Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið Svana Helen Björnsdóttir skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Þegar gjaldeyrishöftunum var komið á haustið 2008 gerðu fæstir ráð fyrir því að þau væru komin til vera. Nú er liðin fimm ár og viðhorf margra er orðið að þau séu bara ágæt; íslenska þjóðin hafi lengst af lifað við höft og þau séu í raun ágætis vörn fyrir efnahagslífið. En er það svo? Það vefst fyrir mörgum að greina skaðann og kostnaðinn af höftunum. Hann er nefndur fórnarkostnaður, þ.e. sá kostnaður eða skaði sem hlýst af því að geta ekki nýtt tækifæri. Töpuð tækifæri til fjárfestinga á Íslandi annars vegar og tapaðir möguleikar Íslendinga til fjárfestinga erlendis hins vegar. Til lengri tíma birtist skaðinn í minni hagvexti, minni verðmætasköpun og minni atvinnusköpun. Tjónið fer vaxandi eftir því sem haftatímabilið lengist. Hluta skaðans er hægt að meta, t.d. óhagræði einstakra fyrirtækja og lífeyrissjóða sem ekki geta dreift áhættu í fjárfestingum sínum. Þetta birtist í lakari afkomu fyrirtækja og kemur fram síðar í minni lífeyri þeirra sem nú bera þjóðfélagið uppi með vinnu sinni. Fjárfestingar á Íslandi hafa verið í sögulegu lágmarki frá hruni. Gjaldeyrishöftin eru ein af meginástæðum þess að almennt traust ríkir ekki á íslensku efnahagslífi sem aftur leiðir til lítilla fjárfestinga. Vegna haftanna vaxa fjárfestingar ekki hér á landi og fjárfestingar sem hlutfall af landsframleiðslu eru hættulega lágar. Að óbreyttu er hætt við að við náum ekki að halda uppi framleiðslustigi hagkerfisins. Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar. Þótt flestir séu sammála um nauðsyn þess að aflétta þeim eru leiðir til þess vandfundnar. Höftunum verður ekki aflétt nema þjóðarbúinu takist að afla nægs gjaldeyris til að greiða erlendum kröfuhöfum bankanna og þeim aðilum sem þurfa gjaldeyri vegna skulda sinna í erlendri mynt. Ef ekki er til nægur gjaldeyrir hrynur krónan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna eru jú höftin – til þess að krónan hrynji ekki. Leiðin út úr höftunum er því miður vörðuð blóði, svita og tárum. Afla verður nægs gjaldeyris til þess að standa undir öllum skuldunum ásamt aukinni fjárfestingu, viðskiptajöfnuður við útlönd verður að vera jákvæður um margra ára skeið. Gjaldeyrissparandi aðgerðir verða að lúta þeirri kröfu að draga ekki úr framleiðni þjóðfélagsins því annars leiða þær til enn verri lífskjara. Tækifærin liggja í útflutningsgreinum sem skila mikilli framleiðni samhliða gjaldeyrinum. Slíkar greinar eru gjarnan þær sem eru afrakstur langs rannsóknar- og þróunarstarfs, t.d. vörur sem hafa verið þróaðar úr fiskslógi og virðast geta stóraukið verðmæti sjávarfangs. Núverandi ríkisstjórn hefur kosið að minnka framlög til rannsóknar- og þróunarstarfs, öfugt við Svíþjóð og Finnland sem gengu í gegnum kreppu í upphafi 9. áratugarins. Þessar þjóðir stórefldu rannsóknir og þróun og uppskáru ríkulega. Einnig hætti ríkisstjórnin viðræðum um aðild að Evrópusambandinu og eyðilagði þar með möguleika okkar til að ganga í efnahags- og myntsamstarf Evrópusambandsins sem hefði aukið stöðugleika krónunnar og auðveldað afnám haftanna. Gjaldeyrishöftin bjaga allt viðskiptaumhverfið. Því miður virðist þjóðin smám saman vera að laga sig að þessum óeðlilegu aðstæðum. Öll fjármálastjórn fyrirtækja, heimila, ríkissjóðs og lífeyrissjóða tekur mið af höftum. Sú staðreynd að við erum enn með höft er líka birtingarmynd þess að engin framtíðarsýn er á fyrirkomulag íslenskra peningamála. Að öllu óbreyttu mun ástandið aðeins versna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þegar gjaldeyrishöftunum var komið á haustið 2008 gerðu fæstir ráð fyrir því að þau væru komin til vera. Nú er liðin fimm ár og viðhorf margra er orðið að þau séu bara ágæt; íslenska þjóðin hafi lengst af lifað við höft og þau séu í raun ágætis vörn fyrir efnahagslífið. En er það svo? Það vefst fyrir mörgum að greina skaðann og kostnaðinn af höftunum. Hann er nefndur fórnarkostnaður, þ.e. sá kostnaður eða skaði sem hlýst af því að geta ekki nýtt tækifæri. Töpuð tækifæri til fjárfestinga á Íslandi annars vegar og tapaðir möguleikar Íslendinga til fjárfestinga erlendis hins vegar. Til lengri tíma birtist skaðinn í minni hagvexti, minni verðmætasköpun og minni atvinnusköpun. Tjónið fer vaxandi eftir því sem haftatímabilið lengist. Hluta skaðans er hægt að meta, t.d. óhagræði einstakra fyrirtækja og lífeyrissjóða sem ekki geta dreift áhættu í fjárfestingum sínum. Þetta birtist í lakari afkomu fyrirtækja og kemur fram síðar í minni lífeyri þeirra sem nú bera þjóðfélagið uppi með vinnu sinni. Fjárfestingar á Íslandi hafa verið í sögulegu lágmarki frá hruni. Gjaldeyrishöftin eru ein af meginástæðum þess að almennt traust ríkir ekki á íslensku efnahagslífi sem aftur leiðir til lítilla fjárfestinga. Vegna haftanna vaxa fjárfestingar ekki hér á landi og fjárfestingar sem hlutfall af landsframleiðslu eru hættulega lágar. Að óbreyttu er hætt við að við náum ekki að halda uppi framleiðslustigi hagkerfisins. Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar. Þótt flestir séu sammála um nauðsyn þess að aflétta þeim eru leiðir til þess vandfundnar. Höftunum verður ekki aflétt nema þjóðarbúinu takist að afla nægs gjaldeyris til að greiða erlendum kröfuhöfum bankanna og þeim aðilum sem þurfa gjaldeyri vegna skulda sinna í erlendri mynt. Ef ekki er til nægur gjaldeyrir hrynur krónan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna eru jú höftin – til þess að krónan hrynji ekki. Leiðin út úr höftunum er því miður vörðuð blóði, svita og tárum. Afla verður nægs gjaldeyris til þess að standa undir öllum skuldunum ásamt aukinni fjárfestingu, viðskiptajöfnuður við útlönd verður að vera jákvæður um margra ára skeið. Gjaldeyrissparandi aðgerðir verða að lúta þeirri kröfu að draga ekki úr framleiðni þjóðfélagsins því annars leiða þær til enn verri lífskjara. Tækifærin liggja í útflutningsgreinum sem skila mikilli framleiðni samhliða gjaldeyrinum. Slíkar greinar eru gjarnan þær sem eru afrakstur langs rannsóknar- og þróunarstarfs, t.d. vörur sem hafa verið þróaðar úr fiskslógi og virðast geta stóraukið verðmæti sjávarfangs. Núverandi ríkisstjórn hefur kosið að minnka framlög til rannsóknar- og þróunarstarfs, öfugt við Svíþjóð og Finnland sem gengu í gegnum kreppu í upphafi 9. áratugarins. Þessar þjóðir stórefldu rannsóknir og þróun og uppskáru ríkulega. Einnig hætti ríkisstjórnin viðræðum um aðild að Evrópusambandinu og eyðilagði þar með möguleika okkar til að ganga í efnahags- og myntsamstarf Evrópusambandsins sem hefði aukið stöðugleika krónunnar og auðveldað afnám haftanna. Gjaldeyrishöftin bjaga allt viðskiptaumhverfið. Því miður virðist þjóðin smám saman vera að laga sig að þessum óeðlilegu aðstæðum. Öll fjármálastjórn fyrirtækja, heimila, ríkissjóðs og lífeyrissjóða tekur mið af höftum. Sú staðreynd að við erum enn með höft er líka birtingarmynd þess að engin framtíðarsýn er á fyrirkomulag íslenskra peningamála. Að öllu óbreyttu mun ástandið aðeins versna.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar