Apabúrið Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2013 08:21 Afi minn horfir reglulega á útsendingar frá Alþingi. Hann er með dyggari áhorfendum. Hann talar yfirleitt um Alþingi sem apabúrið. Ég verð að viðurkenna að þessi samlíking særði mig örlítið eftir að ég hlaut kosningu sem alþingismaður. Ákall um betri ásýnd Alþingis hefur verið hávært og mér heyrðist fyrir kosningar að allir flokkar væru einhuga um að svara því kalli. Ég hugsaði því með mér þegar afi kallaði Alþingi enn einu sinni apabúrið að ég ætlaði nú aldeilis að sýna honum að svona yrði þetta ekki. Nú væru breyttir tímar runnir upp.Lifandi umræða Við síðustu þingsetningu tóku rúmlega 40% þingmanna sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Við fengum í upphafi kynningu á störfum Alþingis og spurðum nánast öll út í frammíköllin og um reglur um hegðun í þingsal, því öll vildum við jú standa okkur vel. Við fengum þau svör að frammíköll væru leyfileg en þau ættu að vera örstutt og helst hnyttin. Þau hleyptu lífi í umræðuna og því vildu menn ekki banna þau. Gott og vel.Ein af öpunum Þinghald hófst. Það fór kröftuglega af stað. Gagnrýnisraddir um svikin kosningaloforð strax í fyrstu viku þingsins voru háværar. Mikil gagnrýni var á forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þegar leið á þingið versnaði heldur í því. Apabúrið birtist ljóslifandi og því miður var ég ein af öpunum í búrinu. Ég var ekki stolt. Ég vil þó ekki setja alla undir sama hatt. Þingmenn Samfylkingarinnar höguðu sér langverst í þingsal. Stundum heyrðist ekki í ræðumönnum vegna frammíkalla þingmanna Samfylkingarinnar. Oft voru frammíköllin, að mínu mati, alveg á mörkunum að vera dónaleg. Hinir nýju þingmenn litu hver á annan og trúðu varla sínum eigin eyrum. Þingmenn Samfylkingar eru allir „reynslumiklir“ þingmenn og ég velti því fyrir mér hvort sú reynsla sé til bóta. Þeir virðast allavega eiga mjög erfitt með að bæta hegðun sína í þingsal. Þingmenn verða að standa saman í að bæta ásýnd Alþingis. Það er ekki verkefni ríkisstjórnarinnar heldur ALLRA þingmanna. Skiptumst á skoðunum, en verum kurteis, jákvæð og málefnaleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Afi minn horfir reglulega á útsendingar frá Alþingi. Hann er með dyggari áhorfendum. Hann talar yfirleitt um Alþingi sem apabúrið. Ég verð að viðurkenna að þessi samlíking særði mig örlítið eftir að ég hlaut kosningu sem alþingismaður. Ákall um betri ásýnd Alþingis hefur verið hávært og mér heyrðist fyrir kosningar að allir flokkar væru einhuga um að svara því kalli. Ég hugsaði því með mér þegar afi kallaði Alþingi enn einu sinni apabúrið að ég ætlaði nú aldeilis að sýna honum að svona yrði þetta ekki. Nú væru breyttir tímar runnir upp.Lifandi umræða Við síðustu þingsetningu tóku rúmlega 40% þingmanna sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Við fengum í upphafi kynningu á störfum Alþingis og spurðum nánast öll út í frammíköllin og um reglur um hegðun í þingsal, því öll vildum við jú standa okkur vel. Við fengum þau svör að frammíköll væru leyfileg en þau ættu að vera örstutt og helst hnyttin. Þau hleyptu lífi í umræðuna og því vildu menn ekki banna þau. Gott og vel.Ein af öpunum Þinghald hófst. Það fór kröftuglega af stað. Gagnrýnisraddir um svikin kosningaloforð strax í fyrstu viku þingsins voru háværar. Mikil gagnrýni var á forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar og svo framvegis. Þegar leið á þingið versnaði heldur í því. Apabúrið birtist ljóslifandi og því miður var ég ein af öpunum í búrinu. Ég var ekki stolt. Ég vil þó ekki setja alla undir sama hatt. Þingmenn Samfylkingarinnar höguðu sér langverst í þingsal. Stundum heyrðist ekki í ræðumönnum vegna frammíkalla þingmanna Samfylkingarinnar. Oft voru frammíköllin, að mínu mati, alveg á mörkunum að vera dónaleg. Hinir nýju þingmenn litu hver á annan og trúðu varla sínum eigin eyrum. Þingmenn Samfylkingar eru allir „reynslumiklir“ þingmenn og ég velti því fyrir mér hvort sú reynsla sé til bóta. Þeir virðast allavega eiga mjög erfitt með að bæta hegðun sína í þingsal. Þingmenn verða að standa saman í að bæta ásýnd Alþingis. Það er ekki verkefni ríkisstjórnarinnar heldur ALLRA þingmanna. Skiptumst á skoðunum, en verum kurteis, jákvæð og málefnaleg.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun