Flóttafólk og aðrir hælisleitendur Toshiki Toma skrifar 12. september 2013 06:00 Ríkisstjórnin er búin að samþykkja tillögu um móttöku flóttamanna næstu tvö árin. Fréttir herma að konum sem eru í hættu í Afganistan og samkynhneigðum frá Íran eða Afganistan muni boðið nýtt líf hérlendis. Þetta er tvímælalaust góð ákvörðun hjá ríkistjórninni og gott framtak íslensku þjóðarinnar. Mig langar að fagna þessum fréttum og klappa fyrir fólkinu sem átt hefur frumkvæði að málinu. En stundum virðist mér sem „flóttafólk“ skiptist í tvennt: annars vegar eru „góðir flóttamenn“ sem ríkistjórnir bjóða til Íslands og hins vegar eru „vondir flóttamenn“ sem venjulega eru kallaðir „hælisleitendur“. Það virðist sem síðarnefndi hópurinn hafi á sér neikvæðara orð í samfélaginu. En flóttamenn, sem koma hingað gegnum kerfi Sameinuðu þjóðanna, og hælisleitendur, sem lenda á Íslandi, eru „flóttamenn“ sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt af illviðráðanlegum ástæðum. Þeir voru leiddir í annan veg af ástæðum eða örlögum sem þeir oftast réðu ekki við. Ég þekki nokkra hælisleitendur á Íslandi sem ég get kallað vini mína. Mig langar að nefna sérstaklega hælisleitendur sem eru búnir að eyða mörgum árum á Íslandi. Þeir verða að endurnýja tíma-og réttindabundið leyfi árlega og eru samt ekki enn þá í sjúkratryggingakerfinu, þar sem þeir mega ekki eiga lögheimili. Því hafa þeir ekki aðgang að velferðarþjónustunni. Tíu ár, átta ár eða sex ár eru fjöldi ára sem ég get nefnt núna. Samkynhneigð manneskja er líka á meðal þeirra sem og kona. Hvað ætlar ríkisstjórnin sér að gera fyrir þessa einstaklinga? Það hlýtur að vera einhver hindrun sem kemur í veg fyrir að niðurstaða komist í mál þessara einstaklinga en þeir segjast engu að síður ekki vita hver sú hindrun er. Konan í þessum hópi sagði við mig um daginn: „Margt flóttafólk sem kom til Íslands eftir komu mína er núna með dvalarleyfi. Í hreinskilni sagt verð ég þung í brjósti og döpur við þá staðreynd. Ég er hrædd um að ég verði skilin ein eftir,“ sagði hún og grét. Kæra fólk sem starfar í stjórnvaldsgeiranum. Mig langar til að vekja athygli ykkar á þessum hælisleitendum og biðja ykkur innilega um að sýna þeim mannlegan skilning eins og þið hafið sýnt við móttöku nýrra og væntanlegra flóttamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að samþykkja tillögu um móttöku flóttamanna næstu tvö árin. Fréttir herma að konum sem eru í hættu í Afganistan og samkynhneigðum frá Íran eða Afganistan muni boðið nýtt líf hérlendis. Þetta er tvímælalaust góð ákvörðun hjá ríkistjórninni og gott framtak íslensku þjóðarinnar. Mig langar að fagna þessum fréttum og klappa fyrir fólkinu sem átt hefur frumkvæði að málinu. En stundum virðist mér sem „flóttafólk“ skiptist í tvennt: annars vegar eru „góðir flóttamenn“ sem ríkistjórnir bjóða til Íslands og hins vegar eru „vondir flóttamenn“ sem venjulega eru kallaðir „hælisleitendur“. Það virðist sem síðarnefndi hópurinn hafi á sér neikvæðara orð í samfélaginu. En flóttamenn, sem koma hingað gegnum kerfi Sameinuðu þjóðanna, og hælisleitendur, sem lenda á Íslandi, eru „flóttamenn“ sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt af illviðráðanlegum ástæðum. Þeir voru leiddir í annan veg af ástæðum eða örlögum sem þeir oftast réðu ekki við. Ég þekki nokkra hælisleitendur á Íslandi sem ég get kallað vini mína. Mig langar að nefna sérstaklega hælisleitendur sem eru búnir að eyða mörgum árum á Íslandi. Þeir verða að endurnýja tíma-og réttindabundið leyfi árlega og eru samt ekki enn þá í sjúkratryggingakerfinu, þar sem þeir mega ekki eiga lögheimili. Því hafa þeir ekki aðgang að velferðarþjónustunni. Tíu ár, átta ár eða sex ár eru fjöldi ára sem ég get nefnt núna. Samkynhneigð manneskja er líka á meðal þeirra sem og kona. Hvað ætlar ríkisstjórnin sér að gera fyrir þessa einstaklinga? Það hlýtur að vera einhver hindrun sem kemur í veg fyrir að niðurstaða komist í mál þessara einstaklinga en þeir segjast engu að síður ekki vita hver sú hindrun er. Konan í þessum hópi sagði við mig um daginn: „Margt flóttafólk sem kom til Íslands eftir komu mína er núna með dvalarleyfi. Í hreinskilni sagt verð ég þung í brjósti og döpur við þá staðreynd. Ég er hrædd um að ég verði skilin ein eftir,“ sagði hún og grét. Kæra fólk sem starfar í stjórnvaldsgeiranum. Mig langar til að vekja athygli ykkar á þessum hælisleitendum og biðja ykkur innilega um að sýna þeim mannlegan skilning eins og þið hafið sýnt við móttöku nýrra og væntanlegra flóttamanna.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun