50+ já takk Sigurður Árni Þórðarson skrifar 21. mars 2013 06:00 Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: „Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt. Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Til að þjóna fólki. Frá haustinu 2010 hef ég skrifað í Fréttablaðið um litríki daganna, fjölbreytileika mannlífsins, um hetjur, gleðimál – og ýmislegt sem eflir okkur. Mér hefur orðið ljóst að fólk les með ólíku móti. Eitt er að skruna og skima og annað að lesa aftur og tala um efnið. Stærri hópur fólks en mig óraði fyrir les með athygli, endurles og ræðir við sína. Hann er óháður aldri, lit, kyni og stöðu. Þetta fólk gerir kröfur, hefur vakandi meðvitund og miðlar því sem hrífur og snertir.Stefnubreyting Svo varð stefnubreyting á Fréttablaðinu, fólki var sagt upp og ég er í þeim hópi. Félög, stofnanir, fjölmiðlar og einstaklingar eiga reglulega að endurskoða markmið og leiðir – líka Fréttablaðið. Engan ætti að daga uppi í starfi, ekki heldur pistlahöfunda. Ég fagna breytingum til góðs en fékk vonda skýringu sem fyllir mig tortryggni. Skýringin kom á óvart og er tilefni þessarar greinar. Ástæða uppsagnar var ekki að pistlar mínir væru lélegir og ekki heldur að ég væri prestur. Ástæðan var aldur minn. Blaðið þyrfti að sækja inn á æskumarkaðinn. Lesendum Fréttablaðsins í hópi 50 ára og eldri hefur fjölgað, er stærsti lesendahópurinn og er þar með mikilvægur markhópur auglýsenda. Í stað þess að styrkja þjónustuna við þetta fólk ætlar blaðið aðallega að sækja inn í æskugeirann með yngri höfundum. Skýringin er trúverðug en ég hræðist inntak hennar. Stækkandi kúnnahópur fær verri þjónustu! Hvers konar afstaða er það? Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Unga eða gamla, karla eða konur, hvíta eða litaða? Hlustar stjórn Fréttablaðsins á alla aldurshópa samfélagsins eða helst á þau sem eru hnakkar eða hipp og kúl? Til hvers er fjölmiðlun stunduð, í þágu hverra og hvaða hagsmuna? Er fólk á miðjum aldri – eins og ég – og fólk á efri árum orðið úrgangshópur 365-miðla? Fleiri miðaldra fá minni þjónustu til að ganga í augu þeirra sem kunna best við skjálífið. Það er synd sem merkir að missa marks. Fjölmiðlar eru fyrir fólk og eiga að þjóna lifandi fólki með þeim hætti sem hentar og til góðs. Ég hef áhyggjur af aldurs- og elliglöpum Fréttablaðsins og hvet ritstjórn til að virða lesendur sína og þjóna þeim við hæfi. En umfram allt iðkið vandaða blaðamennsku og í þágu allra hópa. Upp, upp, 50+. Verið blessuð og takk fyrir samfylgdina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: „Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt. Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Til að þjóna fólki. Frá haustinu 2010 hef ég skrifað í Fréttablaðið um litríki daganna, fjölbreytileika mannlífsins, um hetjur, gleðimál – og ýmislegt sem eflir okkur. Mér hefur orðið ljóst að fólk les með ólíku móti. Eitt er að skruna og skima og annað að lesa aftur og tala um efnið. Stærri hópur fólks en mig óraði fyrir les með athygli, endurles og ræðir við sína. Hann er óháður aldri, lit, kyni og stöðu. Þetta fólk gerir kröfur, hefur vakandi meðvitund og miðlar því sem hrífur og snertir.Stefnubreyting Svo varð stefnubreyting á Fréttablaðinu, fólki var sagt upp og ég er í þeim hópi. Félög, stofnanir, fjölmiðlar og einstaklingar eiga reglulega að endurskoða markmið og leiðir – líka Fréttablaðið. Engan ætti að daga uppi í starfi, ekki heldur pistlahöfunda. Ég fagna breytingum til góðs en fékk vonda skýringu sem fyllir mig tortryggni. Skýringin kom á óvart og er tilefni þessarar greinar. Ástæða uppsagnar var ekki að pistlar mínir væru lélegir og ekki heldur að ég væri prestur. Ástæðan var aldur minn. Blaðið þyrfti að sækja inn á æskumarkaðinn. Lesendum Fréttablaðsins í hópi 50 ára og eldri hefur fjölgað, er stærsti lesendahópurinn og er þar með mikilvægur markhópur auglýsenda. Í stað þess að styrkja þjónustuna við þetta fólk ætlar blaðið aðallega að sækja inn í æskugeirann með yngri höfundum. Skýringin er trúverðug en ég hræðist inntak hennar. Stækkandi kúnnahópur fær verri þjónustu! Hvers konar afstaða er það? Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Unga eða gamla, karla eða konur, hvíta eða litaða? Hlustar stjórn Fréttablaðsins á alla aldurshópa samfélagsins eða helst á þau sem eru hnakkar eða hipp og kúl? Til hvers er fjölmiðlun stunduð, í þágu hverra og hvaða hagsmuna? Er fólk á miðjum aldri – eins og ég – og fólk á efri árum orðið úrgangshópur 365-miðla? Fleiri miðaldra fá minni þjónustu til að ganga í augu þeirra sem kunna best við skjálífið. Það er synd sem merkir að missa marks. Fjölmiðlar eru fyrir fólk og eiga að þjóna lifandi fólki með þeim hætti sem hentar og til góðs. Ég hef áhyggjur af aldurs- og elliglöpum Fréttablaðsins og hvet ritstjórn til að virða lesendur sína og þjóna þeim við hæfi. En umfram allt iðkið vandaða blaðamennsku og í þágu allra hópa. Upp, upp, 50+. Verið blessuð og takk fyrir samfylgdina.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun