Örlæti Ólafs Sóley Tómasdóttir skrifar 16. október 2013 08:51 Við Ólafur Stephensen erum sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Að sjálfsögðu. Flestum öðrum skoðunum Ólafs úr leiðara gærdagsins er ég ósammála. Fjárhagsaðstoð er ekki eina skylda sveitarfélaganna. Samfélagsleg ábyrgð þeirra felst meðal annars í að fjölga tækifærum fólks, veita grunnmenntun og hvatningu til frekara náms, bjóða upp á frístunda- og félagsstarf sem styrkir sjálfstraust, spennandi störf, virkni- og þátttökuverkefni í þeim tilgangi að stuðla að farsælu lífi allra íbúa. Raunverulegri virkni verður aldrei náð með skilyrðingum eða hótunum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á að tryggja að fólk sem ekki fær greiðslur annars staðar frá geti lifað mannsæmandi lífi. Það gerir hún því miður ekki í Reykjavík. Við vitum öll að 170 þúsund krónur á mánuði duga skammt fyrir einstakling í samfélagi nútímans. Það er upphæðin sem Sjálfstæðisflokknum þykir ofrausn. Fjárhagsaðstoðin er ekki greidd út sem laun. Það er ekki ætlast til neins á móti. Og þannig á það að vera. Það á einmitt að vera sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð ef aðrir möguleikar eru ekki í boði. Aðstæður fólks sem fær greidda fjárhagsaðstoð eru margvíslegar og ástæðurnar sömuleiðis en ég efast ekki um að hvert og eitt þeirra myndi vilja afla sér tekna með öðrum hætti. Lægstu laun í samfélaginu eru of lág. Þau eru í mörgum tilfellum greidd fyrir erfiða vinnu og duga varla til framfærslu. Það er óþolandi – en tengist fjárhagsaðstoðinni nákvæmlega ekki neitt. Hún á eftir sem áður að duga fyrir framfærslu. Fjárhagsaðstoð snýst ekki um örlæti. Hún snýst um samfélagslega ábyrgð í velferðarsamfélagi og gegnir þar mikilvægu hlutverki, sérstaklega þar sem misskiptingin vex og tækifærin eru ójöfn. Hana á að greiða þegar allt annað hefur verið fullreynt. Hún á að vera fyrir okkur öll, rétt eins og heilbrigðis- og menntakerfið. Ef við viljum lækka útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar eigum við að vinna gegn misskiptingu og jafna tækifæri fólks til menntunar, vinnu og heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við Ólafur Stephensen erum sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Að sjálfsögðu. Flestum öðrum skoðunum Ólafs úr leiðara gærdagsins er ég ósammála. Fjárhagsaðstoð er ekki eina skylda sveitarfélaganna. Samfélagsleg ábyrgð þeirra felst meðal annars í að fjölga tækifærum fólks, veita grunnmenntun og hvatningu til frekara náms, bjóða upp á frístunda- og félagsstarf sem styrkir sjálfstraust, spennandi störf, virkni- og þátttökuverkefni í þeim tilgangi að stuðla að farsælu lífi allra íbúa. Raunverulegri virkni verður aldrei náð með skilyrðingum eða hótunum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á að tryggja að fólk sem ekki fær greiðslur annars staðar frá geti lifað mannsæmandi lífi. Það gerir hún því miður ekki í Reykjavík. Við vitum öll að 170 þúsund krónur á mánuði duga skammt fyrir einstakling í samfélagi nútímans. Það er upphæðin sem Sjálfstæðisflokknum þykir ofrausn. Fjárhagsaðstoðin er ekki greidd út sem laun. Það er ekki ætlast til neins á móti. Og þannig á það að vera. Það á einmitt að vera sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð ef aðrir möguleikar eru ekki í boði. Aðstæður fólks sem fær greidda fjárhagsaðstoð eru margvíslegar og ástæðurnar sömuleiðis en ég efast ekki um að hvert og eitt þeirra myndi vilja afla sér tekna með öðrum hætti. Lægstu laun í samfélaginu eru of lág. Þau eru í mörgum tilfellum greidd fyrir erfiða vinnu og duga varla til framfærslu. Það er óþolandi – en tengist fjárhagsaðstoðinni nákvæmlega ekki neitt. Hún á eftir sem áður að duga fyrir framfærslu. Fjárhagsaðstoð snýst ekki um örlæti. Hún snýst um samfélagslega ábyrgð í velferðarsamfélagi og gegnir þar mikilvægu hlutverki, sérstaklega þar sem misskiptingin vex og tækifærin eru ójöfn. Hana á að greiða þegar allt annað hefur verið fullreynt. Hún á að vera fyrir okkur öll, rétt eins og heilbrigðis- og menntakerfið. Ef við viljum lækka útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar eigum við að vinna gegn misskiptingu og jafna tækifæri fólks til menntunar, vinnu og heilsu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar