Orkulindir – enn einu sinni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2013 06:00 Óljóst tal, ofmat, rangar upplýsingar og/eða eitthvað annað veldur því að fjölmargir útlendingar halda að Ísland sé nærri ónumið orkubú handa meginlandi Evrópu. Ég ræddi við breska þingmenn fyrir nokkrum vikum sem héldu það, 38 breska landfræðinga skömmu síðar, þýskan fjárfesti og meira að segja íslenskan þingmann. Allir héldu að mikil orka biði umheimsins á Íslandi. Þetta er því ótrúlegri staðreynd þegar þess er gætt að miðað við tæknilega virkjanlegt afl til raforkuframleiðslu (hér og nú) er búið að virkja um 2.600-2.700 MW af 4.500-4.800 MW – og á þá eftir að leysa úr innlendum mótsögnum vegna ólíkrar afstöðu manna til umhverfisverndar ef verulega lengra er haldið frá núverandi stöðu. Sennilega eru fá óvirkjuð vatnsföll eftir og um sum jarðhitasvæði eru og verða deilur ef virkja á þau. Vissulega er gríðarlegan varma að finna undir Íslandi og mörgum öðrum löndum á 5-15 km dýpi (allt frá Íslandi til Kína og Ítalíu til Chile) en það er óleyst hvernig næst í eitthvað af orkunni.Misskilja raunveruleikann Allar þessar grunnupplýsingar eru til reiðu á mörgum stöðum og sérkennilegt að menn skuli tala opinberlega þannig að útlendingar misskilja raunveruleikann þegar kemur að orkugetu Íslands. Í þessum línum er hvergi vikið að sæstreng til Evrópu, ég bendi á það, og ekki heldur gert ráð fyrir að einhver álveranna hætti starfsemi. Upplýsingamiðlun um raunverulega óvirkjaða orku, sjálfur ramminn miðað við núverandi tæknistig, á auðvitað alls staðar erindi, óháð tilefninu, ef á annað borð er verið að ræða um orkubúið Ísland. Líka um umhverfisvæna orku almennt eða Ísland sem fyrirmynd annarra í nýtingu vistvænnar orku. Óljósir orkuvalkostir, t.d. stór vindorkubú eða sjávarfallavirkjanir, eru ekkert sennilegri hér til orkuútflutnings en í heimalöndum neytenda; Bretar fara varla að kaupa vindorkurafmagn frá Íslandi. Vistvæn orka snýst enn um sinn um jarðvarma og vatnsföll hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið í Bretlandi að umræðan snerist ekki eingöngu um hvað Íslendingar ætluðust fyrir í orkumálum heldur einnig hvernig Evrópubúar „hygðust hagnýta sér þá gríðarmiklu hreinu orku sem fyndist í norðrinu“ (lausleg þýðing mín). Varla getur hann átt við vatnsorku eða háhitavirkjanir á Íslandi. Varla gas- eða olíulindir norðan heimskautsbaugs sem, auk óvistvæns eðlis, má ekki vinna að neinu marki ef hindra á frekari aukningu loftmengunar. Hún er komin yfir öll ásættanleg mörk. Varla er átt við hugsanlegar vatnsvirkjanir í jakasetnum austur-grænlenskum fjörðum ef illa fer með rýrnun Grænlandsjökuls. Úranið á Grænlandi? Spyr sá sem ekki veit. Ég hvet alla sem ræða um orkumál á Íslandi að kynna sér orkutölur, opinberar orkuspár til 2050 og íslenskan raunveruleika ársins 2013. Þessi orð eru ekki sett fram sem óhófleg gagnrýni heldur áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Óljóst tal, ofmat, rangar upplýsingar og/eða eitthvað annað veldur því að fjölmargir útlendingar halda að Ísland sé nærri ónumið orkubú handa meginlandi Evrópu. Ég ræddi við breska þingmenn fyrir nokkrum vikum sem héldu það, 38 breska landfræðinga skömmu síðar, þýskan fjárfesti og meira að segja íslenskan þingmann. Allir héldu að mikil orka biði umheimsins á Íslandi. Þetta er því ótrúlegri staðreynd þegar þess er gætt að miðað við tæknilega virkjanlegt afl til raforkuframleiðslu (hér og nú) er búið að virkja um 2.600-2.700 MW af 4.500-4.800 MW – og á þá eftir að leysa úr innlendum mótsögnum vegna ólíkrar afstöðu manna til umhverfisverndar ef verulega lengra er haldið frá núverandi stöðu. Sennilega eru fá óvirkjuð vatnsföll eftir og um sum jarðhitasvæði eru og verða deilur ef virkja á þau. Vissulega er gríðarlegan varma að finna undir Íslandi og mörgum öðrum löndum á 5-15 km dýpi (allt frá Íslandi til Kína og Ítalíu til Chile) en það er óleyst hvernig næst í eitthvað af orkunni.Misskilja raunveruleikann Allar þessar grunnupplýsingar eru til reiðu á mörgum stöðum og sérkennilegt að menn skuli tala opinberlega þannig að útlendingar misskilja raunveruleikann þegar kemur að orkugetu Íslands. Í þessum línum er hvergi vikið að sæstreng til Evrópu, ég bendi á það, og ekki heldur gert ráð fyrir að einhver álveranna hætti starfsemi. Upplýsingamiðlun um raunverulega óvirkjaða orku, sjálfur ramminn miðað við núverandi tæknistig, á auðvitað alls staðar erindi, óháð tilefninu, ef á annað borð er verið að ræða um orkubúið Ísland. Líka um umhverfisvæna orku almennt eða Ísland sem fyrirmynd annarra í nýtingu vistvænnar orku. Óljósir orkuvalkostir, t.d. stór vindorkubú eða sjávarfallavirkjanir, eru ekkert sennilegri hér til orkuútflutnings en í heimalöndum neytenda; Bretar fara varla að kaupa vindorkurafmagn frá Íslandi. Vistvæn orka snýst enn um sinn um jarðvarma og vatnsföll hér á landi. Forseti Íslands sagði nýverið í Bretlandi að umræðan snerist ekki eingöngu um hvað Íslendingar ætluðust fyrir í orkumálum heldur einnig hvernig Evrópubúar „hygðust hagnýta sér þá gríðarmiklu hreinu orku sem fyndist í norðrinu“ (lausleg þýðing mín). Varla getur hann átt við vatnsorku eða háhitavirkjanir á Íslandi. Varla gas- eða olíulindir norðan heimskautsbaugs sem, auk óvistvæns eðlis, má ekki vinna að neinu marki ef hindra á frekari aukningu loftmengunar. Hún er komin yfir öll ásættanleg mörk. Varla er átt við hugsanlegar vatnsvirkjanir í jakasetnum austur-grænlenskum fjörðum ef illa fer með rýrnun Grænlandsjökuls. Úranið á Grænlandi? Spyr sá sem ekki veit. Ég hvet alla sem ræða um orkumál á Íslandi að kynna sér orkutölur, opinberar orkuspár til 2050 og íslenskan raunveruleika ársins 2013. Þessi orð eru ekki sett fram sem óhófleg gagnrýni heldur áskorun.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun