Staða barna með hegðunar- og geðraskanir Sædís Ósk Harðardóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta? Regnboginn vill taka sérstaklega á vandamálum barna og unglinga sem glíma við geðræn vandkvæði. Framboðið telur þetta málefni svo mikilvægt að það er sérstaklega fært til bókar í stefnuyfirlýsingu. Staða barna með hegðunar- og geðraskanir hefur versnað og er orðið virkilegt áhyggjuefni. Úrræðaleysi gagnvart þessum hópi er óviðunandi og þarf að taka á þessum vanda hið snarasta. Biðlistar hafa bara lengst síðustu árin og hefur ástandið á Barna- og unglingageðdeild landspítalans (BUGL) sjaldan verið eins slæmt. Sú staða hefur skapað mjög erfitt ástand bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Dæmi er um að börn hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir þjónustu og meðferð. Það er afar brýnt að brugðist sé hratt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka og/eða koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum röskunum. Hér er mikilvægt að styrkja skólana og starfsfólk þeirra með auknum fjárveitingum en ekki síður hvað mönnun og menntun varðar. Það er ekki lengur hægt að berja hausnum við stein og hugsa sem svo að vandinn hverfi – það gerir hann ekki og því miður mun hann vaxa verði ekki gripið inn í. Þá er það afar mikilvægt að ekki sé litið á einstaklingana sem þarfnast sjálfsagðrar þjónustu sem vandamál, heldur einstaklinga sem þurfa aðstoð og eiga rétt á henni. Öll börn eiga rétt á þjónustu við hæfi og úrræðum sem þau þurfa á að halda. Ísland er aðili að Barnasáttmálanum, sem var fullgiltur hér á landi árið 1992. Það var hins vegar ekki fyrr en 21 ári síðar að hann var lögfestur, sem er auðvitað til háborinnar skammar. Lögfestingunni ber þó að fagna. Það mikilvægasta í þessu sambandi er þó hið augljósa; Barnasáttmálanum ber að framfylgja. Við sem bjóðum okkur fram undir merki Regnbogans munum sjá til þess að honum verði framfylgt; við líðum ekki að börn og unglingar séu afgangsstærð í samfélaginu. Það ber að virða rétt þeirra og koma fram við þau sem fullgilda einstaklinga. Í því felst að við munum ekki líða biðlista fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir, við krefjumst þess að öll börn fái þjónustu við hæfi. Það er ekki nóg að geta greint vandann og komið með nafn á röskunina, úrlausnir þurfa að vera til staðar og aðgengilegar öllum á viðunandi tíma og óháð fjárhagsstöðu foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta? Regnboginn vill taka sérstaklega á vandamálum barna og unglinga sem glíma við geðræn vandkvæði. Framboðið telur þetta málefni svo mikilvægt að það er sérstaklega fært til bókar í stefnuyfirlýsingu. Staða barna með hegðunar- og geðraskanir hefur versnað og er orðið virkilegt áhyggjuefni. Úrræðaleysi gagnvart þessum hópi er óviðunandi og þarf að taka á þessum vanda hið snarasta. Biðlistar hafa bara lengst síðustu árin og hefur ástandið á Barna- og unglingageðdeild landspítalans (BUGL) sjaldan verið eins slæmt. Sú staða hefur skapað mjög erfitt ástand bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Dæmi er um að börn hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir þjónustu og meðferð. Það er afar brýnt að brugðist sé hratt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka og/eða koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum röskunum. Hér er mikilvægt að styrkja skólana og starfsfólk þeirra með auknum fjárveitingum en ekki síður hvað mönnun og menntun varðar. Það er ekki lengur hægt að berja hausnum við stein og hugsa sem svo að vandinn hverfi – það gerir hann ekki og því miður mun hann vaxa verði ekki gripið inn í. Þá er það afar mikilvægt að ekki sé litið á einstaklingana sem þarfnast sjálfsagðrar þjónustu sem vandamál, heldur einstaklinga sem þurfa aðstoð og eiga rétt á henni. Öll börn eiga rétt á þjónustu við hæfi og úrræðum sem þau þurfa á að halda. Ísland er aðili að Barnasáttmálanum, sem var fullgiltur hér á landi árið 1992. Það var hins vegar ekki fyrr en 21 ári síðar að hann var lögfestur, sem er auðvitað til háborinnar skammar. Lögfestingunni ber þó að fagna. Það mikilvægasta í þessu sambandi er þó hið augljósa; Barnasáttmálanum ber að framfylgja. Við sem bjóðum okkur fram undir merki Regnbogans munum sjá til þess að honum verði framfylgt; við líðum ekki að börn og unglingar séu afgangsstærð í samfélaginu. Það ber að virða rétt þeirra og koma fram við þau sem fullgilda einstaklinga. Í því felst að við munum ekki líða biðlista fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir, við krefjumst þess að öll börn fái þjónustu við hæfi. Það er ekki nóg að geta greint vandann og komið með nafn á röskunina, úrlausnir þurfa að vera til staðar og aðgengilegar öllum á viðunandi tíma og óháð fjárhagsstöðu foreldra.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar