Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Hjörvar Ólafsson skrifar 22. september 2024 21:04 Alex Freyr Elísson kom Fram á bragðið í leiknum. Vísir/Anton Brink Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. Fyrir þennan leik hafði Fram spilað fimm leiki í deildinni án sigurs, beðið ósigur í fjórum þeirra áður en liðið gerði jafntefli við FH í síðustu umferð deildarinnar. Alex Freyr Elísson skoraði fyrra mark Fram um miðjan fyrri hálfleikinn. Fred gerði þá vel í að koma boltanum út á hægri kantinn á Alex Frey sem smellhitti boltann af vítateigshorninu og boltinn endaði í fjærhorninu. Áður en Fram skoraði markið sem skildi liðin að höfðu gestirnir úr Árbænum tvisvar sinnum sett boltann í stöngina. Í fyrra skiptið skallaði Orri Sveinn Segatta boltann í tréverkið eftir fyrirgjöf frá Arnóri Breka Ásþórssyni. Sigurbergur Áki Jörundsson lét svo skotið ríða af fyrir utan vítateig Fram í seinna skiptið og aftur glumdi í stönginni. Eftir öfluga byrjun á leiknum náðu Frammarar hægt og bítandi tökum á leiknum án þess þó að ná að skapa sér hættuleg færi. Það var svo undir lok fyrri hálfleiks sem Magnús Þórðarson nýtti sér sofandahátt Birkis Eyþórsson. Magnús stal boltanum af honum og setti boltann í nærhornið framhjá Ólafi Kristófer Helgasyni. Staðan 2-0 í hálfleik og útlitið svart hjá botnliði Fylkis. Þrátt fyrir fín færi á báða bóga í seinni hálfleik var ekkert skorað og Fram vann sinn fyrsta deildarsigur frá því í byrjun ágúst þegar Stjarnan lá í valnum fyrir lærisveinum Rúnars Kristinssonar. Fylkismenn fengu 13 hornspyrnur í þessum leik en náðu ekki að færa sér það í nyt. Rúnar Páll Sigmundsson og Brynjar Björn Gunnarsson þurfa að fara að teikniborðinu og drilla hornin betur fyrir næsta leik. Fylkir vermir botnsæti deildarinnar með 17 stig, Vestri sem gerði 2-2 jafntefli við KR fyrr í dag er í næstneðsta sæti með 19 stig og HK er í sætinu fyrir ofan fallsvæðið með 20 stig. KR er þar fyrir ofan með 22 stig. Fram tryggði sætið sitt nánast endanlega í efstu deild með þessum sigri. Fram situr í sjötta sæti með 30 stig og er þremur stigum á undan nýkrýndum bikarmeisturum, KA, sem eru sæti neðar. Rúnar Kristinsson þungt hugsi á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Kristinsson: Gott að endurnýja kynnin við sigurtilfinninguna „Við vorum farnir að lengja eftir þremur stigum og vildum klára það að halda sæti okkar í deildinni á okkar forsendum. Það var ánægjulegt að sjá leikmenn leggja allt í sölurnar, henda sér fyrir bolta og berjast fyrir stigunum þremur sem í boði voru,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. „Þessi sigur var ekkert endilega sanngjarn og Fylkismenn áttu allt eins skilið að vinna. Það er í raun ótrúlegt að við náðum að halda hreinu en það er mikilvægt að hafa náð því. Við áttum ágætis spilkafla inni á milli og skorum tvö fín mörk. Það var gaman að sjá Alex Frey skora en hann var búinn að vera svolítið tens í leiknum og var búinn að næla í sitt tíunda gula spjald í sumar. Hann róaðist allur við að setja hann og það var kannksi kominn tími á það,“ sagði Rúnar léttur. „Nú erum við svo gott sem hólpnir sem var fyrsta markmiðið. Við hefðum viljað enda á meðal sex efstu en erum þokkalega sáttir við stöðuna. Eftir þennan leik detta einhverjir leikmenn í leikbann og það opnar bara tækifæri fyrir þá sem hafa spilað minna á tímabilinu. Við ætlum okkur að halda áfram að bæta leik okkar og hala inn stigum í þeim leikjum sem eftir eru,“ sagði hann um framhaldið. Rúnar Páll: Ótrúlegt að við fáum ekkert út úr þessum leik „Við náðum að setja þá undir mikla pressu, fáum fullt af færum og setjum boltann tvisvar í stöngina áður en þeir skora. Það er í raun og veru ótrúlegt að við séum að fara stigalausir úr Ulfarsárdalnum eftir þennan leik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, svekktur að leik loknum. „Það sem gerir þetta enn meira svekkjandi er að mörkin sem við fáum á okkur eru bæði í ódýarari kantinum. Við vorum búnir að fara vel yfir það að við þyrftum að loka á skotfæri eins og Alex Freyr skoraði úr og svo sofnum við á verðinum í seinna markinu,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. „Ég er stoltur og sáttur við frammistöðuna og það sást bersýnilega í kvöld að allir þeir sem voru á leikskýrslu hjá Fylki að þessu sinni hafa bullandi trú á verkefninu þrátt fyrir að við séum í erfiðri stöðu. Það er bara áfram gakk, við munum halda okkur upp,“ sagði hann borubrattur. „Við fengum urmul af hornum í þessum leik og stöður til þess að setja boltann í netið. Það vantaði ekkert upp á spyrnurnar, bara herslumuninn að binda endahnútinn á sóknirnar. Það kemur í næstu leikjum ég er alveg viss um það. Við tökum heilmargt jákvætt út úr þessum leik og förum héðan með kassann uppi,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála í Árbænum. Rúnar Páll á hliðarlínunni í leik hjá Fylki. Vísir/Pawel Atvik leiksins Birkir mun ekki vilja horfa á atvikið í seinna marki Fram aftur og það sama má segja um Ólaf Kristófer í marki Fylkis en hann var undarlega staðsettur þegar Magnús lét skotið ríða af. Stjörnur og skúrkar Magnús var síógnandi á vinstri vængnum hjá Fram og kórónaði góða frammistöðu sína með marki sínu. Þorri Stefán Þorbjönsson var öruggur í sínum aðgerðum í varnarlínu Fram. Fred var góður inni á miðsvæðinu. Hjá Fylki var Emil Ásmundsson að reyna að skapa usla og Sigurbergur Áki Jörundsson skilað sínu inni á miðjunni Dómarar leiksins Gunnar Freyr Róbertsson og teymið hans voru ekki í stóru hlutverki í þessum leik og þannig vill maður hafa það hvað dómara varðar. Þeir fá átta í einkunn fyrir vel unnin störf að þessu sinni. Stemming og umgjörð Það var fallegt veður í Úlfarsárdalnum í kvöld. Appelsínugulur fagur himinn með ljúfum jazztónum úr stúkunni Frammegin gerði kvöldið huggulegt. Fín stemming og létt yfir heimamönnum. Besta deild karla Fylkir Fram
Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. Fyrir þennan leik hafði Fram spilað fimm leiki í deildinni án sigurs, beðið ósigur í fjórum þeirra áður en liðið gerði jafntefli við FH í síðustu umferð deildarinnar. Alex Freyr Elísson skoraði fyrra mark Fram um miðjan fyrri hálfleikinn. Fred gerði þá vel í að koma boltanum út á hægri kantinn á Alex Frey sem smellhitti boltann af vítateigshorninu og boltinn endaði í fjærhorninu. Áður en Fram skoraði markið sem skildi liðin að höfðu gestirnir úr Árbænum tvisvar sinnum sett boltann í stöngina. Í fyrra skiptið skallaði Orri Sveinn Segatta boltann í tréverkið eftir fyrirgjöf frá Arnóri Breka Ásþórssyni. Sigurbergur Áki Jörundsson lét svo skotið ríða af fyrir utan vítateig Fram í seinna skiptið og aftur glumdi í stönginni. Eftir öfluga byrjun á leiknum náðu Frammarar hægt og bítandi tökum á leiknum án þess þó að ná að skapa sér hættuleg færi. Það var svo undir lok fyrri hálfleiks sem Magnús Þórðarson nýtti sér sofandahátt Birkis Eyþórsson. Magnús stal boltanum af honum og setti boltann í nærhornið framhjá Ólafi Kristófer Helgasyni. Staðan 2-0 í hálfleik og útlitið svart hjá botnliði Fylkis. Þrátt fyrir fín færi á báða bóga í seinni hálfleik var ekkert skorað og Fram vann sinn fyrsta deildarsigur frá því í byrjun ágúst þegar Stjarnan lá í valnum fyrir lærisveinum Rúnars Kristinssonar. Fylkismenn fengu 13 hornspyrnur í þessum leik en náðu ekki að færa sér það í nyt. Rúnar Páll Sigmundsson og Brynjar Björn Gunnarsson þurfa að fara að teikniborðinu og drilla hornin betur fyrir næsta leik. Fylkir vermir botnsæti deildarinnar með 17 stig, Vestri sem gerði 2-2 jafntefli við KR fyrr í dag er í næstneðsta sæti með 19 stig og HK er í sætinu fyrir ofan fallsvæðið með 20 stig. KR er þar fyrir ofan með 22 stig. Fram tryggði sætið sitt nánast endanlega í efstu deild með þessum sigri. Fram situr í sjötta sæti með 30 stig og er þremur stigum á undan nýkrýndum bikarmeisturum, KA, sem eru sæti neðar. Rúnar Kristinsson þungt hugsi á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Kristinsson: Gott að endurnýja kynnin við sigurtilfinninguna „Við vorum farnir að lengja eftir þremur stigum og vildum klára það að halda sæti okkar í deildinni á okkar forsendum. Það var ánægjulegt að sjá leikmenn leggja allt í sölurnar, henda sér fyrir bolta og berjast fyrir stigunum þremur sem í boði voru,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. „Þessi sigur var ekkert endilega sanngjarn og Fylkismenn áttu allt eins skilið að vinna. Það er í raun ótrúlegt að við náðum að halda hreinu en það er mikilvægt að hafa náð því. Við áttum ágætis spilkafla inni á milli og skorum tvö fín mörk. Það var gaman að sjá Alex Frey skora en hann var búinn að vera svolítið tens í leiknum og var búinn að næla í sitt tíunda gula spjald í sumar. Hann róaðist allur við að setja hann og það var kannksi kominn tími á það,“ sagði Rúnar léttur. „Nú erum við svo gott sem hólpnir sem var fyrsta markmiðið. Við hefðum viljað enda á meðal sex efstu en erum þokkalega sáttir við stöðuna. Eftir þennan leik detta einhverjir leikmenn í leikbann og það opnar bara tækifæri fyrir þá sem hafa spilað minna á tímabilinu. Við ætlum okkur að halda áfram að bæta leik okkar og hala inn stigum í þeim leikjum sem eftir eru,“ sagði hann um framhaldið. Rúnar Páll: Ótrúlegt að við fáum ekkert út úr þessum leik „Við náðum að setja þá undir mikla pressu, fáum fullt af færum og setjum boltann tvisvar í stöngina áður en þeir skora. Það er í raun og veru ótrúlegt að við séum að fara stigalausir úr Ulfarsárdalnum eftir þennan leik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, svekktur að leik loknum. „Það sem gerir þetta enn meira svekkjandi er að mörkin sem við fáum á okkur eru bæði í ódýarari kantinum. Við vorum búnir að fara vel yfir það að við þyrftum að loka á skotfæri eins og Alex Freyr skoraði úr og svo sofnum við á verðinum í seinna markinu,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. „Ég er stoltur og sáttur við frammistöðuna og það sást bersýnilega í kvöld að allir þeir sem voru á leikskýrslu hjá Fylki að þessu sinni hafa bullandi trú á verkefninu þrátt fyrir að við séum í erfiðri stöðu. Það er bara áfram gakk, við munum halda okkur upp,“ sagði hann borubrattur. „Við fengum urmul af hornum í þessum leik og stöður til þess að setja boltann í netið. Það vantaði ekkert upp á spyrnurnar, bara herslumuninn að binda endahnútinn á sóknirnar. Það kemur í næstu leikjum ég er alveg viss um það. Við tökum heilmargt jákvætt út úr þessum leik og förum héðan með kassann uppi,“ sagði þjálfarinn um stöðu mála í Árbænum. Rúnar Páll á hliðarlínunni í leik hjá Fylki. Vísir/Pawel Atvik leiksins Birkir mun ekki vilja horfa á atvikið í seinna marki Fram aftur og það sama má segja um Ólaf Kristófer í marki Fylkis en hann var undarlega staðsettur þegar Magnús lét skotið ríða af. Stjörnur og skúrkar Magnús var síógnandi á vinstri vængnum hjá Fram og kórónaði góða frammistöðu sína með marki sínu. Þorri Stefán Þorbjönsson var öruggur í sínum aðgerðum í varnarlínu Fram. Fred var góður inni á miðsvæðinu. Hjá Fylki var Emil Ásmundsson að reyna að skapa usla og Sigurbergur Áki Jörundsson skilað sínu inni á miðjunni Dómarar leiksins Gunnar Freyr Róbertsson og teymið hans voru ekki í stóru hlutverki í þessum leik og þannig vill maður hafa það hvað dómara varðar. Þeir fá átta í einkunn fyrir vel unnin störf að þessu sinni. Stemming og umgjörð Það var fallegt veður í Úlfarsárdalnum í kvöld. Appelsínugulur fagur himinn með ljúfum jazztónum úr stúkunni Frammegin gerði kvöldið huggulegt. Fín stemming og létt yfir heimamönnum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti