Ekki gefa mér peninga! Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Í nóvember 2004 skokkaði ég niður í banka og tók 100% lán til þess að kaupa mína fyrstu íbúð. Ég setti íbúðina á sölu stuttu eftir hrun og seldi hana um áramótin 2008/2009. Á þessum fjórum árum fékk ég einhverja hundrað þúsund kalla í vaxtabætur og þegar ég seldi hana þá seldi ég hana með hagnaði, ekkert miklum, en aftur komu þarna einhverjir hundrað þúsund kallar. Þetta kallar ný ríkisstjórn forsendubrest og ætlar að bæta mér hann. Ég fæ kannski ekkert mikið en aftur, þetta verða einhverjir hundrað þúsund kallar. Í dag er ég skuldlaus og með fínar tekjur, ég er að fá þessa peninga gefins fyrir það eitt að hafa keypt mér íbúð sem ég græddi á. Ég er barnlaus og fæ því ekki barnabætur. Lækkun þeirra snertir mig ekki neitt, ég hef ekki keypt aðra íbúð síðan og fæ því ekki vaxtabætur og fékk ekki heldur sérstakar vaxtabætur þegar þær buðust – ég er því ónæm fyrir þeirri skerðingu líka. Ég borga skatt í skattþrepi tvö og boðuð skattalækkun mun færa mér auka tvö þúsund krónur á mánuði. Ég er greinilega í markhópi þessarar ríkisstjórnar og hún keppist við að gefa mér peninga. Ég er ungfrú forsendubrestur, ég er hópurinn sem „fær aldrei neitt“, ég er hluti af þeim hópi sem er búinn að vera „skattpíndur“. Ég er að fá leiðréttingu á því mikla óréttlæti sem ég varð fyrir. Vandamálið er bara að ég hef það fínt peningalega en mér líður illa þegar ég hugsa til þeirra sem fjármagna þessa fáránlegu peningagjöf til mín. Systir mín er sjálfstæð móðir með tvo stráka, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítalanum. Ríkið borgar henni ekki há laun, hún fékk fullar vaxtabætur og fullar barnabætur. Ekkert háar upphæðir, einhverja hundrað þúsund kalla – en það voru samt peningar sem borguðu sumarfrí fyrir hana og strákana og gerðu lífið þeirra aðeins auðveldara og skemmtilegra. Systir mín er eitt dæmi, í kringum mig er fullt af ungu barnafólki sem er að missa meðgjöf sem það þurfti á að halda til þess að ég geti upplifað réttlæti. Kæra ríkisstjórn, það er ekkert réttlæti í þessum aðgerðum – vinsamlegast hættið að gefa mér peninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í nóvember 2004 skokkaði ég niður í banka og tók 100% lán til þess að kaupa mína fyrstu íbúð. Ég setti íbúðina á sölu stuttu eftir hrun og seldi hana um áramótin 2008/2009. Á þessum fjórum árum fékk ég einhverja hundrað þúsund kalla í vaxtabætur og þegar ég seldi hana þá seldi ég hana með hagnaði, ekkert miklum, en aftur komu þarna einhverjir hundrað þúsund kallar. Þetta kallar ný ríkisstjórn forsendubrest og ætlar að bæta mér hann. Ég fæ kannski ekkert mikið en aftur, þetta verða einhverjir hundrað þúsund kallar. Í dag er ég skuldlaus og með fínar tekjur, ég er að fá þessa peninga gefins fyrir það eitt að hafa keypt mér íbúð sem ég græddi á. Ég er barnlaus og fæ því ekki barnabætur. Lækkun þeirra snertir mig ekki neitt, ég hef ekki keypt aðra íbúð síðan og fæ því ekki vaxtabætur og fékk ekki heldur sérstakar vaxtabætur þegar þær buðust – ég er því ónæm fyrir þeirri skerðingu líka. Ég borga skatt í skattþrepi tvö og boðuð skattalækkun mun færa mér auka tvö þúsund krónur á mánuði. Ég er greinilega í markhópi þessarar ríkisstjórnar og hún keppist við að gefa mér peninga. Ég er ungfrú forsendubrestur, ég er hópurinn sem „fær aldrei neitt“, ég er hluti af þeim hópi sem er búinn að vera „skattpíndur“. Ég er að fá leiðréttingu á því mikla óréttlæti sem ég varð fyrir. Vandamálið er bara að ég hef það fínt peningalega en mér líður illa þegar ég hugsa til þeirra sem fjármagna þessa fáránlegu peningagjöf til mín. Systir mín er sjálfstæð móðir með tvo stráka, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítalanum. Ríkið borgar henni ekki há laun, hún fékk fullar vaxtabætur og fullar barnabætur. Ekkert háar upphæðir, einhverja hundrað þúsund kalla – en það voru samt peningar sem borguðu sumarfrí fyrir hana og strákana og gerðu lífið þeirra aðeins auðveldara og skemmtilegra. Systir mín er eitt dæmi, í kringum mig er fullt af ungu barnafólki sem er að missa meðgjöf sem það þurfti á að halda til þess að ég geti upplifað réttlæti. Kæra ríkisstjórn, það er ekkert réttlæti í þessum aðgerðum – vinsamlegast hættið að gefa mér peninga.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar