Örlæti Ólafs Sóley Tómasdóttir skrifar 16. október 2013 08:51 Við Ólafur Stephensen erum sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Að sjálfsögðu. Flestum öðrum skoðunum Ólafs úr leiðara gærdagsins er ég ósammála. Fjárhagsaðstoð er ekki eina skylda sveitarfélaganna. Samfélagsleg ábyrgð þeirra felst meðal annars í að fjölga tækifærum fólks, veita grunnmenntun og hvatningu til frekara náms, bjóða upp á frístunda- og félagsstarf sem styrkir sjálfstraust, spennandi störf, virkni- og þátttökuverkefni í þeim tilgangi að stuðla að farsælu lífi allra íbúa. Raunverulegri virkni verður aldrei náð með skilyrðingum eða hótunum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á að tryggja að fólk sem ekki fær greiðslur annars staðar frá geti lifað mannsæmandi lífi. Það gerir hún því miður ekki í Reykjavík. Við vitum öll að 170 þúsund krónur á mánuði duga skammt fyrir einstakling í samfélagi nútímans. Það er upphæðin sem Sjálfstæðisflokknum þykir ofrausn. Fjárhagsaðstoðin er ekki greidd út sem laun. Það er ekki ætlast til neins á móti. Og þannig á það að vera. Það á einmitt að vera sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð ef aðrir möguleikar eru ekki í boði. Aðstæður fólks sem fær greidda fjárhagsaðstoð eru margvíslegar og ástæðurnar sömuleiðis en ég efast ekki um að hvert og eitt þeirra myndi vilja afla sér tekna með öðrum hætti. Lægstu laun í samfélaginu eru of lág. Þau eru í mörgum tilfellum greidd fyrir erfiða vinnu og duga varla til framfærslu. Það er óþolandi – en tengist fjárhagsaðstoðinni nákvæmlega ekki neitt. Hún á eftir sem áður að duga fyrir framfærslu. Fjárhagsaðstoð snýst ekki um örlæti. Hún snýst um samfélagslega ábyrgð í velferðarsamfélagi og gegnir þar mikilvægu hlutverki, sérstaklega þar sem misskiptingin vex og tækifærin eru ójöfn. Hana á að greiða þegar allt annað hefur verið fullreynt. Hún á að vera fyrir okkur öll, rétt eins og heilbrigðis- og menntakerfið. Ef við viljum lækka útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar eigum við að vinna gegn misskiptingu og jafna tækifæri fólks til menntunar, vinnu og heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við Ólafur Stephensen erum sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Að sjálfsögðu. Flestum öðrum skoðunum Ólafs úr leiðara gærdagsins er ég ósammála. Fjárhagsaðstoð er ekki eina skylda sveitarfélaganna. Samfélagsleg ábyrgð þeirra felst meðal annars í að fjölga tækifærum fólks, veita grunnmenntun og hvatningu til frekara náms, bjóða upp á frístunda- og félagsstarf sem styrkir sjálfstraust, spennandi störf, virkni- og þátttökuverkefni í þeim tilgangi að stuðla að farsælu lífi allra íbúa. Raunverulegri virkni verður aldrei náð með skilyrðingum eða hótunum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á að tryggja að fólk sem ekki fær greiðslur annars staðar frá geti lifað mannsæmandi lífi. Það gerir hún því miður ekki í Reykjavík. Við vitum öll að 170 þúsund krónur á mánuði duga skammt fyrir einstakling í samfélagi nútímans. Það er upphæðin sem Sjálfstæðisflokknum þykir ofrausn. Fjárhagsaðstoðin er ekki greidd út sem laun. Það er ekki ætlast til neins á móti. Og þannig á það að vera. Það á einmitt að vera sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð ef aðrir möguleikar eru ekki í boði. Aðstæður fólks sem fær greidda fjárhagsaðstoð eru margvíslegar og ástæðurnar sömuleiðis en ég efast ekki um að hvert og eitt þeirra myndi vilja afla sér tekna með öðrum hætti. Lægstu laun í samfélaginu eru of lág. Þau eru í mörgum tilfellum greidd fyrir erfiða vinnu og duga varla til framfærslu. Það er óþolandi – en tengist fjárhagsaðstoðinni nákvæmlega ekki neitt. Hún á eftir sem áður að duga fyrir framfærslu. Fjárhagsaðstoð snýst ekki um örlæti. Hún snýst um samfélagslega ábyrgð í velferðarsamfélagi og gegnir þar mikilvægu hlutverki, sérstaklega þar sem misskiptingin vex og tækifærin eru ójöfn. Hana á að greiða þegar allt annað hefur verið fullreynt. Hún á að vera fyrir okkur öll, rétt eins og heilbrigðis- og menntakerfið. Ef við viljum lækka útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar eigum við að vinna gegn misskiptingu og jafna tækifæri fólks til menntunar, vinnu og heilsu.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar