Kynferðisbrot: Brugðist við neyðarástandi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2013 07:00 Nýverið sat ég fund með ungmennum þar sem þau lýstu afleiðingum þess að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sem börn. Sá fundur var sá áhrifamesti sem ég hef setið, ekki síst fyrir þann mikla styrk sem ungmennin sýndu. Í lífsreynslu þeirra felst mikill lærdómur. Kynferðisbrot gegn börnum eru svartur blettur á íslensku samfélagi og mikilvægt er að við höfum burði til að bregðast við því ofbeldi sem og að sinna forvörnum til þess að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi. Þrátt fyrir öflugt starf síðustu ára til að vinna gegn kynferðisofbeldi og bætta málsmeðferð er því miður enn talsvert verk að vinna. Sú mikla umræða og uppljóstranir síðustu missera hafa leitt það í ljós svo um munar. Frá áramótum hafa leitað helmingi fleiri börn í Barnahús en gera að jafnaði á jafnlöngu tímabili. Undanfarna þrjá mánuði hafa leitað um tvö börn daglega í Barnahús. Í fyrsta skipti í sögu Barnahúss þurfa börn að bíða eftir þjónustu Barnahúss. Því blasir við neyðarástand vegna kynferðisafbrota gegn börnum.Mikil fjölgun Sé litið til þeirra mála sem lögregla hefur til rannsóknar blasir við sami vandi. Víðast hvar um landið hafa jafnmörg mál eða jafnvel fleiri verið tilkynnt til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum ársins 2013 og voru tilkynnt allt árið í fyrra. Yfir 100 kynferðisbrot gegn börnum hafa verið tilkynnt til lögreglu frá áramótum en voru 141 allt síðasta ár. Um 470 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi á ári. Strax og vísbendingar fóru að berast um aukningu tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum í janúarmánuði setti ég á fót sérstakan starfshóp fjögurra ráðuneyta undir formennsku Ágústs Ólafs Ágústssonar til að bregðast við vandanum. Nú hefur starfshópurinn skilað af sér viðamikilli skýrslu með 27 tillögum til úrbóta en af þeim voru 15 tillögur settar í forgang. Tillögurnar eru í góðu samræmi við þær áherslur sem þingmenn allra flokka sammæltust um á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og kynnt var fyrr í þessari viku. Meðal forgangstillagna nefndarinnar eru kaup á nýju Barnahúsi, fjölgun sérfræðinga í Barnahúsi og fjölgun lögreglumanna og saksóknara sem sinna kynferðisbrotum. Þá er lagt til aukið samráð barnaverndaryfirvalda, lögreglu og ákæruvalds, aukinn stuðningur fyrir aðstandendur brotaþola og við félagasamtök sem sinna þjónustu fyrir brotaþola og efling Vitundarvakningar gegn kynferðislegu ofbeldi í þeim anda sem UNICEF hefur kallað eftir í svokölluðu Ofbeldisvarnarráði. Einnig er lagt til að innleitt verði áhættumat og skráning á dæmdum kynferðisbrotamönnum hjá lögreglu.Nýtt Barnahús Til að bregðast hratt við neyðarástandinu sem nú ríkir hefur ríkisstjórnin ákveðið að veita nú þegar um 190 milljónir kr. til að fjármagna forgangstillögur nefndarinnar. Með þessu verður m.a. unnt að tryggja strax 11 ný stöðugildi til að vinna gegn kynferðisbrotum gegn börnum. Skjót fjölgun sérfræðinga hjá Barnahúsi, lögreglu, ríkissaksóknara og hjá Fangelsismálastofnun mun mæta hinum stóraukna málafjölda og hafa áhrif til góða fyrir þau börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þá hefur ríkisstjórnin einnig samþykkt kaup á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis. Núverandi húsnæði Barnahúss hentar ekki lengur hinum mikla málafjölda og takmarkar möguleika á bættri þjónustu við börn og aðstandendur þeirra. Hið íslenska Barnahús hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og yrðu það sérstaklega ánægjuleg tíðindi ef Barnahús fengi nýtt húsnæði á 15 ára afmæli sínu sem er í nóvember næstkomandi.Verðum í fremstu röð Aðrar tillögur nefndarinnar sem lagt er til að ráðist verði í strax á næsta fjárlagaári eru m.a. miðlæg stuðningseining fyrir brotaþola, ráðning sálfræðings fyrir fullorðna brotaþola, aukin meðferð fyrir kynferðisbrotamenn og aukin fræðsla, forvarnir og rannsóknir um kynferðisofbeldi. Þá er lögð til aukin þjálfun lögreglumanna sem og aukið eftirlit með kynferðisbrotamönnum. Þá eru ýmsar úrbætur nú þegar komnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum og má þar nefna skýrslutökur barna, rannsóknarheimildir lögreglu og mótun tillagna að framtíðarskipan ákæruvaldsins. Heildarkostnaður við allar tillögurnar er um 300 milljónir króna, þar af 190 milljónir vegna aðgerða sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í, og er því ljóst að með framkvæmd þeirra allra tökum við sem samfélag þýðingarmikil skref í átt að aukinni vernd þolenda kynferðisofbeldis. Sú pólitíska sátt sem nú hefur skapast um mikilvægi slíkra aðgerða gefur fullt tilefni til að ætla að þær allar verði að veruleika strax á næsta ári. Það er og á að vera markmið okkar að Ísland taki sér stöðu á meðal þjóða sem eru fremstar þegar kemur að baráttunni gegn kynferðisafbrotum. Þau skref sem ríkisstjórnin hefur tekið nú eru tvímælalaust liður í því að svo megi verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið sat ég fund með ungmennum þar sem þau lýstu afleiðingum þess að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sem börn. Sá fundur var sá áhrifamesti sem ég hef setið, ekki síst fyrir þann mikla styrk sem ungmennin sýndu. Í lífsreynslu þeirra felst mikill lærdómur. Kynferðisbrot gegn börnum eru svartur blettur á íslensku samfélagi og mikilvægt er að við höfum burði til að bregðast við því ofbeldi sem og að sinna forvörnum til þess að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi. Þrátt fyrir öflugt starf síðustu ára til að vinna gegn kynferðisofbeldi og bætta málsmeðferð er því miður enn talsvert verk að vinna. Sú mikla umræða og uppljóstranir síðustu missera hafa leitt það í ljós svo um munar. Frá áramótum hafa leitað helmingi fleiri börn í Barnahús en gera að jafnaði á jafnlöngu tímabili. Undanfarna þrjá mánuði hafa leitað um tvö börn daglega í Barnahús. Í fyrsta skipti í sögu Barnahúss þurfa börn að bíða eftir þjónustu Barnahúss. Því blasir við neyðarástand vegna kynferðisafbrota gegn börnum.Mikil fjölgun Sé litið til þeirra mála sem lögregla hefur til rannsóknar blasir við sami vandi. Víðast hvar um landið hafa jafnmörg mál eða jafnvel fleiri verið tilkynnt til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum ársins 2013 og voru tilkynnt allt árið í fyrra. Yfir 100 kynferðisbrot gegn börnum hafa verið tilkynnt til lögreglu frá áramótum en voru 141 allt síðasta ár. Um 470 tilkynningar berast til barnaverndarnefnda vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi á ári. Strax og vísbendingar fóru að berast um aukningu tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum í janúarmánuði setti ég á fót sérstakan starfshóp fjögurra ráðuneyta undir formennsku Ágústs Ólafs Ágústssonar til að bregðast við vandanum. Nú hefur starfshópurinn skilað af sér viðamikilli skýrslu með 27 tillögum til úrbóta en af þeim voru 15 tillögur settar í forgang. Tillögurnar eru í góðu samræmi við þær áherslur sem þingmenn allra flokka sammæltust um á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og kynnt var fyrr í þessari viku. Meðal forgangstillagna nefndarinnar eru kaup á nýju Barnahúsi, fjölgun sérfræðinga í Barnahúsi og fjölgun lögreglumanna og saksóknara sem sinna kynferðisbrotum. Þá er lagt til aukið samráð barnaverndaryfirvalda, lögreglu og ákæruvalds, aukinn stuðningur fyrir aðstandendur brotaþola og við félagasamtök sem sinna þjónustu fyrir brotaþola og efling Vitundarvakningar gegn kynferðislegu ofbeldi í þeim anda sem UNICEF hefur kallað eftir í svokölluðu Ofbeldisvarnarráði. Einnig er lagt til að innleitt verði áhættumat og skráning á dæmdum kynferðisbrotamönnum hjá lögreglu.Nýtt Barnahús Til að bregðast hratt við neyðarástandinu sem nú ríkir hefur ríkisstjórnin ákveðið að veita nú þegar um 190 milljónir kr. til að fjármagna forgangstillögur nefndarinnar. Með þessu verður m.a. unnt að tryggja strax 11 ný stöðugildi til að vinna gegn kynferðisbrotum gegn börnum. Skjót fjölgun sérfræðinga hjá Barnahúsi, lögreglu, ríkissaksóknara og hjá Fangelsismálastofnun mun mæta hinum stóraukna málafjölda og hafa áhrif til góða fyrir þau börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þá hefur ríkisstjórnin einnig samþykkt kaup á nýju Barnahúsi en sú tillaga er háð samþykki Alþingis. Núverandi húsnæði Barnahúss hentar ekki lengur hinum mikla málafjölda og takmarkar möguleika á bættri þjónustu við börn og aðstandendur þeirra. Hið íslenska Barnahús hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og yrðu það sérstaklega ánægjuleg tíðindi ef Barnahús fengi nýtt húsnæði á 15 ára afmæli sínu sem er í nóvember næstkomandi.Verðum í fremstu röð Aðrar tillögur nefndarinnar sem lagt er til að ráðist verði í strax á næsta fjárlagaári eru m.a. miðlæg stuðningseining fyrir brotaþola, ráðning sálfræðings fyrir fullorðna brotaþola, aukin meðferð fyrir kynferðisbrotamenn og aukin fræðsla, forvarnir og rannsóknir um kynferðisofbeldi. Þá er lögð til aukin þjálfun lögreglumanna sem og aukið eftirlit með kynferðisbrotamönnum. Þá eru ýmsar úrbætur nú þegar komnar til skoðunar hjá viðkomandi ráðuneytum og má þar nefna skýrslutökur barna, rannsóknarheimildir lögreglu og mótun tillagna að framtíðarskipan ákæruvaldsins. Heildarkostnaður við allar tillögurnar er um 300 milljónir króna, þar af 190 milljónir vegna aðgerða sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í, og er því ljóst að með framkvæmd þeirra allra tökum við sem samfélag þýðingarmikil skref í átt að aukinni vernd þolenda kynferðisofbeldis. Sú pólitíska sátt sem nú hefur skapast um mikilvægi slíkra aðgerða gefur fullt tilefni til að ætla að þær allar verði að veruleika strax á næsta ári. Það er og á að vera markmið okkar að Ísland taki sér stöðu á meðal þjóða sem eru fremstar þegar kemur að baráttunni gegn kynferðisafbrotum. Þau skref sem ríkisstjórnin hefur tekið nú eru tvímælalaust liður í því að svo megi verða.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun