Erlent

Loftslagsráðstefna skilaði ekki tilætluðum árangri

Marcin Korolec, umhverfisráðherra Póllands
Marcin Korolec, umhverfisráðherra Póllands AFP/NordicPhotos
Síðasti dagur loftslagsráðstefnunnar Sameinuðu Þjóðanna í Varsjá í Póllandi var í gær.

Niðurstaðan var stutt stefnuyfirlýsing þar sem línurnar eru lagðar fyrir árið 2015 en þá stefnt á að þjóðir heimsins sameinist um endanleg áform til að stemma stigum við hlýnun jarðar.

Óhætt er að segja að ráðstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri enda áttu fulltrúar í miklum vandræðum með orðalag yfirlýsingarinnar.

Sérstaklega er fjallað um þróunarlönd í yfirlýsingunni enda eru það fyrst og fremst þau sem finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, breytingum á veðrakerfum jarðarinnar og þurrkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×