Stundakennarar – Hinir stéttlausu kennarar? Eiríkur Valdimarsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið. Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fjölmargir hafa því tekið slaginn og drifið sig í háskólanám og gert skólann að iðandi vinnustað nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Það er heiður að fá að vera hluti af þessu samfélagi enda mikill mannauður við skólann. Lífið gæti verið fullkomið. En, ég er stundakennari. Laun mín eru lág, en ábyrgðin er mikil. Sem stundakennari nýt ég ekki réttinda, er t.a.m. ekki í stéttarfélagi. Veikindaréttur þekkist ekki. Starfsöryggið er ekkert, þar sem ég fæ borgað fyrir hvern tíma sem ég kenni og auk þess veit maður aldrei hvort það verði í mínum höndum að kenna námskeiðið næst þegar það verður kennt. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuumhverfi heldur aftur af allri kennsluþróun og áætlunum um framtíð námskeiðanna yfirleitt. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir hina miklu aukningu nemenda, hefur kennurum ekki verið fjölgað svo nokkru nemur.Áhuginn drabbast niður Stundakennarar hafa aftur á móti fengið aukið vægi og um leið ábyrgð. Sá sem byrjar sem stundakennari er yfirleitt upp með sér og stoltur. Það er heiður að finna fyrir traustinu sem manni er veitt og um leið er allt lagt í sölurnar og maður sinnir kennslunni af heilum hug, áhuga og metnaði. Ferskur stundakennari er sennilega metnaðarfyllsti kennari Háskóla Íslands hverju sinni. En síðan koma mánaðamót og launin fara að „streyma“ inn. Með sinn fyrsta launaseðil í hendinni heldur maður að eitthvað hafi gleymst. Að það hafi kannski gleymst að reikna helminginn af kennslunni. En iðulega eru kjörin þarna rétt út reiknuð, svört á hvítu. Og um leið verður útlitið sömuleiðis svart. Það skal engan undra þó að með tímanum drabbist niður áhuginn og kennarinn leggur ekki eins mikið á sig við kennsluna. Það er vitaskuld slæmt fyrir stofnunina. En verst er það þó fyrir nemendann. Nú líður senn að kosningum. (Nú byrjar hann, hugsa eflaust einhverjir!). En jú víst, nú líður að kosningum! Flokkarnir keppast nú við að lofa og lofa sig sjálfa í hástert. Við í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara við Háskóla Íslands, höfum áhuga á að heyra hvað flokkarnir vilja gera fyrir okkur nú í aðdraganda kosninga og höfum við sent öllum flokkum eftirfarandi spurningu: Hvað ætlið þið að gera í kjarabaráttu stundakennara við Háskóla Íslands ef þið komist til valda í kosningunum í vor 2013? Áhugavert verður að heyra svörin og munum við miðla þeim til áhugasamra um leið og þau liggja fyrir. Kröfur okkar eru nefnilega ekki flóknar: Við viljum réttlátt vinnuumhverfi, öryggi og að við getum stolt sinnt kennslu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið. Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fjölmargir hafa því tekið slaginn og drifið sig í háskólanám og gert skólann að iðandi vinnustað nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Það er heiður að fá að vera hluti af þessu samfélagi enda mikill mannauður við skólann. Lífið gæti verið fullkomið. En, ég er stundakennari. Laun mín eru lág, en ábyrgðin er mikil. Sem stundakennari nýt ég ekki réttinda, er t.a.m. ekki í stéttarfélagi. Veikindaréttur þekkist ekki. Starfsöryggið er ekkert, þar sem ég fæ borgað fyrir hvern tíma sem ég kenni og auk þess veit maður aldrei hvort það verði í mínum höndum að kenna námskeiðið næst þegar það verður kennt. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuumhverfi heldur aftur af allri kennsluþróun og áætlunum um framtíð námskeiðanna yfirleitt. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir hina miklu aukningu nemenda, hefur kennurum ekki verið fjölgað svo nokkru nemur.Áhuginn drabbast niður Stundakennarar hafa aftur á móti fengið aukið vægi og um leið ábyrgð. Sá sem byrjar sem stundakennari er yfirleitt upp með sér og stoltur. Það er heiður að finna fyrir traustinu sem manni er veitt og um leið er allt lagt í sölurnar og maður sinnir kennslunni af heilum hug, áhuga og metnaði. Ferskur stundakennari er sennilega metnaðarfyllsti kennari Háskóla Íslands hverju sinni. En síðan koma mánaðamót og launin fara að „streyma“ inn. Með sinn fyrsta launaseðil í hendinni heldur maður að eitthvað hafi gleymst. Að það hafi kannski gleymst að reikna helminginn af kennslunni. En iðulega eru kjörin þarna rétt út reiknuð, svört á hvítu. Og um leið verður útlitið sömuleiðis svart. Það skal engan undra þó að með tímanum drabbist niður áhuginn og kennarinn leggur ekki eins mikið á sig við kennsluna. Það er vitaskuld slæmt fyrir stofnunina. En verst er það þó fyrir nemendann. Nú líður senn að kosningum. (Nú byrjar hann, hugsa eflaust einhverjir!). En jú víst, nú líður að kosningum! Flokkarnir keppast nú við að lofa og lofa sig sjálfa í hástert. Við í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara við Háskóla Íslands, höfum áhuga á að heyra hvað flokkarnir vilja gera fyrir okkur nú í aðdraganda kosninga og höfum við sent öllum flokkum eftirfarandi spurningu: Hvað ætlið þið að gera í kjarabaráttu stundakennara við Háskóla Íslands ef þið komist til valda í kosningunum í vor 2013? Áhugavert verður að heyra svörin og munum við miðla þeim til áhugasamra um leið og þau liggja fyrir. Kröfur okkar eru nefnilega ekki flóknar: Við viljum réttlátt vinnuumhverfi, öryggi og að við getum stolt sinnt kennslu við Háskóla Íslands.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun