Íslenski boltinn

Bara Þýskaland með fleiri marka-menn en Ísland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fagna einu af sextán mörkum sínum í undankeppninni.
Strákarnir fagna einu af sextán mörkum sínum í undankeppninni. Mynd/Vilhelm
Ísland á nú fjóra af sex markahæstu leikmönnunum í E-riðli Evrópuhluta undankeppni HM 2014 eftir að bæði Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu í 2-0 sigri á Kýpur á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld.

Slóveninn Milivoje Novakovic skoraði þrennu á móti Norðmönnum og er markahæsti leikmaður riðilsins með fimm mörk en Gylfi Þór er í öðru sæti með fjögur mörk.

Þýskaland er eina þjóðin í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 sem á fleiri þriggja marka menn en Ísland en alls hafa sex Þjóðverjar náð því að skora þrjú mörk í þessari undankeppni.

Ísland á fjóra marka-menn alveg eins og England og Bosnía. Hollendingurinn er markahæstu í öllum Evrópu-riðlunum en hann hefur skorað ellefu mörk í þessari undankeppni. Bosníumaðurinn Edin Dzeko er næstmarkahæstur með tíu mörk.

Þjóðir með flesta þriggja marka menn í Evrópuhluta undankeppni HM 2014:

Þýskaland 6

Mesut Özil 7

Marco Reus 5

Miroslav Klose 4

Thomas Müller 4

Mario Götze 3

Toni Kroos 3

Ísland 4

Gylfi Þór Sigurðsson 4 mörk

Jóhann Berg Guðmundsson 3 mörk

Birkir Bjarnason 3 mörk

Kolbeinn Sigþórsson 3 mörk

England 4

Wayne Rooney 6

Frank Lampard 4

Danny Welbeck 4

Jermain Defoe 3

Bosnía 4

Edin Dzeko 10

Vedad Ibisevic 7

Zvjezdan Misimovic 5

Miralem Pjanic 3


Tengdar fréttir

Kolbeinn bætti met Eiðs Smára um tvö ár og fimm mánuði

Kolbeinn Sigþórsson varð í gær áttundi leikmaðurinn sem nær því að skora tólf mörk fyrir íslenska A-landsliðið en hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Kýpur í leik þjóðanna í undankeppni HM 2014.

766 mínútna bið Gylfa á enda

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Íslands í 2-0 sigri á Kýpur á Laugardalsvellinum í gær og innsiglaði með því sigur íslensku strákanna sem eru í öðru sæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir. Þetta var fyrsta landsliðsmark Gylfa á Laugardalsvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×