Hvað heitir makríll á ensku? Elín Hirst skrifar 19. júlí 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegstjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samningsstöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusambandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann forsætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegstjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samningsstöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusambandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann forsætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar