Munnmök eru nýi góða nótt kossinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, „Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna. Klám er kynferðislegt efni með niðurlægingu, ofbeldi og drottnun. Oftast eru karlar í drottnunarhlutverkinu – konur undirskipaðar og verða fyrir ofbeldinu og niðurlægingunni. Langmest af kynferðislegu efni á netinu er klám. Íslenskir strákar eru ca. 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Sumar stelpur horfa líka en yfirleitt ekki til kynferðislegrar örvunar, sem strákar gera. Kynhlutverkin eru skýr í kláminu, skilaboð eru send til stráka og stelpna um kynhegðun. Klámvæðingin sér svo um að gera þessi skilaboð að normi – því sem er eðlilegt. Strákar læra til hvers er ætlast af þeim og hverju þeir eiga að búast við frá stúlkum – og öfugt. Klámið er stútfullt af kvenfyrirlitningu sem síast inn í okkar daglega líf með klámvæðingunni. Klámvæðingin er fyrir ungmennin eins og sjórinn fyrir fiskana. Hefur áhrif á sjálfsmynd, væntingar til þeirra sjálfra og annarra, kynverund, hegðun, samskipti og viðhorf. Dæmi um skaðann „Af hverju leyfðir þú honum ekki bara að klára?“ spurði stúlka vinkonu sína sem hafði stigið fram og sagt að „vinur“ hennar hefði áreitt hana kynferðislega. Þetta er jú bara það sem er ætlast til af okkur – lá í orðunum. Stúlkur hafa leitað til Stígamóta eftir „kynlíf“ með kærustum sínum. Af hverju? Strákar vilja gera það sem þeir sjá í klámi. Klámið sýnir að stelpur vilji harkalegt kynlíf. Strákar hafa valdið. Stelpurnar í poppmenningunni eru alltaf kynferðislegar. Dagskipun Gonzo klámsins er að stelpur hafa þrjú göt – til að nota. Þessar myndir eru yfirfærðar á veruleikann. Enginn hefur sagt ungum mönnum annað en að klámið sé fínn leiðbeiningabæklingur um kynlíf og allt sé þar í himnalagi. Strákar eru ekki knúnir áfram af mannvonskulegri greddu heldur eru þeir ofurseldir boðskapnum úr kláminu. Að tilheyra karlaboxinu þýðir að horfa á klám. Afleiðingin getur verið að fara yfir mörk í kynlífi – sín eigin og bólfélagans. Þetta er normið. Ekkert til að tala um. Deal with it. Ef niðurlæging og ofbeldi eru altari klámsins, eru stór brjóst og rakaðar píkur nauðsynlegir skrautmunir. Brjóstastækkun er jafn sjálfsögð aðgerð og hálskirtlataka. Hver ákvað að stór brjóst væru eins nauðsynleg hverri konu og tvö eyru? Klámpíkan er hárlaus, bleik og slétt – eins og á barni. Skilaboðin? Allar píkur sköllóttar thank you very nice. En þá koma hin ólíku andlit píkna í ljós. Píkufegrunaraðgerð er lausn sumra sem ekki uppfylla klámpíkustaðalinn. Bara villikonur eru með loðna píku. Kynhegðun kvenna er ekki þeirra einkamál. Drusludómur vofir yfir ef fjöldi rekkjufélaga fer yfir leyfilegt hámark karlhannaða kynjaboxins bleika. Stúlkur eru dæmdar fyrir að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim í klámvæddum kröfum um kynhegðun. Samfélagslegur þrýstingur er öflugur. Það þarf ekki hlekki eða hótanir – hinn gagnrýnislausi félagslegi þrýstingur sér til þess að allir fari eftir alltumlykjandi ósýnilegum reglum sem allir kunna, þekkja og fara eftir til að viðhalda félagslegri stöðu. Það þarf sterk bein til að stíga út fyrir klámmenningarheiminn – nú, eða kynjafræðslu. Höfundur er kennari í kynjafræði við Borgarholtsskóla. Greinin er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Halldór 9.11.2024 Halldór Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, „Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna. Klám er kynferðislegt efni með niðurlægingu, ofbeldi og drottnun. Oftast eru karlar í drottnunarhlutverkinu – konur undirskipaðar og verða fyrir ofbeldinu og niðurlægingunni. Langmest af kynferðislegu efni á netinu er klám. Íslenskir strákar eru ca. 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Sumar stelpur horfa líka en yfirleitt ekki til kynferðislegrar örvunar, sem strákar gera. Kynhlutverkin eru skýr í kláminu, skilaboð eru send til stráka og stelpna um kynhegðun. Klámvæðingin sér svo um að gera þessi skilaboð að normi – því sem er eðlilegt. Strákar læra til hvers er ætlast af þeim og hverju þeir eiga að búast við frá stúlkum – og öfugt. Klámið er stútfullt af kvenfyrirlitningu sem síast inn í okkar daglega líf með klámvæðingunni. Klámvæðingin er fyrir ungmennin eins og sjórinn fyrir fiskana. Hefur áhrif á sjálfsmynd, væntingar til þeirra sjálfra og annarra, kynverund, hegðun, samskipti og viðhorf. Dæmi um skaðann „Af hverju leyfðir þú honum ekki bara að klára?“ spurði stúlka vinkonu sína sem hafði stigið fram og sagt að „vinur“ hennar hefði áreitt hana kynferðislega. Þetta er jú bara það sem er ætlast til af okkur – lá í orðunum. Stúlkur hafa leitað til Stígamóta eftir „kynlíf“ með kærustum sínum. Af hverju? Strákar vilja gera það sem þeir sjá í klámi. Klámið sýnir að stelpur vilji harkalegt kynlíf. Strákar hafa valdið. Stelpurnar í poppmenningunni eru alltaf kynferðislegar. Dagskipun Gonzo klámsins er að stelpur hafa þrjú göt – til að nota. Þessar myndir eru yfirfærðar á veruleikann. Enginn hefur sagt ungum mönnum annað en að klámið sé fínn leiðbeiningabæklingur um kynlíf og allt sé þar í himnalagi. Strákar eru ekki knúnir áfram af mannvonskulegri greddu heldur eru þeir ofurseldir boðskapnum úr kláminu. Að tilheyra karlaboxinu þýðir að horfa á klám. Afleiðingin getur verið að fara yfir mörk í kynlífi – sín eigin og bólfélagans. Þetta er normið. Ekkert til að tala um. Deal with it. Ef niðurlæging og ofbeldi eru altari klámsins, eru stór brjóst og rakaðar píkur nauðsynlegir skrautmunir. Brjóstastækkun er jafn sjálfsögð aðgerð og hálskirtlataka. Hver ákvað að stór brjóst væru eins nauðsynleg hverri konu og tvö eyru? Klámpíkan er hárlaus, bleik og slétt – eins og á barni. Skilaboðin? Allar píkur sköllóttar thank you very nice. En þá koma hin ólíku andlit píkna í ljós. Píkufegrunaraðgerð er lausn sumra sem ekki uppfylla klámpíkustaðalinn. Bara villikonur eru með loðna píku. Kynhegðun kvenna er ekki þeirra einkamál. Drusludómur vofir yfir ef fjöldi rekkjufélaga fer yfir leyfilegt hámark karlhannaða kynjaboxins bleika. Stúlkur eru dæmdar fyrir að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim í klámvæddum kröfum um kynhegðun. Samfélagslegur þrýstingur er öflugur. Það þarf ekki hlekki eða hótanir – hinn gagnrýnislausi félagslegi þrýstingur sér til þess að allir fari eftir alltumlykjandi ósýnilegum reglum sem allir kunna, þekkja og fara eftir til að viðhalda félagslegri stöðu. Það þarf sterk bein til að stíga út fyrir klámmenningarheiminn – nú, eða kynjafræðslu. Höfundur er kennari í kynjafræði við Borgarholtsskóla. Greinin er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi 2013.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar