Skattafleipur Smári McCarthy skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Í grein sinni á Vísi 6. febrúar sl. fór Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, með heilmikið fleipur um skattamál. Hún fullyrðir þar að þegar lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með sé efsta tekjuskattsþrepið á Íslandi 58% og að í öðrum norrænum ríkjum séu skattar lægri. Það ætti nú að vera flestum fullljóst að lífeyrissjóðsiðgjöld eru ekki tekjuskattur og því frekar einkennilegt að telja þau með. En ef ætlunin væri að fara út í þannig æfingar mætti benda á að á Íslandi greiðir vinnuveitandi 8% tryggingagjald en víða á Norðurlöndunum greiðir launþeginn tryggingagjaldið sjálfur. En hvað tekjuskatt varðar er Þórey greinilega ekki með neitt á hreinu. Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru með lægstu skattana. Lægsta tekjuskattsþrepið hér er 37,34%, það efsta er 46,24%, sem gildir bara um upphæðir umfram 704.367 kr. Til samanburðar er efsta skattþrepið í Danmörku 51,7%, í Noregi er það 47,8%, í Finnlandi fer það í 46% þegar mest er og í þeim sveitarfélögum Svíþjóðar þar sem útsvarið er hæst fer tekjuskattur alveg upp í 59%. Þó ber að nefna að ekkert af Norðurlöndunum er með jafn háa skatta og Frakkland, þar sem borguð eru 75% launa í skatt í efsta skattþrepinu. Ástæðan fyrir því að það var ódýrara fyrir manninn sem Þórey talar um í grein sinni að borga skatta í Svíþjóð er vegna þess að þeir eru með sérstakan tekjuskatt, svokallað SINK, upp á 25% fyrir fólk sem býr utan Svíþjóðar. En „skattlandið“ Ísland er með fleira en tekjuskatt. Ýmsir hjáskattar og gjöld eru lagðir á varning af ýmsu tagi. En vitið þið hvað? Þeir eru mun lægri á Íslandi en víðast í Evrópu! Til dæmis er það aðeins í Póllandi þar sem lægri skattar á eldsneyti finnast en á Íslandi, samkvæmt tölum frá OECD. Ef ætlunin væri virkilega að bæta hag meðaltekjufólks væri stærsta búbótin fólgin í því að lækka virðisaukaskatt. Neytendur hugsa sjaldnar um virðisaukaskattinn en tekjuskattinn, því tekjuskatturinn er sundurliðaður fyrir okkur einu sinni í mánuði en virðisaukinn hverfur ofan í hyldýpi kortafærslna. En munurinn er mikill: Tekjuskattur er prógressífur skattur, þar sem fólk sem á meira borgar meira. Virðisaukaskattur er hins vegar regressífur: Stærra hlutfall af launum tekjuminna fólks fer í virðisaukaskatt en af launum tekjuhærra fólks. Hann hefur því í rauninni ósanngjarnari áhrif á tekjuminna fólk en tekjuskatturinn. Það er alveg í lagi að tala um að lækka skatta og gera skattkerfið réttlátara. Það er líka í lagi að tala um hversu fínt það er að búa á Norðurlöndunum. Það er hins vegar ekki í lagi að bulla, líkt og Þórey hefur gert. Ég spái því að fyrir þessar kosningar eigi Sjálfstæðisflokkurinn eftir að reyna að hamra á nákvæmlega þessari tegund af bulli, og reyna að sannfæra alla um að það eina sem þurfi að gera á Íslandi sé að lækka skatta, og þá sérstaklega á hátekjufólk, og að enginn sé betur til þess fallinn en flokkurinn sem kostaði skattborgara rúmlega 202 milljarða í síðustu atrennu. Slíkur málflutningur er afskaplega villandi og á ekki að líðast. Bullið sem fólk þarf að þola er nógu gríðarlegt þótt ekki sé lagt upp í skæruhernað með ósannindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í grein sinni á Vísi 6. febrúar sl. fór Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, með heilmikið fleipur um skattamál. Hún fullyrðir þar að þegar lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með sé efsta tekjuskattsþrepið á Íslandi 58% og að í öðrum norrænum ríkjum séu skattar lægri. Það ætti nú að vera flestum fullljóst að lífeyrissjóðsiðgjöld eru ekki tekjuskattur og því frekar einkennilegt að telja þau með. En ef ætlunin væri að fara út í þannig æfingar mætti benda á að á Íslandi greiðir vinnuveitandi 8% tryggingagjald en víða á Norðurlöndunum greiðir launþeginn tryggingagjaldið sjálfur. En hvað tekjuskatt varðar er Þórey greinilega ekki með neitt á hreinu. Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru með lægstu skattana. Lægsta tekjuskattsþrepið hér er 37,34%, það efsta er 46,24%, sem gildir bara um upphæðir umfram 704.367 kr. Til samanburðar er efsta skattþrepið í Danmörku 51,7%, í Noregi er það 47,8%, í Finnlandi fer það í 46% þegar mest er og í þeim sveitarfélögum Svíþjóðar þar sem útsvarið er hæst fer tekjuskattur alveg upp í 59%. Þó ber að nefna að ekkert af Norðurlöndunum er með jafn háa skatta og Frakkland, þar sem borguð eru 75% launa í skatt í efsta skattþrepinu. Ástæðan fyrir því að það var ódýrara fyrir manninn sem Þórey talar um í grein sinni að borga skatta í Svíþjóð er vegna þess að þeir eru með sérstakan tekjuskatt, svokallað SINK, upp á 25% fyrir fólk sem býr utan Svíþjóðar. En „skattlandið“ Ísland er með fleira en tekjuskatt. Ýmsir hjáskattar og gjöld eru lagðir á varning af ýmsu tagi. En vitið þið hvað? Þeir eru mun lægri á Íslandi en víðast í Evrópu! Til dæmis er það aðeins í Póllandi þar sem lægri skattar á eldsneyti finnast en á Íslandi, samkvæmt tölum frá OECD. Ef ætlunin væri virkilega að bæta hag meðaltekjufólks væri stærsta búbótin fólgin í því að lækka virðisaukaskatt. Neytendur hugsa sjaldnar um virðisaukaskattinn en tekjuskattinn, því tekjuskatturinn er sundurliðaður fyrir okkur einu sinni í mánuði en virðisaukinn hverfur ofan í hyldýpi kortafærslna. En munurinn er mikill: Tekjuskattur er prógressífur skattur, þar sem fólk sem á meira borgar meira. Virðisaukaskattur er hins vegar regressífur: Stærra hlutfall af launum tekjuminna fólks fer í virðisaukaskatt en af launum tekjuhærra fólks. Hann hefur því í rauninni ósanngjarnari áhrif á tekjuminna fólk en tekjuskatturinn. Það er alveg í lagi að tala um að lækka skatta og gera skattkerfið réttlátara. Það er líka í lagi að tala um hversu fínt það er að búa á Norðurlöndunum. Það er hins vegar ekki í lagi að bulla, líkt og Þórey hefur gert. Ég spái því að fyrir þessar kosningar eigi Sjálfstæðisflokkurinn eftir að reyna að hamra á nákvæmlega þessari tegund af bulli, og reyna að sannfæra alla um að það eina sem þurfi að gera á Íslandi sé að lækka skatta, og þá sérstaklega á hátekjufólk, og að enginn sé betur til þess fallinn en flokkurinn sem kostaði skattborgara rúmlega 202 milljarða í síðustu atrennu. Slíkur málflutningur er afskaplega villandi og á ekki að líðast. Bullið sem fólk þarf að þola er nógu gríðarlegt þótt ekki sé lagt upp í skæruhernað með ósannindum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun