Ljúkum aðildarviðræðum Margrét Kristmannsdóttir og Svana Helen Björnsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 12:00 Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að fyrirtækin geti blómstrað og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Aðeins þannig geta fyrirtæki landsins boðið fólki vel launuð og eftirsóknarverð störf. Til að svo megi verða þarf að ríkja stöðugleiki, lágt vaxtastig og frelsi í fjármagnsflutningum. Við þurfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum og ekki má heldur gleyma að fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk – og er þá fátt eitt talið. Íslenskt atvinnulíf hefur búið við lítið af þessu undanfarin ár. Öllu alvarlegra er þó að fátt er í spilunum sem styður það að íslenskum fyrirtækjum muni standa til boða það rekstrarumhverfi sem talið er sjálfsagt í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að girða sig í brók því ekki er nóg að segja í hátíðarræðum að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað, að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu og verðmætasköpun þegar búið er þannig að atvinnulífinu að hvatann og arðsemina skortir. Fyrir okkur sem sinnum hagsmunagæslu fyrir íslensk fyrirtæki er fátt sárgrætilegra en að horfa á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi. Fyrirtækjum sem hafa gefist upp á íslenskum aðstæðum, aðstæðum sem íslensk stjórnvöld lofa einatt að snúa til betri vegar en án efnda. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir margvíslegum vandamálum sem mörg eiga upptök sín í hruninu 2008 og samkvæmt mælingum fara lífskjör hér á landi versnandi. Sú staðreynd hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll. Margir telja að aðild að ESB sé lausn á mörgum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og aðildarviðræður séu liður í leit að lausn á margháttuðum efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir heittrúuðustu telja aðild lausn á flestum okkar vanda en aðrir sjá djöfla í hverju horni þegar minnst er á Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða aðildarviðræður til lykta og fá að kjósa um aðildarsamning þegar þar að kemur. Ljóst er að íslensk stjórnvöld geta ekki að óbreyttu, ein og óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil. Viðræðurnar við ESB eru því mikilvægur liður í því að tryggja farsæla lausn þessa mikla vanda. Það er málskilningur flestra Íslendinga sem lesið hafa stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það sé stefna hennar að spyrja þjóðina af því hvort að halda beri viðræðum við ESB áfram. Að minnsta kosti var það skýrt loforð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðina yrði spurð um framhald viðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við ESB – ekki síst á meðan hún hefur ekki komið fram með neinar útfærslur á því hvernig hún sjálf ætlar að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Hver verður peningastefnan – verður íslenska krónan framtíðargjaldmiðill okkar – í höftum að hluta eða til frambúðar? Hvernig náum við niður vaxtastiginu sem nauðsynlegt er til að örva fjárfestingu og skiptir skuldsett heimili ekki síður máli? Hvernig tryggjum við lægra vöru- og matvælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila. Stjórnvöld verða að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga í þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra. Ljúkum aðildarviðræðum og metum samninginn þegar hann liggur fyrir ásamt fullmótuðum lausnum sem ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt á borðið. Við erum einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta sé skynsamleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að fyrirtækin geti blómstrað og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Aðeins þannig geta fyrirtæki landsins boðið fólki vel launuð og eftirsóknarverð störf. Til að svo megi verða þarf að ríkja stöðugleiki, lágt vaxtastig og frelsi í fjármagnsflutningum. Við þurfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum og ekki má heldur gleyma að fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk – og er þá fátt eitt talið. Íslenskt atvinnulíf hefur búið við lítið af þessu undanfarin ár. Öllu alvarlegra er þó að fátt er í spilunum sem styður það að íslenskum fyrirtækjum muni standa til boða það rekstrarumhverfi sem talið er sjálfsagt í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að girða sig í brók því ekki er nóg að segja í hátíðarræðum að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað, að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu og verðmætasköpun þegar búið er þannig að atvinnulífinu að hvatann og arðsemina skortir. Fyrir okkur sem sinnum hagsmunagæslu fyrir íslensk fyrirtæki er fátt sárgrætilegra en að horfa á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi. Fyrirtækjum sem hafa gefist upp á íslenskum aðstæðum, aðstæðum sem íslensk stjórnvöld lofa einatt að snúa til betri vegar en án efnda. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir margvíslegum vandamálum sem mörg eiga upptök sín í hruninu 2008 og samkvæmt mælingum fara lífskjör hér á landi versnandi. Sú staðreynd hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll. Margir telja að aðild að ESB sé lausn á mörgum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og aðildarviðræður séu liður í leit að lausn á margháttuðum efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir heittrúuðustu telja aðild lausn á flestum okkar vanda en aðrir sjá djöfla í hverju horni þegar minnst er á Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða aðildarviðræður til lykta og fá að kjósa um aðildarsamning þegar þar að kemur. Ljóst er að íslensk stjórnvöld geta ekki að óbreyttu, ein og óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil. Viðræðurnar við ESB eru því mikilvægur liður í því að tryggja farsæla lausn þessa mikla vanda. Það er málskilningur flestra Íslendinga sem lesið hafa stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það sé stefna hennar að spyrja þjóðina af því hvort að halda beri viðræðum við ESB áfram. Að minnsta kosti var það skýrt loforð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðina yrði spurð um framhald viðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við ESB – ekki síst á meðan hún hefur ekki komið fram með neinar útfærslur á því hvernig hún sjálf ætlar að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Hver verður peningastefnan – verður íslenska krónan framtíðargjaldmiðill okkar – í höftum að hluta eða til frambúðar? Hvernig náum við niður vaxtastiginu sem nauðsynlegt er til að örva fjárfestingu og skiptir skuldsett heimili ekki síður máli? Hvernig tryggjum við lægra vöru- og matvælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila. Stjórnvöld verða að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga í þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra. Ljúkum aðildarviðræðum og metum samninginn þegar hann liggur fyrir ásamt fullmótuðum lausnum sem ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt á borðið. Við erum einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta sé skynsamleg.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun