Erlent

Enn loga eldar í Ástralíu

Ekkert lát er á skógareldunum í Ástralíu. Slökkviliðsmenn berjast nú við hátt í hundrað elda sem brenna í Nýju Suður-Wales, Viktoríuríki og Tasmaníu.

Þvert á það sem veðurfræðingar spáðu hefur lofthiti lækkað nokkuð. Það hefur þó hvesst mikið og hefur vindurinn kynt upp í eldunum. Eldarnir geisa á gríðarlegu stóru svæði og hafa fjölmargar byggingar orðið eldi að bráð. Það er því kraftaverki líkast að enginn hafi farist í eldunum.

Árið 2009 létust rúmlega 170 manns í Viktoríuríki þegar skógareldar blossuðu upp þar.

Í skýrslu sem unnin var af stjórnvöldum í ástralíu er fullyrt að hlýnun jarðar eigi sök á því að eldarnir í ár séu jafn skæðir og raun ber vitni. Hitastig í Ástralíu náði nýjum hæðum á dögunum þegar rúmlega 40 stiga mældist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×