Þrír fílar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. september 2013 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins sl. laugardag (14.9) ræðir Ólafur Stephensen um vanda Landspítalans og hvernig hann hljóti og verði að blasa við Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra. Margt hefur verið rætt og skrifað um vanda spítalans, einkum lyflækningasviðs, undanfarnar vikur og mánuði. Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir. Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu. Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.Stærsti fíllinn En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði. Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins sl. laugardag (14.9) ræðir Ólafur Stephensen um vanda Landspítalans og hvernig hann hljóti og verði að blasa við Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra. Margt hefur verið rætt og skrifað um vanda spítalans, einkum lyflækningasviðs, undanfarnar vikur og mánuði. Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir. Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu. Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.Stærsti fíllinn En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði. Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun