Af velferð þjóða Þröstur Ólafsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Hagfræðingar og aðrir áhugamenn um hagi þjóða hafa löngum velt því fyrir sér hver skýringin sé á því hve misvel þjóðum gengur að verða bjargálna og tryggja velferð sína. Engin einhlít útskýring hefur fundist og ekki eru líkur á að hægt verði að finna einhlítt svar við því í bráð. Hugmyndir þjóða um hlutverk sitt og hæfni, söguleg reynsla þeirra og hugmyndafræðilegt harðlífi, ásamt hæfni forystumanna þeirra á hverjum tíma, vefa þann þráð sem leiðir ýmist til örbirgðar eða velferðar. Þjóðir vefa sér sjálfar sína eigin værðarvoð. Sumar eru forsjálar og framsýnar; aðrar sigla úr einum pyttinum í annan. Hér verður ekki gerð tilraun til að finna töfralykil að velferð þjóða. Það er hins vegar þess virði að skoða þá tíma sem okkur eru næstir og bera saman mismunandi hagstjórnaraðferðir nokkurra þjóða fyrir hrun og sjá hvernig þjóðunum hefur vegnað. Hér eru eingöngu skoðaðar þjóðir í nágrenni við okkur. Allt eru þetta þroskaðar lýðræðisþjóðir með þróaða hagsögu að baki. Rínverski kapítalisminn Það fer ekki á milli mála að Þýskaland er það land á Vesturlöndum sem best hefur komið út úr hruninu. Segja má að það standi uppi sem sigurvegari þess tímabils. Ef ræða Obamas í Berlín er skoðuð í kjölinn gaf hann í skyn að Þýskaland væri á eftir Bandaríkjunum og Kína þriðja mikilvægasta land heims. Hvað skyldi það nú vera sem breytt hefur stöðu þess lands svo kirfilega á skömmum tíma? Ekki er það hernaðarmátturinn. Her Þýskalands er ekki nema í besta falli þriðja flokks. Hernaðar- og árásarhyggja þjóðernissinnaðra Þjóðverja var jörðuð 1945. Það er efnahagslegur árangur þeirra og staða innan evrusvæðisins sem gert hefur þá svo áhrifaríka. Við stofnun þýska sambandsríkisins var farin sú útfærsla kapítalísks hagkerfis sem fékk nafngiftina félagslega markaðskerfið (Soziale Markwirtschaft). Þar voru meginþættir virk markaðssamkeppni og félagslegt jafnvægi, barátta gegn hringamyndun, þátttaka verkalýðsfélaga í stjórnun fyrirtækja og samvinna ríkisvalds, atvinnuveitenda og verkalýðshreyfingar við lausn meiriháttar samfélagsvanda. Pólitíkin miðlaði samtakahugsun til samfélagsins í stað átakahugsunar. Þótt ýmislegt hafi breyst með árunum var þetta og er enn grundvöllur þýsks samfélags. Samráð um að deila byrðum Þetta var veganestið sem gerði Þjóðverjum kleift að gera mikilsvægar breytingar á innviðum rínverska kapítalismans þegar síðasta kreppa reið yfir 2008. Róttækar áherslubreytingar voru gerðar á menntun og áhrifastöðu fagfólks í iðnaði og víðfræg fjölskyldufyrirtæki létu ekki, að neinu marki, lokka sig í svikulan faðm frjálshyggjunnar. Þá var gerður mikill uppskurður á háum launatengdum gjöldum fyrirtækja og margar sársaukafullar endurbætur knúnar í gegn í miklum samfélagslegum mótvindi. En aðalatriðið var að ábyrgðin á þjóðarsamstöðu var í höndum kanslarans, sem átti reglulega fundi með forystu verkalýðs, atvinnurekenda og fjármálafyrirtækja og náði sameiginlegri niðurstöðu um að allir yrðu að fórna einhverju. Þýskalandi tókst að komast út úr erfiðustu kreppu eftirstríðsáranna og beitti hvorki afreglun né skattalækkun til stórríkra í anda nýfrjálshyggjunnar, hvað þá harðlífi nýklassískrar hagfræði. Leiðarljós stjórnmálanna var og er praktískt, frjótt og reglubundið samráð stærstu hagsmunasamtaka með ríkisvaldinu. Hagstjórnarfyrirmyndir annarra Leiðarljós annarra vestrænna þjóða fyrir og eftir hrun var með öðrum hætti. Bretar t.d. héldu og lögðu áherslu á að hagkerfi framtíðarinnar væri þjónustuhagkerfi þar sem óheftur fjármálageirinn væri kjarninn. Iðnaðurinn flúði til Kína og fjármálageirinn hrundi. Bandaríkjamenn treystu því að óhemju mikil aukning á skuldsetningu (lántöku) einkaaðila myndi skapa mikla eftirspurn í hagkerfinu og þar með hagvöxt og velferð til frambúðar. Frakkar héldu fast við sterkt ríkisstýrt samfélag og hagkerfi, sem leiða átti til friðar meðal stétta og afkastamikils atvinnulífs. Þetta leiddi til stöðnunar og aukinna ríkisskulda. Skandinavískar þjóðir trúðu því hins vegar að hægt væri að hvetja einkaframtak og ábyrgðartilfinningu einstaklinga með því að útvíkka skattlagningu ríkisins til flestra sviða. Hér er ekki staður til að fara í nákvæmari samanburð fyrrnefndra hagstjórnarleiðarljósa. Eflaust hafa þær sitthvað til síns ágætis. Hitt fer ekki á milli mála að þýska módelið hefur skilað því landi sterkara og öflugra út úr kreppunni en nokkurt annað vestrænt land getur státað sig af. Hérlendis mun framhald heiftúðugra átakastjórnmála í bland við sérhagsmunagæslu ekki vísa okkur áfram veginn til samfélagslegrar velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðingar og aðrir áhugamenn um hagi þjóða hafa löngum velt því fyrir sér hver skýringin sé á því hve misvel þjóðum gengur að verða bjargálna og tryggja velferð sína. Engin einhlít útskýring hefur fundist og ekki eru líkur á að hægt verði að finna einhlítt svar við því í bráð. Hugmyndir þjóða um hlutverk sitt og hæfni, söguleg reynsla þeirra og hugmyndafræðilegt harðlífi, ásamt hæfni forystumanna þeirra á hverjum tíma, vefa þann þráð sem leiðir ýmist til örbirgðar eða velferðar. Þjóðir vefa sér sjálfar sína eigin værðarvoð. Sumar eru forsjálar og framsýnar; aðrar sigla úr einum pyttinum í annan. Hér verður ekki gerð tilraun til að finna töfralykil að velferð þjóða. Það er hins vegar þess virði að skoða þá tíma sem okkur eru næstir og bera saman mismunandi hagstjórnaraðferðir nokkurra þjóða fyrir hrun og sjá hvernig þjóðunum hefur vegnað. Hér eru eingöngu skoðaðar þjóðir í nágrenni við okkur. Allt eru þetta þroskaðar lýðræðisþjóðir með þróaða hagsögu að baki. Rínverski kapítalisminn Það fer ekki á milli mála að Þýskaland er það land á Vesturlöndum sem best hefur komið út úr hruninu. Segja má að það standi uppi sem sigurvegari þess tímabils. Ef ræða Obamas í Berlín er skoðuð í kjölinn gaf hann í skyn að Þýskaland væri á eftir Bandaríkjunum og Kína þriðja mikilvægasta land heims. Hvað skyldi það nú vera sem breytt hefur stöðu þess lands svo kirfilega á skömmum tíma? Ekki er það hernaðarmátturinn. Her Þýskalands er ekki nema í besta falli þriðja flokks. Hernaðar- og árásarhyggja þjóðernissinnaðra Þjóðverja var jörðuð 1945. Það er efnahagslegur árangur þeirra og staða innan evrusvæðisins sem gert hefur þá svo áhrifaríka. Við stofnun þýska sambandsríkisins var farin sú útfærsla kapítalísks hagkerfis sem fékk nafngiftina félagslega markaðskerfið (Soziale Markwirtschaft). Þar voru meginþættir virk markaðssamkeppni og félagslegt jafnvægi, barátta gegn hringamyndun, þátttaka verkalýðsfélaga í stjórnun fyrirtækja og samvinna ríkisvalds, atvinnuveitenda og verkalýðshreyfingar við lausn meiriháttar samfélagsvanda. Pólitíkin miðlaði samtakahugsun til samfélagsins í stað átakahugsunar. Þótt ýmislegt hafi breyst með árunum var þetta og er enn grundvöllur þýsks samfélags. Samráð um að deila byrðum Þetta var veganestið sem gerði Þjóðverjum kleift að gera mikilsvægar breytingar á innviðum rínverska kapítalismans þegar síðasta kreppa reið yfir 2008. Róttækar áherslubreytingar voru gerðar á menntun og áhrifastöðu fagfólks í iðnaði og víðfræg fjölskyldufyrirtæki létu ekki, að neinu marki, lokka sig í svikulan faðm frjálshyggjunnar. Þá var gerður mikill uppskurður á háum launatengdum gjöldum fyrirtækja og margar sársaukafullar endurbætur knúnar í gegn í miklum samfélagslegum mótvindi. En aðalatriðið var að ábyrgðin á þjóðarsamstöðu var í höndum kanslarans, sem átti reglulega fundi með forystu verkalýðs, atvinnurekenda og fjármálafyrirtækja og náði sameiginlegri niðurstöðu um að allir yrðu að fórna einhverju. Þýskalandi tókst að komast út úr erfiðustu kreppu eftirstríðsáranna og beitti hvorki afreglun né skattalækkun til stórríkra í anda nýfrjálshyggjunnar, hvað þá harðlífi nýklassískrar hagfræði. Leiðarljós stjórnmálanna var og er praktískt, frjótt og reglubundið samráð stærstu hagsmunasamtaka með ríkisvaldinu. Hagstjórnarfyrirmyndir annarra Leiðarljós annarra vestrænna þjóða fyrir og eftir hrun var með öðrum hætti. Bretar t.d. héldu og lögðu áherslu á að hagkerfi framtíðarinnar væri þjónustuhagkerfi þar sem óheftur fjármálageirinn væri kjarninn. Iðnaðurinn flúði til Kína og fjármálageirinn hrundi. Bandaríkjamenn treystu því að óhemju mikil aukning á skuldsetningu (lántöku) einkaaðila myndi skapa mikla eftirspurn í hagkerfinu og þar með hagvöxt og velferð til frambúðar. Frakkar héldu fast við sterkt ríkisstýrt samfélag og hagkerfi, sem leiða átti til friðar meðal stétta og afkastamikils atvinnulífs. Þetta leiddi til stöðnunar og aukinna ríkisskulda. Skandinavískar þjóðir trúðu því hins vegar að hægt væri að hvetja einkaframtak og ábyrgðartilfinningu einstaklinga með því að útvíkka skattlagningu ríkisins til flestra sviða. Hér er ekki staður til að fara í nákvæmari samanburð fyrrnefndra hagstjórnarleiðarljósa. Eflaust hafa þær sitthvað til síns ágætis. Hitt fer ekki á milli mála að þýska módelið hefur skilað því landi sterkara og öflugra út úr kreppunni en nokkurt annað vestrænt land getur státað sig af. Hérlendis mun framhald heiftúðugra átakastjórnmála í bland við sérhagsmunagæslu ekki vísa okkur áfram veginn til samfélagslegrar velferðar.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar