Of auðvelt að taka meira Hildur Sverrisdóttir skrifar 30. október 2013 06:00 Ímyndum okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjármunum sínum til að leggja í sameiginlegan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljóslega ekki skilvirkt, en þannig yrði þó líklega borin meiri virðing fyrir því að útsvarið er peningar borgarbúa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykjavík í leyfilegu hámarki; 14,48% af því sem borgarbúar vinna sér inn. Útsvarsprósentu má aldrei líta á sem lögmál heldur á hún alltaf að vera til skoðunar með það að markmiði að borgarbúar haldi sem mestu eftir af tekjunum. Parkinson nokkur setti fram lögmál um að hvert verkefni sem unnið væri hjá hinu opinbera tæki þann tíma sem því væri úthlutað. Seinna setti Niskanen fram kenningar um að forsvarsmenn opinberra stofnana hefðu tilhneigingu til að þenja út umsvif þeirra, nema kjörnir fulltrúar settu þeim mörk. Með þetta til hliðsjónar má velta fyrir sér hvort það segi sig ekki sjálft að væri leyfilegt útsvar hærra, væri það áfram nýtt upp í topp. Ef það væri lægra, væri að sama skapi fundið út úr því. Undanfarin ár hefur aðhaldið verið fært frá borgarkerfinu yfir á borgarbúa með hærri álögum. Þegar unnið er með abstrakt tölur í Excel-skjölum tapast skynjunin á að við erum að tala um beinharðar og dýrmætar ráðstöfunartekjur borgarbúa. Þess vegna er líka alltof auðvelt að hækka útsvarið um prósentubrot. Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það. Þannig á nálgunin að vera. Það er lágmark að borgarfulltrúar muni – sérstaklega núna þegar borgarstjórn liggur yfir fjárhagsáætlun – að þeir þurfa að fara með útsvarstekjurnar eins og sérhver borgarbúi hafi gert sér ferð í Ráðhúsið og rétt þeim peningana sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að þegar borgarstjórn biður Reykvíkinga um að taka af fjármunum sínum til að leggja í sameiginlegan sjóð eigi þeir að mæta í Ráðhúsið, standa í röð og rétta borgarfulltrúum peningaseðlana sína. Það væri augljóslega ekki skilvirkt, en þannig yrði þó líklega borin meiri virðing fyrir því að útsvarið er peningar borgarbúa sem þeir treysta að farið sé með eins vel og hægt er. Nú er útsvarið í Reykjavík í leyfilegu hámarki; 14,48% af því sem borgarbúar vinna sér inn. Útsvarsprósentu má aldrei líta á sem lögmál heldur á hún alltaf að vera til skoðunar með það að markmiði að borgarbúar haldi sem mestu eftir af tekjunum. Parkinson nokkur setti fram lögmál um að hvert verkefni sem unnið væri hjá hinu opinbera tæki þann tíma sem því væri úthlutað. Seinna setti Niskanen fram kenningar um að forsvarsmenn opinberra stofnana hefðu tilhneigingu til að þenja út umsvif þeirra, nema kjörnir fulltrúar settu þeim mörk. Með þetta til hliðsjónar má velta fyrir sér hvort það segi sig ekki sjálft að væri leyfilegt útsvar hærra, væri það áfram nýtt upp í topp. Ef það væri lægra, væri að sama skapi fundið út úr því. Undanfarin ár hefur aðhaldið verið fært frá borgarkerfinu yfir á borgarbúa með hærri álögum. Þegar unnið er með abstrakt tölur í Excel-skjölum tapast skynjunin á að við erum að tala um beinharðar og dýrmætar ráðstöfunartekjur borgarbúa. Þess vegna er líka alltof auðvelt að hækka útsvarið um prósentubrot. Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það. Þannig á nálgunin að vera. Það er lágmark að borgarfulltrúar muni – sérstaklega núna þegar borgarstjórn liggur yfir fjárhagsáætlun – að þeir þurfa að fara með útsvarstekjurnar eins og sérhver borgarbúi hafi gert sér ferð í Ráðhúsið og rétt þeim peningana sína.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun