Héraðsdómur segir bankamenn bjána Ólafur Hauksson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Ótrúlegt er að sjá bankamenn niðurlægða með jafn afgerandi hætti og í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar lýsir dómarinn starfsmönnum Arion, Glitnis og Landsbankans sem fábjánum – en að vísu samkvæmt þeirra eigin ósk. Þessa niðurstöðu má lesa út úr dómi yfir Aroni Karlssyni, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna". Dómurinn ætti að vera skyldulesning fyrir áhugafólk um vont réttarfar á Íslandi, en höfundur þessarar greinar er í þeim hópi.Rannsókn í skötulíki Ég tók mig til og las dóminn yfir Aroni. Ég er sérstakur áhugamaður um brot á 248. grein hegningarlaga, þeirri sem Aron var ákærður og dæmdur fyrir. Ég og félagar mínir reyndum á sínum tíma að fá saksóknara til að ákæra Pálma Haraldsson og fleiri fyrir að hafa brotið gegn þessari lagagrein þegar hann blekkti okkur til að selja síðustu hlutabréfin í Iceland Express langt undir raunvirði. Öfugt við bankana höfðum við þó ekki erindi sem erfiði. Sérstakur saksóknari taldi sannanir ekki nægar, þó svo að við veifuðum þeim framan í hann. Sú litla rannsókn sem fram fór var í algjöru skötulíki. Það næstum datt af mér andlitið við að lesa gögnin í máli Arons Karlssonar. Þar kom í ljós að bankarnir höfðu spunnið lygasögu um að Aron hefði blekkt þá um verðmæti húss við Skúlagötu og hagnast ólöglega um 300 milljónir króna. Þessi frásögn dugði til að æsa sérstakan saksóknara til að hefja rannsókn og ákæra Aron. Málið var þannig vaxið að Aron skuldaði bönkunum vegna kaupa og breytinga á Skúlagötu 51. Hann vann að því að selja húsið, til að geta greitt veðskuldirnar. Kaupandi fannst og samið var við hann um að borga 575 milljónir króna, taka á sig virðisaukaskattsskuld upp á 110 milljónir og fasteignagjöld, sölulaun og kostnað upp á 80 milljónir. Samtals um 760 milljónir króna. Fermetraverðið í þessari sölu var 165 þúsund krónur. Um leið gátu bankarnir losað um 107 milljón króna tryggingu sem sett hafði verið fyrir greiðslu virðisaukaskatts. Heildarávinningur af þessum viðskiptum var því um 867 milljónir króna. Um svipað leyti hafði kínverska sendiráðið sýnt húsinu áhuga, en þurfti heimild íslenskra yfirvalda til að fá að kaupa. Það leyfi fékkst skömmu eftir að gengið var frá fyrri kaupsamningnum. Kínverjarnir gerðu þá tilboð sem var hærra en fyrra tilboðið. Aron rifti fyrri samningnum og seldi kínverska sendiráðinu húsið á 96 milljónum króna hærra verði. Bankarnir fengu síðan þær greiðslur sem samið hafði verið um.Vildu allan peninginn Með þessu töldu bankarnir hins vegar að sér vegið í samningum. Þeir vildu allan peninginn, ekki bara það sem samið var um. Aron taldi þetta aftur á móti eðlileg viðskipti, enda kom undirritað tilboð frá Kínverjunum eftir að búið var að ganga frá samningum um bankauppgjörið. En hvernig áttu bankarnir að fara að því að ná þessum viðbótarfjármunum af Aroni? Almenna reglan er jú að samningar skuli standa. Í þessum viðskiptum töldust bankarnir hafa yfirburða þekkingu. En bankamennirnir fóru til sérstaks saksóknara og sögðust hafa verið plataðir. Aron hefði hagnast ólöglega um 300 milljónir króna með því að blekkja þá um verðmæti fasteignarinnar. Sérstakur saksóknari beit á agnið. Hann trúði því að her þrautreyndra bankamanna, sem véla um fasteignir fyrir hundruð milljarða króna, hefði verið gabbaður í fasteignaviðskiptum. Eins og þeir væru bjánar. Refsiglaður dómarinn féllst á þessa ályktun saksóknara um að bankamennirnir væru bjánar og dæmdi Aron fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna." Dómarinn gerði 96 milljóna króna hlut Arons upptækan, dæmdi hann í tveggja ára fangelsi og til að greiða bönkunum 160 milljónir króna í órökstuddar skaðabætur. Samtals eiga bankarnir að fá 1.160 milljónir króna með vöxtum frá 2009, eða um 300 milljónum meira en fékkst fyrir húsið við sölu þess til kínverska sendiráðsins.Yfirburðastaða í réttarkerfinu Þessi dómur er vægast sagt stórundarlegur. Aron seldi kínverska sendiráðinu húsið á 860 milljónir króna, en bankarnir losuðu um 867 milljónir króna með sölu þess. Í hverju voru ranghugmyndir bankamanna eiginlega fólgnar? Hverju töpuðu þeir? Hver var glæpurinn? Þetta mál sýnir að bankarnir njóta yfirburðastöðu í réttarkerfinu gagnvart borgurum þessa lands. Sérstakur saksóknari endasendist í þágu þeirra á eftir skálduðum ásökunum, en sýnir yfirþyrmandi áhugaleysi þegar maðurinn af götunni á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Ótrúlegt er að sjá bankamenn niðurlægða með jafn afgerandi hætti og í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar lýsir dómarinn starfsmönnum Arion, Glitnis og Landsbankans sem fábjánum – en að vísu samkvæmt þeirra eigin ósk. Þessa niðurstöðu má lesa út úr dómi yfir Aroni Karlssyni, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna". Dómurinn ætti að vera skyldulesning fyrir áhugafólk um vont réttarfar á Íslandi, en höfundur þessarar greinar er í þeim hópi.Rannsókn í skötulíki Ég tók mig til og las dóminn yfir Aroni. Ég er sérstakur áhugamaður um brot á 248. grein hegningarlaga, þeirri sem Aron var ákærður og dæmdur fyrir. Ég og félagar mínir reyndum á sínum tíma að fá saksóknara til að ákæra Pálma Haraldsson og fleiri fyrir að hafa brotið gegn þessari lagagrein þegar hann blekkti okkur til að selja síðustu hlutabréfin í Iceland Express langt undir raunvirði. Öfugt við bankana höfðum við þó ekki erindi sem erfiði. Sérstakur saksóknari taldi sannanir ekki nægar, þó svo að við veifuðum þeim framan í hann. Sú litla rannsókn sem fram fór var í algjöru skötulíki. Það næstum datt af mér andlitið við að lesa gögnin í máli Arons Karlssonar. Þar kom í ljós að bankarnir höfðu spunnið lygasögu um að Aron hefði blekkt þá um verðmæti húss við Skúlagötu og hagnast ólöglega um 300 milljónir króna. Þessi frásögn dugði til að æsa sérstakan saksóknara til að hefja rannsókn og ákæra Aron. Málið var þannig vaxið að Aron skuldaði bönkunum vegna kaupa og breytinga á Skúlagötu 51. Hann vann að því að selja húsið, til að geta greitt veðskuldirnar. Kaupandi fannst og samið var við hann um að borga 575 milljónir króna, taka á sig virðisaukaskattsskuld upp á 110 milljónir og fasteignagjöld, sölulaun og kostnað upp á 80 milljónir. Samtals um 760 milljónir króna. Fermetraverðið í þessari sölu var 165 þúsund krónur. Um leið gátu bankarnir losað um 107 milljón króna tryggingu sem sett hafði verið fyrir greiðslu virðisaukaskatts. Heildarávinningur af þessum viðskiptum var því um 867 milljónir króna. Um svipað leyti hafði kínverska sendiráðið sýnt húsinu áhuga, en þurfti heimild íslenskra yfirvalda til að fá að kaupa. Það leyfi fékkst skömmu eftir að gengið var frá fyrri kaupsamningnum. Kínverjarnir gerðu þá tilboð sem var hærra en fyrra tilboðið. Aron rifti fyrri samningnum og seldi kínverska sendiráðinu húsið á 96 milljónum króna hærra verði. Bankarnir fengu síðan þær greiðslur sem samið hafði verið um.Vildu allan peninginn Með þessu töldu bankarnir hins vegar að sér vegið í samningum. Þeir vildu allan peninginn, ekki bara það sem samið var um. Aron taldi þetta aftur á móti eðlileg viðskipti, enda kom undirritað tilboð frá Kínverjunum eftir að búið var að ganga frá samningum um bankauppgjörið. En hvernig áttu bankarnir að fara að því að ná þessum viðbótarfjármunum af Aroni? Almenna reglan er jú að samningar skuli standa. Í þessum viðskiptum töldust bankarnir hafa yfirburða þekkingu. En bankamennirnir fóru til sérstaks saksóknara og sögðust hafa verið plataðir. Aron hefði hagnast ólöglega um 300 milljónir króna með því að blekkja þá um verðmæti fasteignarinnar. Sérstakur saksóknari beit á agnið. Hann trúði því að her þrautreyndra bankamanna, sem véla um fasteignir fyrir hundruð milljarða króna, hefði verið gabbaður í fasteignaviðskiptum. Eins og þeir væru bjánar. Refsiglaður dómarinn féllst á þessa ályktun saksóknara um að bankamennirnir væru bjánar og dæmdi Aron fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna." Dómarinn gerði 96 milljóna króna hlut Arons upptækan, dæmdi hann í tveggja ára fangelsi og til að greiða bönkunum 160 milljónir króna í órökstuddar skaðabætur. Samtals eiga bankarnir að fá 1.160 milljónir króna með vöxtum frá 2009, eða um 300 milljónum meira en fékkst fyrir húsið við sölu þess til kínverska sendiráðsins.Yfirburðastaða í réttarkerfinu Þessi dómur er vægast sagt stórundarlegur. Aron seldi kínverska sendiráðinu húsið á 860 milljónir króna, en bankarnir losuðu um 867 milljónir króna með sölu þess. Í hverju voru ranghugmyndir bankamanna eiginlega fólgnar? Hverju töpuðu þeir? Hver var glæpurinn? Þetta mál sýnir að bankarnir njóta yfirburðastöðu í réttarkerfinu gagnvart borgurum þessa lands. Sérstakur saksóknari endasendist í þágu þeirra á eftir skálduðum ásökunum, en sýnir yfirþyrmandi áhugaleysi þegar maðurinn af götunni á í hlut.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun