Breytendur í Kenýa Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 30. október 2013 07:00 Hér má sjá hópinn sem tók þátt í alþjóðaráðstefnunni í Kenýa. Ólöf Rún er fyrir miðju myndar. Ólöf Rún Benediktsdóttir er nýkomin heim frá Kenýa, en hún var þar á vegum samtakanna Changemaker International. Samtökin eru rekin af ungu fólki fyrir ungt fólk og vinnur með vandamál sem tengjast misskiptingu auðs í heiminum. Íslenski hluti samtakanna gengur einnig undir nafninu Breytendur.Changemaker hreyfingarnar Svokallaðar Changemaker hreyfingar eru sjö talsins. Sú upprunalega er í Noregi, en svo eru sambærilegar hreyfingar í Finnlandi, Hollandi, Ungverjalandi, Pakistan, Kenýa og á Íslandi. Árlega heldur ein þessara hreyfinga alþjóðafund og í ár var komið að Kenýa. Fundargestum var einnig boðið á ráðstefnu um hlýnun jarðar og virkjun ungs fólks eða „youth mobilization“, en það eru stærstu umfjöllunarefni Changemaker hreyfingarinnar þar í landi. „Það var mjög áhugavert að sjá hvernig tekið er á þessum málefnum þarna úti, en það er mikið unnið með landgræðslu og grænan landbúnað. Hreyfingarnar á Norðurlöndunum vinna aftur á móti meira með þrýstihópastarfsemi og vitundarvakningu,“ segir Ólöf.Verndun dýrategunda Hún segir auk þess mörg áhugaverð verkefni er varða dýra- og umhverfisvernd vera starfrækt í Kenýa. „Ég kynntist til dæmis konu sem er náttúrulífsfræðingur og vinnur við að rannsaka erfðaefni villtu dýranna í Kenýa með Kenya Wildlife Services. Hún sagði mér frá vettvangsferðum þar sem þau skjóta deifilyfjum í villt dýr til að svæfa þau, fara síðan að þeim og búa um sár, lækna sjúkdóma eða annað og sleppa þeim síðan aftur. Þetta er eitt ótal verkefna sem starfrækt eru í Kenýa til að vernda sjaldgæfar dýrategundir.“ótrúleg reynsla Ólöf Rún Benediktsdóttir var í Kenýa á vegum Changemaker International hreyfingarinnar. Hér er hún ásamt Redemptha William, frá Tansaníu.Menningarsjokk Hún segist hafa upplifað talsvert menningarsjokk við komuna. „Það er ótrúlegt að koma inn í samfélag þar sem vatnsklósett og varanlegar byggingar eru munaður. Stór hluti samfélagsins býr í hrörlegum bárujárnsskúrum sem varla væru notaðir sem verkfærakompur heima. Barir, bankar og lögreglustöðvar er allt rekið úr örsmáum kofum,“ útskýrir Ólöf og bætir við að Kenýabúar séu almennt heiðarlegir og hjálplegir. „Sumir geta orðið soldið ágengir í sölumennskunni en það venst fljótt, maður segir bara nei takk og brosir. Ég átti mjög skemmtilegan dag þegar ég labbaði inn í þorp sem heitir Kongoni og er við Navaisha vatnið í suðurhluta Kenýa. Um leið og ég kom inní þorpið kölluðu nokkrir ungir menn á mig „Mazungu“, sem þýðir hvítur maður á swahili, og spurðu mig hvert ég væri að fara. Ég sagði þeim að ég ætlaði að kíkja á barinn til að leita skjóls frá rigningunni sem var að byrja. Þá leiddu þeir mig að bárujárnsskúr, stugguðu geitunum frá hurðinni og þar var barinn! Þeir vildu selja mér far heim með svokölluðum Piki-piki, sem er mótorhjólataxi. Ég afþakkaði það pent, ég vildi frekar ganga heim og fylgjast með gíröffunum og sebrahestunum á leiðinni. Í staðinn bauð ég þeim upp á bjór. Þeir voru mjög ánægðir með það og sögðu mér ýmislegt um lífið í Kenya á bjagaðri ensku.“ Ólöf segist hafa lært margt um menningu Kenýa á ferðalagi sínu. „Kenýabúar eru margir hlynntir skipulögðum hjónaböndum, fjölkvæni er löglegt hér og kvenréttindi eru skammt á veg komin, þótt margt hafi unnist á síðustu árum. Hommar eru heldur ekki kúl.“Breytendur Íslenski hluti Changemaker hreyfingarinnar kallar sig Breytendur og áhugasömum er bent á heimasíðu hennar www.changemaker.is. Loftslagsmál Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Ólöf Rún Benediktsdóttir er nýkomin heim frá Kenýa, en hún var þar á vegum samtakanna Changemaker International. Samtökin eru rekin af ungu fólki fyrir ungt fólk og vinnur með vandamál sem tengjast misskiptingu auðs í heiminum. Íslenski hluti samtakanna gengur einnig undir nafninu Breytendur.Changemaker hreyfingarnar Svokallaðar Changemaker hreyfingar eru sjö talsins. Sú upprunalega er í Noregi, en svo eru sambærilegar hreyfingar í Finnlandi, Hollandi, Ungverjalandi, Pakistan, Kenýa og á Íslandi. Árlega heldur ein þessara hreyfinga alþjóðafund og í ár var komið að Kenýa. Fundargestum var einnig boðið á ráðstefnu um hlýnun jarðar og virkjun ungs fólks eða „youth mobilization“, en það eru stærstu umfjöllunarefni Changemaker hreyfingarinnar þar í landi. „Það var mjög áhugavert að sjá hvernig tekið er á þessum málefnum þarna úti, en það er mikið unnið með landgræðslu og grænan landbúnað. Hreyfingarnar á Norðurlöndunum vinna aftur á móti meira með þrýstihópastarfsemi og vitundarvakningu,“ segir Ólöf.Verndun dýrategunda Hún segir auk þess mörg áhugaverð verkefni er varða dýra- og umhverfisvernd vera starfrækt í Kenýa. „Ég kynntist til dæmis konu sem er náttúrulífsfræðingur og vinnur við að rannsaka erfðaefni villtu dýranna í Kenýa með Kenya Wildlife Services. Hún sagði mér frá vettvangsferðum þar sem þau skjóta deifilyfjum í villt dýr til að svæfa þau, fara síðan að þeim og búa um sár, lækna sjúkdóma eða annað og sleppa þeim síðan aftur. Þetta er eitt ótal verkefna sem starfrækt eru í Kenýa til að vernda sjaldgæfar dýrategundir.“ótrúleg reynsla Ólöf Rún Benediktsdóttir var í Kenýa á vegum Changemaker International hreyfingarinnar. Hér er hún ásamt Redemptha William, frá Tansaníu.Menningarsjokk Hún segist hafa upplifað talsvert menningarsjokk við komuna. „Það er ótrúlegt að koma inn í samfélag þar sem vatnsklósett og varanlegar byggingar eru munaður. Stór hluti samfélagsins býr í hrörlegum bárujárnsskúrum sem varla væru notaðir sem verkfærakompur heima. Barir, bankar og lögreglustöðvar er allt rekið úr örsmáum kofum,“ útskýrir Ólöf og bætir við að Kenýabúar séu almennt heiðarlegir og hjálplegir. „Sumir geta orðið soldið ágengir í sölumennskunni en það venst fljótt, maður segir bara nei takk og brosir. Ég átti mjög skemmtilegan dag þegar ég labbaði inn í þorp sem heitir Kongoni og er við Navaisha vatnið í suðurhluta Kenýa. Um leið og ég kom inní þorpið kölluðu nokkrir ungir menn á mig „Mazungu“, sem þýðir hvítur maður á swahili, og spurðu mig hvert ég væri að fara. Ég sagði þeim að ég ætlaði að kíkja á barinn til að leita skjóls frá rigningunni sem var að byrja. Þá leiddu þeir mig að bárujárnsskúr, stugguðu geitunum frá hurðinni og þar var barinn! Þeir vildu selja mér far heim með svokölluðum Piki-piki, sem er mótorhjólataxi. Ég afþakkaði það pent, ég vildi frekar ganga heim og fylgjast með gíröffunum og sebrahestunum á leiðinni. Í staðinn bauð ég þeim upp á bjór. Þeir voru mjög ánægðir með það og sögðu mér ýmislegt um lífið í Kenya á bjagaðri ensku.“ Ólöf segist hafa lært margt um menningu Kenýa á ferðalagi sínu. „Kenýabúar eru margir hlynntir skipulögðum hjónaböndum, fjölkvæni er löglegt hér og kvenréttindi eru skammt á veg komin, þótt margt hafi unnist á síðustu árum. Hommar eru heldur ekki kúl.“Breytendur Íslenski hluti Changemaker hreyfingarinnar kallar sig Breytendur og áhugasömum er bent á heimasíðu hennar www.changemaker.is.
Loftslagsmál Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira