Afnám verð- tryggingarinnar Eygló Harðardóttir skrifar 8. janúar 2013 06:00 Verðtryggingin er vinsælt umræðuefni á Alþingi, hvort hún eigi að vera eða hvort hún eigi að fara. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum í gegnum tíðina en það virðist sem svo að þegar nær dregur kosningum verði allt í einu flestir sammála um að verðtrygging sé af hinu vonda. Eins og hendi væri veifað tala allir um að það sé réttast að bjarga heimilum og skuldurum undan þessum vágesti. 550 milljörðum hefur verið bætt við lán heimilanna frá bankahruninu. Tölur sýna að allt að 50% heimila eigi erfitt að ná endum saman. Það er ekki hægt að verja verðtrygginguna lengur, þann lið sem vegur hvað þyngst þegar kemur að skuldavanda heimilanna og er að keyra þau smátt og smátt í þrot. Tillögur og þor Nú þarf að taka af skarið og byrja að hugsa um heimilin og fólkið í landinu og þar hefur Framsókn tillögur og þor. Við höfum komið með lausnir gegn verðtryggingunni og staðið með heimilum landsins. Bætt staða heimilanna er ekki einhvers konar kosningavarningur í okkar huga heldur er það okkar baráttumál. Okkar framtíðarsýn. Nú hefur Framsókn lagt fram í þriðja sinn tillögur á Alþingi til að koma böndum á verðtrygginguna. Það viljum við gera með því að setja 4% þak og þar með halda vexti hennar í skefjum. Þessari tillögu höfum við trú á, þessi leið væri fyrsta skrefið í átt að afnámi verðtryggingarinnar í heild. Fyrr í haust kynntum við annað mál sem lýtur að skuldum heimilanna, tillögu sem gengur út á það að þeir sem geta greitt af lánum sínum fá aukið svigrúm til að borga höfuðstólinn hraðar niður með því að nota skattkerfið. Við viljum koma til móts við heimilin með einhverjum hætti með því að skapa hvata fyrir fólk til að greiða af lánunum. Okkur finnst ekki nóg gert fyrir þann hóp sem stendur samviskusamlega í skilum hver einustu mánaðamót. Með andstöðu núverandi ríkisstjórnar er ljóst að þau mál sem Framsókn hefur lagt fram til aðstoðar millistéttarinnar munu ekki ná í gegn fyrir kosningar. Afnám í áföngum Við hvetjum kjósendur því til að leggjast á árar með okkur í vor. Við viljum afnema verðtrygginguna í áföngum og byrja á því að binda hana við ákveðið þak. Við viljum fara hér í mjög ákveðna og massífa atvinnuuppbyggingu. Það umhverfi sem við erum með í dag og höfum verið í langan tíma er ekki boðlegt. Á þessu verður að vinna og það þarf að gera í nokkrum aðgerðum. Ástandið lagast ekki á einni nóttu heldur þurfa allir að leggjast á eitt til að ná settu takmarki. Lykillinn að góðum árangri er sterk forysta með rétta framtíðarsýn. Framsókn horfir björtum augum til framtíðar. Við höfum lausnirnar og þorið til að koma þeim í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Verðtryggingin er vinsælt umræðuefni á Alþingi, hvort hún eigi að vera eða hvort hún eigi að fara. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum í gegnum tíðina en það virðist sem svo að þegar nær dregur kosningum verði allt í einu flestir sammála um að verðtrygging sé af hinu vonda. Eins og hendi væri veifað tala allir um að það sé réttast að bjarga heimilum og skuldurum undan þessum vágesti. 550 milljörðum hefur verið bætt við lán heimilanna frá bankahruninu. Tölur sýna að allt að 50% heimila eigi erfitt að ná endum saman. Það er ekki hægt að verja verðtrygginguna lengur, þann lið sem vegur hvað þyngst þegar kemur að skuldavanda heimilanna og er að keyra þau smátt og smátt í þrot. Tillögur og þor Nú þarf að taka af skarið og byrja að hugsa um heimilin og fólkið í landinu og þar hefur Framsókn tillögur og þor. Við höfum komið með lausnir gegn verðtryggingunni og staðið með heimilum landsins. Bætt staða heimilanna er ekki einhvers konar kosningavarningur í okkar huga heldur er það okkar baráttumál. Okkar framtíðarsýn. Nú hefur Framsókn lagt fram í þriðja sinn tillögur á Alþingi til að koma böndum á verðtrygginguna. Það viljum við gera með því að setja 4% þak og þar með halda vexti hennar í skefjum. Þessari tillögu höfum við trú á, þessi leið væri fyrsta skrefið í átt að afnámi verðtryggingarinnar í heild. Fyrr í haust kynntum við annað mál sem lýtur að skuldum heimilanna, tillögu sem gengur út á það að þeir sem geta greitt af lánum sínum fá aukið svigrúm til að borga höfuðstólinn hraðar niður með því að nota skattkerfið. Við viljum koma til móts við heimilin með einhverjum hætti með því að skapa hvata fyrir fólk til að greiða af lánunum. Okkur finnst ekki nóg gert fyrir þann hóp sem stendur samviskusamlega í skilum hver einustu mánaðamót. Með andstöðu núverandi ríkisstjórnar er ljóst að þau mál sem Framsókn hefur lagt fram til aðstoðar millistéttarinnar munu ekki ná í gegn fyrir kosningar. Afnám í áföngum Við hvetjum kjósendur því til að leggjast á árar með okkur í vor. Við viljum afnema verðtrygginguna í áföngum og byrja á því að binda hana við ákveðið þak. Við viljum fara hér í mjög ákveðna og massífa atvinnuuppbyggingu. Það umhverfi sem við erum með í dag og höfum verið í langan tíma er ekki boðlegt. Á þessu verður að vinna og það þarf að gera í nokkrum aðgerðum. Ástandið lagast ekki á einni nóttu heldur þurfa allir að leggjast á eitt til að ná settu takmarki. Lykillinn að góðum árangri er sterk forysta með rétta framtíðarsýn. Framsókn horfir björtum augum til framtíðar. Við höfum lausnirnar og þorið til að koma þeim í framkvæmd.
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar