Erlent

Eldgos tempra hlýnun jarðar

Þorgils Jónsson skrifar
Stór eldgos eins og gosið í Eyjafjallajökli vekja athygli en minni gos hafa einnig mikil áhrif.
Stór eldgos eins og gosið í Eyjafjallajökli vekja athygli en minni gos hafa einnig mikil áhrif. Fréttablaðið/Vilhelm
Lofttegundir sem eldfjöll spúðu út í andrúmsloftið gætu skýrt hvers vegna spár um hækkandi hitastig á fyrsta áratug aldarinnar gengu ekki eftir, að mati vísindamanna við Colorado-háskóla í Bandaríkjunum.

Eldfjöllin hafa líklega orðið þess valdandi að hitastigið hækkaði allt að fjórðungi minna en spáð var frá árinu 2000 til 2010, ef marka má niðurstöður vísindamannanna.

Þetta þýðir að vísindamenn verða að taka meira tillit til meðalstórra og minni eldfjalla þegar þeir reyna að meta breytingar á umhverfinu, að mati vísindamannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×