Píratar eru stjórnmálahreyfing internetsins Jón Þór Ólafsson og býður fram á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. skrifa 7. mars 2013 06:00 Tölvunördar stofnuðu stórfyrirtæki upplýsingabyltingarinnar: Microsoft, Apple og Google. Tölvunördar sköpuðu stærstu samfélög internetsins: Facebook, Twitter og YouTube. Tölvunördar eru hetjurnar í dag og nú eru þeir ásamt stórum hópi tæknisinnaðs fólks um allan heim að færa sig inn á svið stjórnmálanna til að tryggja réttindi sín á internetinu.Stjórnmálaleg vakning Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, skrifaði grein titlaða „Handan upplýsingabyltingarinnar“ rétt fyrir aldamótin síðustu. Þar benti hann á að upplýsingabyltingin hefði hegðað sér eins og iðnbyltingin og prentbyltingin þar á undan. Í hálfa öld var nýja tæknin nánast alfarið notuð til að gera hraðar og ódýrar sömu gömlu hlutina. Að því kom svo að tæknin var notuð til að gera eitthvað alveg nýtt sem gjörbylti sviði viðskipta, stjórnmála og samfélaginu í heild. Drucker sagði nánast öruggt að upplýsingabyltingin myndi hegða sér eins innan 20 ára, en enginn gæti enn árið 1999 spáð fyrir um hver nýjungin yrði. Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Obama og gamall refur í alþjóðastjórnmálum, skrifaði svo níu árum á eftir Drucker grein í The New York Times sem hann titlaði: „Stjórnmálaleg vitundarvakning heimsins.“ Þar sagði hann að: „Í fyrsta skipti í sögunni er nærri allt mannkynið stjórnmálalega virkt, stjórnmálalega meðvitað og á stjórnmálaleg samskipti sín á milli.“ Þessi vakning hefur átt sér stað vegna Facebook, YouTube og annarra netsamfélaga sem komust fram hjá einokun margmiðlunarrisa og ríkisvalds á miðlun og túlkun upplýsinga. Rétt eins og prentvél Gutenbergs gerði fyrst Lúter og svo nýjum samfélögum, bæði trúar- og fræðimanna, fært að komast fram hjá einokun presta og prinsa á miðlun og túlkun upplýsinga. Stjórnmálaleg vakning prentbyltingarinnar færði í kjölfarið megnið af mannkyninu undan alræði presta og prinsa, og undir vald lýðræðislega kjörinna fulltrúa.Sjálfsvörn netsamfélaganna Tvíeyki margmiðlunarrisa og ríkisvalds reynir nú á öllum vígstöðvum að fá í gegn lög, eins og SOPA á síðasta ári, sem gefur þeim heimildir til að loka samfélögum internetsins. Píratar eru stjórnmálaarmur internetsins sem rís upp til að verja notendur þess og netsamfélög. Þeim finnst þeir vera að verja heimili sitt og fátt skapar meiri samstöðu og seiglu. Aðeins sjö árum frá stofnun fyrsta stjórnmálaflokks Pírata eru 600.000 skráðir Píratar með fleiri en 250 kjörna fulltrúa á löggjafarsamkundum um allan heim. Pírötum mun svo óhjákvæmilega halda áfram að fjölga ár frá ári þegar nýr árgangur ungs fólks sem býr á netinu nær kosningaaldri. Svo verði þeim að góðu sem vilja reyna að spyrna gegn stjórnmálalegri vakningu upplýsingabyltingarinnar.Framtíðarsýn Pírata Framtíðin er í höndum fólks sem skilur internetið, og framtíðin sem það mun skapa er falleg. Á netinu, sem mótar gildismat þeirra, eru samfélög samhjálpar og sjálfsákvörðunar, þar sem fólk hefur rétt til upplýsinga og ákvörðunar um málefni sem það varðar. Sívaxandi hluti þessa fólks er farinn að skipuleggja sig og hefur stofnað Pírataflokka í rúmlega sextíu löndum til að tryggja að stjórnkerfi og lög endurspegli þessi gildi netsamfélaganna. Hópur fólks sem vill slíkar lagabreytingar hérlendis tók nýlega upp merki Pírata og áherslur þeirra má sjá á piratar.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Tölvunördar stofnuðu stórfyrirtæki upplýsingabyltingarinnar: Microsoft, Apple og Google. Tölvunördar sköpuðu stærstu samfélög internetsins: Facebook, Twitter og YouTube. Tölvunördar eru hetjurnar í dag og nú eru þeir ásamt stórum hópi tæknisinnaðs fólks um allan heim að færa sig inn á svið stjórnmálanna til að tryggja réttindi sín á internetinu.Stjórnmálaleg vakning Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, skrifaði grein titlaða „Handan upplýsingabyltingarinnar“ rétt fyrir aldamótin síðustu. Þar benti hann á að upplýsingabyltingin hefði hegðað sér eins og iðnbyltingin og prentbyltingin þar á undan. Í hálfa öld var nýja tæknin nánast alfarið notuð til að gera hraðar og ódýrar sömu gömlu hlutina. Að því kom svo að tæknin var notuð til að gera eitthvað alveg nýtt sem gjörbylti sviði viðskipta, stjórnmála og samfélaginu í heild. Drucker sagði nánast öruggt að upplýsingabyltingin myndi hegða sér eins innan 20 ára, en enginn gæti enn árið 1999 spáð fyrir um hver nýjungin yrði. Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Obama og gamall refur í alþjóðastjórnmálum, skrifaði svo níu árum á eftir Drucker grein í The New York Times sem hann titlaði: „Stjórnmálaleg vitundarvakning heimsins.“ Þar sagði hann að: „Í fyrsta skipti í sögunni er nærri allt mannkynið stjórnmálalega virkt, stjórnmálalega meðvitað og á stjórnmálaleg samskipti sín á milli.“ Þessi vakning hefur átt sér stað vegna Facebook, YouTube og annarra netsamfélaga sem komust fram hjá einokun margmiðlunarrisa og ríkisvalds á miðlun og túlkun upplýsinga. Rétt eins og prentvél Gutenbergs gerði fyrst Lúter og svo nýjum samfélögum, bæði trúar- og fræðimanna, fært að komast fram hjá einokun presta og prinsa á miðlun og túlkun upplýsinga. Stjórnmálaleg vakning prentbyltingarinnar færði í kjölfarið megnið af mannkyninu undan alræði presta og prinsa, og undir vald lýðræðislega kjörinna fulltrúa.Sjálfsvörn netsamfélaganna Tvíeyki margmiðlunarrisa og ríkisvalds reynir nú á öllum vígstöðvum að fá í gegn lög, eins og SOPA á síðasta ári, sem gefur þeim heimildir til að loka samfélögum internetsins. Píratar eru stjórnmálaarmur internetsins sem rís upp til að verja notendur þess og netsamfélög. Þeim finnst þeir vera að verja heimili sitt og fátt skapar meiri samstöðu og seiglu. Aðeins sjö árum frá stofnun fyrsta stjórnmálaflokks Pírata eru 600.000 skráðir Píratar með fleiri en 250 kjörna fulltrúa á löggjafarsamkundum um allan heim. Pírötum mun svo óhjákvæmilega halda áfram að fjölga ár frá ári þegar nýr árgangur ungs fólks sem býr á netinu nær kosningaaldri. Svo verði þeim að góðu sem vilja reyna að spyrna gegn stjórnmálalegri vakningu upplýsingabyltingarinnar.Framtíðarsýn Pírata Framtíðin er í höndum fólks sem skilur internetið, og framtíðin sem það mun skapa er falleg. Á netinu, sem mótar gildismat þeirra, eru samfélög samhjálpar og sjálfsákvörðunar, þar sem fólk hefur rétt til upplýsinga og ákvörðunar um málefni sem það varðar. Sívaxandi hluti þessa fólks er farinn að skipuleggja sig og hefur stofnað Pírataflokka í rúmlega sextíu löndum til að tryggja að stjórnkerfi og lög endurspegli þessi gildi netsamfélaganna. Hópur fólks sem vill slíkar lagabreytingar hérlendis tók nýlega upp merki Pírata og áherslur þeirra má sjá á piratar.is.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar