Jafna sem ekki gengur upp Tryggvi Felixson skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Á vorþingi 2013 var samþykkt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun sem skipar hugmyndum um Norðlingaölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartangalóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverfisráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætlunar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út friðlandsmörkin. Þetta stöðvaði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“. Í skýringum við frumvarpið er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillögur um mannvirki hafa hægt og bítandi breyst frá því að vera mannvirki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsilegustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að friðlýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á vorþingi 2013 var samþykkt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun sem skipar hugmyndum um Norðlingaölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartangalóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverfisráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætlunar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út friðlandsmörkin. Þetta stöðvaði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“. Í skýringum við frumvarpið er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillögur um mannvirki hafa hægt og bítandi breyst frá því að vera mannvirki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsilegustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að friðlýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun