400 ppm Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 3. júlí 2013 12:00 Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2). Það er hæsti styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Við upphaf iðnbyltingar árið 1750 nam þessi jafnvægisstyrkur 280 ppm. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur hækkað vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ósjálfbærrar landnotkunar. Í maíbyrjun var Bill McKibben staddur hér á landi í boði Landverndar. Hann er forsprakki grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem hefur það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum fari ekki yfir 350 ppm. En það er nauðsynlegt svo að áfram verði lífvænlegt á Jörðinni. Við stefnum hins vegar hratt í þveröfuga átt. Ef fram heldur sem horfir gæti hitastig hækkað um 3°C að meðaltali á þessari öld. Það eru ekki gráður sem efla grillmenningu Íslendinga svo neinu nemi en gætu hins vegar haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði þorra mannkyns. Bráðnun heimskautaíssins þekkja flestir sem afleiðingu loftslagsbreytinga og vita að boðar ekki gott (þótt margir vilji græða á nýjum siglingaleiðum). Hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, útrýming eða tilflutningur plöntu- og dýrategunda, öfgar í veðurfari; lengri þurrkar, fleiri flóð, fellibyljir og hitabylgjur, eru líka afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi þróun er kölluð hamfarahlýnun. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun vera staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að aðildarríki SÞ bregðist við loftslagsbreytingum með skuldbindandi samningum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en í tvo áratugi hafa aðildarríki loftslagssamnings SÞ þrefað um ábyrgð, leiðir og lausnir í næsta vonlausu samningaferli. Ekki veit ég hvort loftslagsbreytingar eru á dagskrá funda Ban Ki-moon með ráðamönnum þjóðarinnar en vonandi notar hann tækifærið og minnir á mikilvægi þess sameiginlega verkefnis ríkja heims að ná skuldbindandi samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – fljótt og mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2). Það er hæsti styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Við upphaf iðnbyltingar árið 1750 nam þessi jafnvægisstyrkur 280 ppm. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur hækkað vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ósjálfbærrar landnotkunar. Í maíbyrjun var Bill McKibben staddur hér á landi í boði Landverndar. Hann er forsprakki grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem hefur það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum fari ekki yfir 350 ppm. En það er nauðsynlegt svo að áfram verði lífvænlegt á Jörðinni. Við stefnum hins vegar hratt í þveröfuga átt. Ef fram heldur sem horfir gæti hitastig hækkað um 3°C að meðaltali á þessari öld. Það eru ekki gráður sem efla grillmenningu Íslendinga svo neinu nemi en gætu hins vegar haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði þorra mannkyns. Bráðnun heimskautaíssins þekkja flestir sem afleiðingu loftslagsbreytinga og vita að boðar ekki gott (þótt margir vilji græða á nýjum siglingaleiðum). Hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, útrýming eða tilflutningur plöntu- og dýrategunda, öfgar í veðurfari; lengri þurrkar, fleiri flóð, fellibyljir og hitabylgjur, eru líka afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi þróun er kölluð hamfarahlýnun. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun vera staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að aðildarríki SÞ bregðist við loftslagsbreytingum með skuldbindandi samningum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en í tvo áratugi hafa aðildarríki loftslagssamnings SÞ þrefað um ábyrgð, leiðir og lausnir í næsta vonlausu samningaferli. Ekki veit ég hvort loftslagsbreytingar eru á dagskrá funda Ban Ki-moon með ráðamönnum þjóðarinnar en vonandi notar hann tækifærið og minnir á mikilvægi þess sameiginlega verkefnis ríkja heims að ná skuldbindandi samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – fljótt og mikið.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun