Flokkur heimilanna vill færa þeim nýja von Halldór Gunnarsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Flokkur heimilanna vill heiðarlegt og gegnsætt uppgjör við fortíðina og hrunið og aðdraganda þess. Hann vill vera flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis. Hann er flokkur allra heimila landsins og stendur vörð um hag og hagsæld hvers heimilis. Flokkurinn ætlar að tryggja flýtimeðferð allra dómsmála er varða skuldir heimilanna og koma fram með sanngjarnar lausnir. Flokkur heimilanna vill að lög verði sett um flýtimeðferð dómsmála er varða lán og vexti lánastofnana, þannig að lögleg staða allra lána komi fram sem fyrst. Þegar sú staða er ljós, verði tekið á skuldalækkun með úrræðum handa öllum þeim sem tóku verðtryggð lán, til jafns við leiðréttingu gengislána. Vegna almenns forsendubrests sem hrunið olli verði höfuðstóll allra lána lækkaður, a.m.k. til jafns við verðmæti þeirra eigna sem þau hvíla á, og litið til þess hvenær lánin voru tekin. Þessar aðgerðir skulu vera almennar en ekki sértækar. Stöðva ber uppboð húseigna, heimila, bújarða og minni fyrirtækja uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Ólögmæt eignaupptaka skal bætt og settar opinberar reglur um bætur til þeirra sem misst hafa eignir ólöglega. Afnema skal verðtryggingu nýrra húsnæðislána, breyta lánakerfinu og efla eignamyndun heimila og minni fyrirtækja. Festa ber gengi krónunnar og frysta um leið vísitölu verðtryggðra lána til heimila og minni fyrirtækja, uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Boðið skal upp á ný óverðtryggð löng íbúðalán, einnig til uppgjörs eldri lána. Samsvarandi ný lán til bænda og minni fyrirtækja skulu tryggð. Skuldir Íbúðalánasjóðs á að gera upp. Aðgerðir til stuðnings fólki sem fyrir mestum eignamissi hefur orðið hafa forgang. Bæta ber stöðu aldraðra og öryrkja með óskertum ellilífeyri, auk eftirlauna.Hagur lands og þjóðar Efnahagslegur stöðugleiki skal tryggður. Þrengja ber reglur um útgreiðslur úr gömlu bönkunum og til erlendra aðila og leggja útgönguskatt á þær ógnarupphæðir. Endurskoða þarf starfsheimildir lánastofnana með nýrri lagalegri umgjörð, og tryggja við samkeppni milli þeirra. Endurskoða þarf lög um Seðlabankann. Aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum er ómissandi. Halda ber þannig á hagstjórn að unnt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil eða tengja krónuna við alþjóðlegan gjaldmiðil. Þá ber að lækka skatta og endurskoða lífeyrissjóði og bótakerfi. Skattkerfið skal einfaldað og stimpilgjöld aflögð. Stuðla skal að lækkun tolla með fríverslun. Líta ber til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni með hag almennings að leiðarljósi og nýta orku fallvatna af ábyrgð. Landsvirkjun verður ekki seld. Virkja ber jökulvötn fremur en bergvatnsár og forðast að færast svo mikið í fang, að valdi þenslu í efnahagslífinu. Stuðla skal að því að neytendur á Íslandi njóti alþjóðlegrar samkeppni. Skoða ber sérstakan skatt á fyrirtæki sem starfa í fákeppni eða skipta stærstu félögum á neytendamarkaði upp í smærri einingar, sem verði í höndum ótengdra aðila. Von heimilanna er fólkið sjálft, sem verður að rísa upp. Við verðum að breyta störfum Alþingis og reisa Ísland við. Flokkur heimilanna mun ganga markvisst til verks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur heimilanna vill heiðarlegt og gegnsætt uppgjör við fortíðina og hrunið og aðdraganda þess. Hann vill vera flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis. Hann er flokkur allra heimila landsins og stendur vörð um hag og hagsæld hvers heimilis. Flokkurinn ætlar að tryggja flýtimeðferð allra dómsmála er varða skuldir heimilanna og koma fram með sanngjarnar lausnir. Flokkur heimilanna vill að lög verði sett um flýtimeðferð dómsmála er varða lán og vexti lánastofnana, þannig að lögleg staða allra lána komi fram sem fyrst. Þegar sú staða er ljós, verði tekið á skuldalækkun með úrræðum handa öllum þeim sem tóku verðtryggð lán, til jafns við leiðréttingu gengislána. Vegna almenns forsendubrests sem hrunið olli verði höfuðstóll allra lána lækkaður, a.m.k. til jafns við verðmæti þeirra eigna sem þau hvíla á, og litið til þess hvenær lánin voru tekin. Þessar aðgerðir skulu vera almennar en ekki sértækar. Stöðva ber uppboð húseigna, heimila, bújarða og minni fyrirtækja uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Ólögmæt eignaupptaka skal bætt og settar opinberar reglur um bætur til þeirra sem misst hafa eignir ólöglega. Afnema skal verðtryggingu nýrra húsnæðislána, breyta lánakerfinu og efla eignamyndun heimila og minni fyrirtækja. Festa ber gengi krónunnar og frysta um leið vísitölu verðtryggðra lána til heimila og minni fyrirtækja, uns niðurstaða dómsmála liggur fyrir. Boðið skal upp á ný óverðtryggð löng íbúðalán, einnig til uppgjörs eldri lána. Samsvarandi ný lán til bænda og minni fyrirtækja skulu tryggð. Skuldir Íbúðalánasjóðs á að gera upp. Aðgerðir til stuðnings fólki sem fyrir mestum eignamissi hefur orðið hafa forgang. Bæta ber stöðu aldraðra og öryrkja með óskertum ellilífeyri, auk eftirlauna.Hagur lands og þjóðar Efnahagslegur stöðugleiki skal tryggður. Þrengja ber reglur um útgreiðslur úr gömlu bönkunum og til erlendra aðila og leggja útgönguskatt á þær ógnarupphæðir. Endurskoða þarf starfsheimildir lánastofnana með nýrri lagalegri umgjörð, og tryggja við samkeppni milli þeirra. Endurskoða þarf lög um Seðlabankann. Aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum er ómissandi. Halda ber þannig á hagstjórn að unnt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil eða tengja krónuna við alþjóðlegan gjaldmiðil. Þá ber að lækka skatta og endurskoða lífeyrissjóði og bótakerfi. Skattkerfið skal einfaldað og stimpilgjöld aflögð. Stuðla skal að lækkun tolla með fríverslun. Líta ber til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni með hag almennings að leiðarljósi og nýta orku fallvatna af ábyrgð. Landsvirkjun verður ekki seld. Virkja ber jökulvötn fremur en bergvatnsár og forðast að færast svo mikið í fang, að valdi þenslu í efnahagslífinu. Stuðla skal að því að neytendur á Íslandi njóti alþjóðlegrar samkeppni. Skoða ber sérstakan skatt á fyrirtæki sem starfa í fákeppni eða skipta stærstu félögum á neytendamarkaði upp í smærri einingar, sem verði í höndum ótengdra aðila. Von heimilanna er fólkið sjálft, sem verður að rísa upp. Við verðum að breyta störfum Alþingis og reisa Ísland við. Flokkur heimilanna mun ganga markvisst til verks.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun