Af gæðum grunnskólans Jón Páll Haraldsson skrifar 3. september 2013 06:00 Um þessar mundir er íslenski grunnskólinn settur og nemendur streyma í skólann. Það er mér mikið tilhlökkunarefni því það er gaman að vinna með íslenskum ungmennum og ekki síður að vinna gott starf með metnaðarfullu starfsfólki skólanna. Undanfarin misseri hafa margir leitast við að draga upp mynd af íslenska grunnskólanum sem dýrri og frekar duglausri stofnun. Nú síðast eru það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu um þjóðarhag og hinn annars ágæti pistlahöfundur Pavel Bartoszek. Mér sýnist við Pavel deila áhuga á skólamálum og báðir viljum við horfa á alþjóðlegt samhengi til að meta árangurinn. Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel. Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum. Kostnaðurinn við grunnskólann Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi. Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs. Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði. Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa. Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó. Námsárangur Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma. Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er íslenski grunnskólinn settur og nemendur streyma í skólann. Það er mér mikið tilhlökkunarefni því það er gaman að vinna með íslenskum ungmennum og ekki síður að vinna gott starf með metnaðarfullu starfsfólki skólanna. Undanfarin misseri hafa margir leitast við að draga upp mynd af íslenska grunnskólanum sem dýrri og frekar duglausri stofnun. Nú síðast eru það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu um þjóðarhag og hinn annars ágæti pistlahöfundur Pavel Bartoszek. Mér sýnist við Pavel deila áhuga á skólamálum og báðir viljum við horfa á alþjóðlegt samhengi til að meta árangurinn. Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel. Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum. Kostnaðurinn við grunnskólann Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi. Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs. Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði. Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa. Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó. Námsárangur Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma. Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi.
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar