Svar við bréfi Jóhanns Gylfi Arnbjörnsson skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar. Málið er ekki sérlega flókið. Ef teknir eru skattar af lífeyrissjóðunum þá minnkar geta þeirra til að greiða almennu launafólki lífeyri, af því leiðir að réttindi eru lækkuð. Hins vegar bætir ríkissjóður sem launagreiðandi sínum lífeyrissjóðum og sínum starfsmönnum þennan skatt með auknu framlagi og engin lífeyrisréttindi þarf að lækka. Miðað við almennan áhuga ráðherra og þingmanna á að nota ríkissjóð til að verja eigin réttindi og skilningsleysi þeirra á því að í landinu eru tvö ólík lífeyriskerfi ætti svo sem ekki að koma á óvart, að aðstoðarmenn vaði sömu villu. Og Jóhann, það var ASÍ sem lagði til í október 2008 að hækka yrði vaxtabætur til að hjálpa heimilunum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert í málinu fyrr en 2011 eftir mikinn þrýsting frá ASÍ. Það er dapurlegt að Jóhann skuli setja samasemmerki milli lífeyrisréttinda almennings og stöðu bankanna í hruninu. Það ber vott um undarlega sýn á það sem hér gerðist 2008. Bankarnir voru gerendur í efnahagshruninu á meðan launafólk mátti þola skert lífeyrisréttindi vegna þess. Að ríkisstjórnin skuli útfæra sérstakan skatt á lífeyrisréttindi, skatt sem lendir eingöngu á almennu launafólki sem býr við lakari réttindi en opinberir starfsmenn, er ekki bara óþolandi heldur óréttlátt. Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En sjáðu til Jóhann, þetta vissi forsætisráðherra og allur þingheimur. Þetta höfðu forseti og varaforseti ASÍ farið ítarlega yfir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar haustið 2010 þegar ríkisstjórnin krafðist þess að stjórnir lífeyrissjóðanna brytu lög í landinu og aftur haustið 2011 þegar umrætt frumvarp kom fram. Samt var það þannig að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna ákváðu að styðja þetta frumvarp, vitandi af þessu grófa ójafnræði. Þeir sáu ekki ástæðu til að standa vaktina fyrir 100 þúsund launamenn á hinum almenna vinnumarkaði. Það er miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Tengdar fréttir Opið bréf til forseta ASÍ Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. 16. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar. Málið er ekki sérlega flókið. Ef teknir eru skattar af lífeyrissjóðunum þá minnkar geta þeirra til að greiða almennu launafólki lífeyri, af því leiðir að réttindi eru lækkuð. Hins vegar bætir ríkissjóður sem launagreiðandi sínum lífeyrissjóðum og sínum starfsmönnum þennan skatt með auknu framlagi og engin lífeyrisréttindi þarf að lækka. Miðað við almennan áhuga ráðherra og þingmanna á að nota ríkissjóð til að verja eigin réttindi og skilningsleysi þeirra á því að í landinu eru tvö ólík lífeyriskerfi ætti svo sem ekki að koma á óvart, að aðstoðarmenn vaði sömu villu. Og Jóhann, það var ASÍ sem lagði til í október 2008 að hækka yrði vaxtabætur til að hjálpa heimilunum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert í málinu fyrr en 2011 eftir mikinn þrýsting frá ASÍ. Það er dapurlegt að Jóhann skuli setja samasemmerki milli lífeyrisréttinda almennings og stöðu bankanna í hruninu. Það ber vott um undarlega sýn á það sem hér gerðist 2008. Bankarnir voru gerendur í efnahagshruninu á meðan launafólk mátti þola skert lífeyrisréttindi vegna þess. Að ríkisstjórnin skuli útfæra sérstakan skatt á lífeyrisréttindi, skatt sem lendir eingöngu á almennu launafólki sem býr við lakari réttindi en opinberir starfsmenn, er ekki bara óþolandi heldur óréttlátt. Þetta er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En sjáðu til Jóhann, þetta vissi forsætisráðherra og allur þingheimur. Þetta höfðu forseti og varaforseti ASÍ farið ítarlega yfir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar haustið 2010 þegar ríkisstjórnin krafðist þess að stjórnir lífeyrissjóðanna brytu lög í landinu og aftur haustið 2011 þegar umrætt frumvarp kom fram. Samt var það þannig að þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna ákváðu að styðja þetta frumvarp, vitandi af þessu grófa ójafnræði. Þeir sáu ekki ástæðu til að standa vaktina fyrir 100 þúsund launamenn á hinum almenna vinnumarkaði. Það er miður.
Opið bréf til forseta ASÍ Kæri Gylfi Arnbjörnsson. Ég er einn þeirra sem tóku út séreignarsparnað til þess að mæta áföllum bankahrunsins. Það var gert með heimild sem núverandi stjórnvöld lögleiddu. Þessi úttekt á sparnaði var mitt tjón vegna glæframennsku, gáleysis og vanrækslu sem ég tel mig ekki bera sérstaka ábyrgð á. Ég átti einnig svolítinn sparnað hjá Allianz í gjaldeyri sem ég varð einnig að tæma vegna hækkunar á íbúða- og lífeyrissjóðslánum mínum. 16. nóvember 2012 06:00
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun