Skattafleipur Smári McCarthy skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Í grein sinni á Vísi 6. febrúar sl. fór Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, með heilmikið fleipur um skattamál. Hún fullyrðir þar að þegar lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með sé efsta tekjuskattsþrepið á Íslandi 58% og að í öðrum norrænum ríkjum séu skattar lægri. Það ætti nú að vera flestum fullljóst að lífeyrissjóðsiðgjöld eru ekki tekjuskattur og því frekar einkennilegt að telja þau með. En ef ætlunin væri að fara út í þannig æfingar mætti benda á að á Íslandi greiðir vinnuveitandi 8% tryggingagjald en víða á Norðurlöndunum greiðir launþeginn tryggingagjaldið sjálfur. En hvað tekjuskatt varðar er Þórey greinilega ekki með neitt á hreinu. Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru með lægstu skattana. Lægsta tekjuskattsþrepið hér er 37,34%, það efsta er 46,24%, sem gildir bara um upphæðir umfram 704.367 kr. Til samanburðar er efsta skattþrepið í Danmörku 51,7%, í Noregi er það 47,8%, í Finnlandi fer það í 46% þegar mest er og í þeim sveitarfélögum Svíþjóðar þar sem útsvarið er hæst fer tekjuskattur alveg upp í 59%. Þó ber að nefna að ekkert af Norðurlöndunum er með jafn háa skatta og Frakkland, þar sem borguð eru 75% launa í skatt í efsta skattþrepinu. Ástæðan fyrir því að það var ódýrara fyrir manninn sem Þórey talar um í grein sinni að borga skatta í Svíþjóð er vegna þess að þeir eru með sérstakan tekjuskatt, svokallað SINK, upp á 25% fyrir fólk sem býr utan Svíþjóðar. En „skattlandið“ Ísland er með fleira en tekjuskatt. Ýmsir hjáskattar og gjöld eru lagðir á varning af ýmsu tagi. En vitið þið hvað? Þeir eru mun lægri á Íslandi en víðast í Evrópu! Til dæmis er það aðeins í Póllandi þar sem lægri skattar á eldsneyti finnast en á Íslandi, samkvæmt tölum frá OECD. Ef ætlunin væri virkilega að bæta hag meðaltekjufólks væri stærsta búbótin fólgin í því að lækka virðisaukaskatt. Neytendur hugsa sjaldnar um virðisaukaskattinn en tekjuskattinn, því tekjuskatturinn er sundurliðaður fyrir okkur einu sinni í mánuði en virðisaukinn hverfur ofan í hyldýpi kortafærslna. En munurinn er mikill: Tekjuskattur er prógressífur skattur, þar sem fólk sem á meira borgar meira. Virðisaukaskattur er hins vegar regressífur: Stærra hlutfall af launum tekjuminna fólks fer í virðisaukaskatt en af launum tekjuhærra fólks. Hann hefur því í rauninni ósanngjarnari áhrif á tekjuminna fólk en tekjuskatturinn. Það er alveg í lagi að tala um að lækka skatta og gera skattkerfið réttlátara. Það er líka í lagi að tala um hversu fínt það er að búa á Norðurlöndunum. Það er hins vegar ekki í lagi að bulla, líkt og Þórey hefur gert. Ég spái því að fyrir þessar kosningar eigi Sjálfstæðisflokkurinn eftir að reyna að hamra á nákvæmlega þessari tegund af bulli, og reyna að sannfæra alla um að það eina sem þurfi að gera á Íslandi sé að lækka skatta, og þá sérstaklega á hátekjufólk, og að enginn sé betur til þess fallinn en flokkurinn sem kostaði skattborgara rúmlega 202 milljarða í síðustu atrennu. Slíkur málflutningur er afskaplega villandi og á ekki að líðast. Bullið sem fólk þarf að þola er nógu gríðarlegt þótt ekki sé lagt upp í skæruhernað með ósannindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í grein sinni á Vísi 6. febrúar sl. fór Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, með heilmikið fleipur um skattamál. Hún fullyrðir þar að þegar lífeyrissjóðsiðgjöld eru tekin með sé efsta tekjuskattsþrepið á Íslandi 58% og að í öðrum norrænum ríkjum séu skattar lægri. Það ætti nú að vera flestum fullljóst að lífeyrissjóðsiðgjöld eru ekki tekjuskattur og því frekar einkennilegt að telja þau með. En ef ætlunin væri að fara út í þannig æfingar mætti benda á að á Íslandi greiðir vinnuveitandi 8% tryggingagjald en víða á Norðurlöndunum greiðir launþeginn tryggingagjaldið sjálfur. En hvað tekjuskatt varðar er Þórey greinilega ekki með neitt á hreinu. Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem eru með lægstu skattana. Lægsta tekjuskattsþrepið hér er 37,34%, það efsta er 46,24%, sem gildir bara um upphæðir umfram 704.367 kr. Til samanburðar er efsta skattþrepið í Danmörku 51,7%, í Noregi er það 47,8%, í Finnlandi fer það í 46% þegar mest er og í þeim sveitarfélögum Svíþjóðar þar sem útsvarið er hæst fer tekjuskattur alveg upp í 59%. Þó ber að nefna að ekkert af Norðurlöndunum er með jafn háa skatta og Frakkland, þar sem borguð eru 75% launa í skatt í efsta skattþrepinu. Ástæðan fyrir því að það var ódýrara fyrir manninn sem Þórey talar um í grein sinni að borga skatta í Svíþjóð er vegna þess að þeir eru með sérstakan tekjuskatt, svokallað SINK, upp á 25% fyrir fólk sem býr utan Svíþjóðar. En „skattlandið“ Ísland er með fleira en tekjuskatt. Ýmsir hjáskattar og gjöld eru lagðir á varning af ýmsu tagi. En vitið þið hvað? Þeir eru mun lægri á Íslandi en víðast í Evrópu! Til dæmis er það aðeins í Póllandi þar sem lægri skattar á eldsneyti finnast en á Íslandi, samkvæmt tölum frá OECD. Ef ætlunin væri virkilega að bæta hag meðaltekjufólks væri stærsta búbótin fólgin í því að lækka virðisaukaskatt. Neytendur hugsa sjaldnar um virðisaukaskattinn en tekjuskattinn, því tekjuskatturinn er sundurliðaður fyrir okkur einu sinni í mánuði en virðisaukinn hverfur ofan í hyldýpi kortafærslna. En munurinn er mikill: Tekjuskattur er prógressífur skattur, þar sem fólk sem á meira borgar meira. Virðisaukaskattur er hins vegar regressífur: Stærra hlutfall af launum tekjuminna fólks fer í virðisaukaskatt en af launum tekjuhærra fólks. Hann hefur því í rauninni ósanngjarnari áhrif á tekjuminna fólk en tekjuskatturinn. Það er alveg í lagi að tala um að lækka skatta og gera skattkerfið réttlátara. Það er líka í lagi að tala um hversu fínt það er að búa á Norðurlöndunum. Það er hins vegar ekki í lagi að bulla, líkt og Þórey hefur gert. Ég spái því að fyrir þessar kosningar eigi Sjálfstæðisflokkurinn eftir að reyna að hamra á nákvæmlega þessari tegund af bulli, og reyna að sannfæra alla um að það eina sem þurfi að gera á Íslandi sé að lækka skatta, og þá sérstaklega á hátekjufólk, og að enginn sé betur til þess fallinn en flokkurinn sem kostaði skattborgara rúmlega 202 milljarða í síðustu atrennu. Slíkur málflutningur er afskaplega villandi og á ekki að líðast. Bullið sem fólk þarf að þola er nógu gríðarlegt þótt ekki sé lagt upp í skæruhernað með ósannindum.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun