Uppdráttarsýki áfram í Reykjavík? 25. nóvember 2013 09:06 „Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni. Þar segir frá rannsókn sem hann hefur í félagi við annan gert á áhrifum prófkjara á Íslandi, m.a. á þátttöku og hlut kvenna í prófkjörum. Við þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram. Það er alkunn staðreynd, að flokkum gengur misvel í kosningum, og sveiflur í fjölda þingmanna geta verið verulegar. Ástæðan fyrir því að konur fá síður sæti sem fyrirfram eru líkleg til að leiða til þingsætis með prófkjörum en uppstillingu bendir til þess að sveiflur í atkvæðamagni hafi meiri áhrif en framboðsaðferðin. Sú staðreynd að konur fá síður efsta sæti lista með prófkjöri en öðrum aðferðum segir sína sterku sögu. Síðast en ekki síst kemur í ljós að konur eru einungis um 35% þátttakenda í prófkjörum – það eitt og sér ætti að vera áhyggjuefni út frá lýðræðissjónarmiði. Framgangur kvenna og ungs fólks er þó ekki þyngsta áhyggjuefnið þegar kemur að prófkjörum og eðli þeirra. Það sem stingur mest í augu við grein þeirra Gunnars Helga Kristinssonar og Indriða H. Indriðasonar er að þar vantar þrjú rit í heimildaskrá og niðurstöður þriggja rannsókna. Þær voru gerðar eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 sem leiddi af sér margvíslegar þrengingar á hinu pólitíska sviði, ekki síður en á hinu efnahagslega sviði. Þessar þrengingar hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum Íslendingum, en þeir Gunnar Helgi og Indriði virðast sannarlega í þeim hópi. Rannsóknarskýrsla Alþingis sem kom út 12. apríl 2010, skýrsla Umbótanefndar Samfylkingarinnar sem var lögð fram á flokksstjórnarfundi í maí 2011, og skýrsla Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir landsfund flokksins í nóvember 2011, eru höfuðrit allra þeirra sem vilja fjalla um íslensk stjórnmál síðustu 10-15 ára af einhverju viti. Í þeim öllum kemur fram að prófkjörin voru einn þeirra þátta sem beinlínis leiddu af sér hrun bankakerfisins, því fylgifiskar þeirra - peningar og hagsmunatengsl – ýttu flestum siðferðisgildum og hugsjónum til hliðar. Nýverið hefur einn þaulreyndur prófkjörsmaður birt endurminningar sínar frá atburðum ársins 2012. Gefum Össuri Skarphéðinssyni orðið: „Uppdráttarsýkin í Reykjavík er greinilega smitandi. Samfylkingin kemur beygluð út úr helginni og innan flokks og utan eru menn með óbragð í munninum. Það verður mikið verk fyrir nýjan formann að lækna flokkinn.“ (Ár drekans, bls. 338). Er það svona flokkur sem Samfylkingarfélagar vilja áfram eiga? Ættum við ekki frekar að lækna flokkinn sjálf í stað þess að bíða eftir verkum formanns? Auður Styrkársdóttir Kjartan Valgarðsson Rósa G. Erlingsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni. Þar segir frá rannsókn sem hann hefur í félagi við annan gert á áhrifum prófkjara á Íslandi, m.a. á þátttöku og hlut kvenna í prófkjörum. Við þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram. Það er alkunn staðreynd, að flokkum gengur misvel í kosningum, og sveiflur í fjölda þingmanna geta verið verulegar. Ástæðan fyrir því að konur fá síður sæti sem fyrirfram eru líkleg til að leiða til þingsætis með prófkjörum en uppstillingu bendir til þess að sveiflur í atkvæðamagni hafi meiri áhrif en framboðsaðferðin. Sú staðreynd að konur fá síður efsta sæti lista með prófkjöri en öðrum aðferðum segir sína sterku sögu. Síðast en ekki síst kemur í ljós að konur eru einungis um 35% þátttakenda í prófkjörum – það eitt og sér ætti að vera áhyggjuefni út frá lýðræðissjónarmiði. Framgangur kvenna og ungs fólks er þó ekki þyngsta áhyggjuefnið þegar kemur að prófkjörum og eðli þeirra. Það sem stingur mest í augu við grein þeirra Gunnars Helga Kristinssonar og Indriða H. Indriðasonar er að þar vantar þrjú rit í heimildaskrá og niðurstöður þriggja rannsókna. Þær voru gerðar eftir fall íslensku bankanna haustið 2008 sem leiddi af sér margvíslegar þrengingar á hinu pólitíska sviði, ekki síður en á hinu efnahagslega sviði. Þessar þrengingar hafa sennilega ekki farið framhjá mörgum Íslendingum, en þeir Gunnar Helgi og Indriði virðast sannarlega í þeim hópi. Rannsóknarskýrsla Alþingis sem kom út 12. apríl 2010, skýrsla Umbótanefndar Samfylkingarinnar sem var lögð fram á flokksstjórnarfundi í maí 2011, og skýrsla Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fyrir landsfund flokksins í nóvember 2011, eru höfuðrit allra þeirra sem vilja fjalla um íslensk stjórnmál síðustu 10-15 ára af einhverju viti. Í þeim öllum kemur fram að prófkjörin voru einn þeirra þátta sem beinlínis leiddu af sér hrun bankakerfisins, því fylgifiskar þeirra - peningar og hagsmunatengsl – ýttu flestum siðferðisgildum og hugsjónum til hliðar. Nýverið hefur einn þaulreyndur prófkjörsmaður birt endurminningar sínar frá atburðum ársins 2012. Gefum Össuri Skarphéðinssyni orðið: „Uppdráttarsýkin í Reykjavík er greinilega smitandi. Samfylkingin kemur beygluð út úr helginni og innan flokks og utan eru menn með óbragð í munninum. Það verður mikið verk fyrir nýjan formann að lækna flokkinn.“ (Ár drekans, bls. 338). Er það svona flokkur sem Samfylkingarfélagar vilja áfram eiga? Ættum við ekki frekar að lækna flokkinn sjálf í stað þess að bíða eftir verkum formanns? Auður Styrkársdóttir Kjartan Valgarðsson Rósa G. Erlingsdóttir
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun