Of auðvelt að taka meira Hildur Sverrisdóttir skrifar 30. október 2013 06:00 Ímyndum okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjármunum sínum til að leggja í sameiginlegan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljóslega ekki skilvirkt, en þannig yrði þó líklega borin meiri virðing fyrir því að útsvarið er peningar borgarbúa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykjavík í leyfilegu hámarki; 14,48% af því sem borgarbúar vinna sér inn. Útsvarsprósentu má aldrei líta á sem lögmál heldur á hún alltaf að vera til skoðunar með það að markmiði að borgarbúar haldi sem mestu eftir af tekjunum. Parkinson nokkur setti fram lögmál um að hvert verkefni sem unnið væri hjá hinu opinbera tæki þann tíma sem því væri úthlutað. Seinna setti Niskanen fram kenningar um að forsvarsmenn opinberra stofnana hefðu tilhneigingu til að þenja út umsvif þeirra, nema kjörnir fulltrúar settu þeim mörk. Með þetta til hliðsjónar má velta fyrir sér hvort það segi sig ekki sjálft að væri leyfilegt útsvar hærra, væri það áfram nýtt upp í topp. Ef það væri lægra, væri að sama skapi fundið út úr því. Undanfarin ár hefur aðhaldið verið fært frá borgarkerfinu yfir á borgarbúa með hærri álögum. Þegar unnið er með abstrakt tölur í Excel-skjölum tapast skynjunin á að við erum að tala um beinharðar og dýrmætar ráðstöfunartekjur borgarbúa. Þess vegna er líka alltof auðvelt að hækka útsvarið um prósentubrot. Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það. Þannig á nálgunin að vera. Það er lágmark að borgarfulltrúar muni – sérstaklega núna þegar borgarstjórn liggur yfir fjárhagsáætlun – að þeir þurfa að fara með útsvarstekjurnar eins og sérhver borgarbúi hafi gert sér ferð í Ráðhúsið og rétt þeim peningana sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjármunum sínum til að leggja í sameiginlegan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljóslega ekki skilvirkt, en þannig yrði þó líklega borin meiri virðing fyrir því að útsvarið er peningar borgarbúa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykjavík í leyfilegu hámarki; 14,48% af því sem borgarbúar vinna sér inn. Útsvarsprósentu má aldrei líta á sem lögmál heldur á hún alltaf að vera til skoðunar með það að markmiði að borgarbúar haldi sem mestu eftir af tekjunum. Parkinson nokkur setti fram lögmál um að hvert verkefni sem unnið væri hjá hinu opinbera tæki þann tíma sem því væri úthlutað. Seinna setti Niskanen fram kenningar um að forsvarsmenn opinberra stofnana hefðu tilhneigingu til að þenja út umsvif þeirra, nema kjörnir fulltrúar settu þeim mörk. Með þetta til hliðsjónar má velta fyrir sér hvort það segi sig ekki sjálft að væri leyfilegt útsvar hærra, væri það áfram nýtt upp í topp. Ef það væri lægra, væri að sama skapi fundið út úr því. Undanfarin ár hefur aðhaldið verið fært frá borgarkerfinu yfir á borgarbúa með hærri álögum. Þegar unnið er með abstrakt tölur í Excel-skjölum tapast skynjunin á að við erum að tala um beinharðar og dýrmætar ráðstöfunartekjur borgarbúa. Þess vegna er líka alltof auðvelt að hækka útsvarið um prósentubrot. Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það. Þannig á nálgunin að vera. Það er lágmark að borgarfulltrúar muni – sérstaklega núna þegar borgarstjórn liggur yfir fjárhagsáætlun – að þeir þurfa að fara með útsvarstekjurnar eins og sérhver borgarbúi hafi gert sér ferð í Ráðhúsið og rétt þeim peningana sína.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun