Jarðbundin sýn á orkulindir Ari Trausti Guðmundsson og jarðvísindamaður og rithöfundur skrifa 7. mars 2013 06:00 Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í biðflokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkjanir á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrirsjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neysluvatni. Í undirbúningi og nýtingarflokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til samanburðar má líta til Bandaríkjanna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarðvarma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuverum eða innan við tvöfalt núverandi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorkuver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því.Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforkuframleiðslu. Vindorka er sambærileg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell framleiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósuvirkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn sem komið er hefur íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá, gæti jarðvarmaorkuforðinn margfaldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölumennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þúsund megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáanlega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, landbúnað með jarðvarma, eldsneytisframleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfismála. Samvinnan kristallar kunnáttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreyndir, til dæmis um kosti og galla jarðvarmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbundinni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverkefnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í biðflokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkjanir á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrirsjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neysluvatni. Í undirbúningi og nýtingarflokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til samanburðar má líta til Bandaríkjanna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarðvarma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuverum eða innan við tvöfalt núverandi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorkuver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því.Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforkuframleiðslu. Vindorka er sambærileg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell framleiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósuvirkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn sem komið er hefur íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá, gæti jarðvarmaorkuforðinn margfaldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölumennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þúsund megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáanlega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, landbúnað með jarðvarma, eldsneytisframleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfismála. Samvinnan kristallar kunnáttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreyndir, til dæmis um kosti og galla jarðvarmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbundinni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverkefnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar