þeir oft með umræðum í þinginu rétt eins og almenningur af sjónvarpsskjáum hvort sem það er í þingflokksherbergjum eða á skrifstofunum. Dagurinn endar því þannig eins og við upplifum flest, að þessar 24 stundir duga skammt. Maður vill yfirleitt komast yfir meira en mögulegt er.Gerum gott samfélag betra Þingmenn vinna mikið saman þvert á flokka. Þannig að þessi margumtalaða flokkapólitík er ekki jafnöflug og af er látið. Fólk sameinast um ýmis þingmál óháð flokki, spjallar saman á kaffistofunni í mesta bróðerni, eins og á öðrum góðum vinnustöðum. Þingmenn eru bara venjulegt fólk. Fólk sem á sér alls konar bakgrunn og líf en á það þó sameiginlegt að vilja breyta samfélaginu til hins betra. (Þessi grein er framhald greinar: „Hvað gerir þú á daginn?“)
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun