Opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana Eva Hauksdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Í júlí síðastliðnum sátu undirritaðar stofnfund Félags áhugamanna um málefni flóttafólks. Eitt verkefna félagsins er að kanna hvort grunur um að útlendingum sé mismunað í réttarkerfinu sé á rökum reistur en af þeim dómum sem aðgengilegir eru á vefsíðu dómstólanna, er helst að sjá að dómar í skjalafalsmálum séu þyngri þegar útlendingar eiga í hlut. Til að draga þá ályktun þurfa þó fleiri gögn að liggja fyrir og var því send beiðni á Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, um afrit af öllum dómum sem fallið hefðu í skjalafalsmálum við dómstólinn á árunum 2002-2005. Tekið skal fram að þessi beiðni var ekki sett fram í nafni félagsins. Þremur vikum síðar var erindinu svarað á þá leið að sá sem óskaði eftir afriti af dómum yrði að sýna fram á að hann hefði lögvarinna hagsmuna að gæta, auk þess sem greiða þyrfti 250 kr. fyrir hvert blað. Sendandi bréfsins mótmælti með þeim rökum að dómar væru opinber gögn sem ættu að vera öllum aðgengilegir. Auk þess var farið fram á rökstuðning fyrir þessari upphæð, þar sem ekkert í lögum bendir til þess að þessi gjaldtaka sé heimil. Dómstjórinn féllst að lokum á að ekki þyrfti að sýna fram á lögvarða hagsmuni en hélt fast við gjaldtöku upp á 250 kr. á blað með vísan í lög um aukatekjur ríkissjóðs. Í umræddum lögum er þó ekki vikið einu orði að dómum í sakamálum, heldur er fjallað um dómgerðir í einkamálum og fullnusturétti svo sem aðfararbeiðnir, gjaldþrotaskipti, skilnaðarmál, forsjármál og matsbeiðnir. Við höfnuðum því þess vegna að gjaldtakan ætti við um sakamál auk þess að benda á að samkvæmt anda laganna og stjórnarskrárinnar væri eðlilegast að líta á dóma sem grunngögn lýðræðisins og þeir ættu því að falla undir upplýsingalög. Þessi túlkun fær stuðning í ýmsum gögnum meðal annars í gjaldskránni sem héraðsdómur vísar í, en þar er sérstaklega tekið fram að engin gjöld skuli taka í einkarefsimálum. Hvorki dómstjórinn né aðrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjaness hafa svarað þessum rökum, heldur vísa enn og aftur í reglur dómstólaráðs og lög um aukatekjur ríkissjóðs; gögn sem fjalla alls ekki um dóma í sakamálum. Þessi samskipti við Héraðsdóm Reykjaness vekja margar spurningar, þar á meðal þessar:Hvers vegna segir dómstjóri leikmanni sem biður um afrit af dómum að hann eigi ekki rétt á slíkum gögnum nema geta sýnt fram á lögvarða hagsmuni?Hversu margir hafa gefist upp á því að kynna sér dóma eftir að hafa fengið þessar röngu upplýsingar hjá dómstólum?Hvernig samræmast þessi vinnubrögð leiðbeiningarskyldu dómstjóra?Hvers vegna telja starfsmenn dómstólsins sér ekki skylt að útskýra með hvaða rökum þeir álíta að lög um aukatekjur ríkissjóðs nái yfir mál sem hvergi eru nefnd í þeim lögum?Ef dómar falla ekki undir upplýsingalög eins og önnur grunngögn sem talin eru mikilvæg fyrir lýðræðið, hvernig í ósköpunum eru þeir þá flokkaðir? Mikilvægasta spurningin er þó þessi:Hvernig ber að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar um að sakamálaréttarfar skuli vera opinbert ef ekki á þann veg að allir skuli, óháð fjárhagsstöðu sinni, eiga jafnan rétt til upplýsinga um opinber mál? Það samræmist ekki lýðræðislegri stjórnsýslu að almenningur þurfi að greiða meira en prentkostnað fyrir grunngögn sem skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Ef til vill eru 250 kr. ekki há fjárhæð fyrir þá sem biðja um afrit af örfáum blaðsíðum en þegar um er að ræða umfangsmikil mál getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda. Ætla má að flestir hafi hingað til sætt sig gagnrýnislaust við þetta gjald en hér er um að ræða slíkt hagsmunamál fyrir almenning að við höfum einsett okkur að fá botn í það hver réttur dómstóla til gjaldtöku er í raun. Málið var því kært til fjármálaráðuneytisins um miðjan september þar sem það er nú til skoðunar. Mikilvægt er að stjórnvöld og embættismenn átti sig á því að opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana. Þær eru eign almennings og í lýðræðisríki eiga leikmenn sem óska eftir afritum af opinberum gögnum að fá þau afhent undanbragðalaust. Þeir eiga ekki að þurfa að leggjast í lagalestur eða leita sér lögfræðiaðstoðar til þess að fá rétti sínum framgengt og það er með öllu óþolandi að slík vinnubrögð skuli viðgangast hjá dómstólum. Kæran til fjármálaráðuneytisins er almenningi aðgengileg á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/15xesOmwxNd8YU-3XNC5r-GeCNQPJlx_-URNoBCUbqiw/edit en þar er gerð nánari grein fyrir rökstuðningi okkar. Öll bréfasamskipti við Héraðsdóm Reykjaness sem vísað er til í þessari grein er að finna á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/136OU4dat7a_OO2rXqNVC6kK91j-pWoHOGfOZszzvXkI/edit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í júlí síðastliðnum sátu undirritaðar stofnfund Félags áhugamanna um málefni flóttafólks. Eitt verkefna félagsins er að kanna hvort grunur um að útlendingum sé mismunað í réttarkerfinu sé á rökum reistur en af þeim dómum sem aðgengilegir eru á vefsíðu dómstólanna, er helst að sjá að dómar í skjalafalsmálum séu þyngri þegar útlendingar eiga í hlut. Til að draga þá ályktun þurfa þó fleiri gögn að liggja fyrir og var því send beiðni á Þorgeir Inga Njálsson, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, um afrit af öllum dómum sem fallið hefðu í skjalafalsmálum við dómstólinn á árunum 2002-2005. Tekið skal fram að þessi beiðni var ekki sett fram í nafni félagsins. Þremur vikum síðar var erindinu svarað á þá leið að sá sem óskaði eftir afriti af dómum yrði að sýna fram á að hann hefði lögvarinna hagsmuna að gæta, auk þess sem greiða þyrfti 250 kr. fyrir hvert blað. Sendandi bréfsins mótmælti með þeim rökum að dómar væru opinber gögn sem ættu að vera öllum aðgengilegir. Auk þess var farið fram á rökstuðning fyrir þessari upphæð, þar sem ekkert í lögum bendir til þess að þessi gjaldtaka sé heimil. Dómstjórinn féllst að lokum á að ekki þyrfti að sýna fram á lögvarða hagsmuni en hélt fast við gjaldtöku upp á 250 kr. á blað með vísan í lög um aukatekjur ríkissjóðs. Í umræddum lögum er þó ekki vikið einu orði að dómum í sakamálum, heldur er fjallað um dómgerðir í einkamálum og fullnusturétti svo sem aðfararbeiðnir, gjaldþrotaskipti, skilnaðarmál, forsjármál og matsbeiðnir. Við höfnuðum því þess vegna að gjaldtakan ætti við um sakamál auk þess að benda á að samkvæmt anda laganna og stjórnarskrárinnar væri eðlilegast að líta á dóma sem grunngögn lýðræðisins og þeir ættu því að falla undir upplýsingalög. Þessi túlkun fær stuðning í ýmsum gögnum meðal annars í gjaldskránni sem héraðsdómur vísar í, en þar er sérstaklega tekið fram að engin gjöld skuli taka í einkarefsimálum. Hvorki dómstjórinn né aðrir starfsmenn Héraðsdóms Reykjaness hafa svarað þessum rökum, heldur vísa enn og aftur í reglur dómstólaráðs og lög um aukatekjur ríkissjóðs; gögn sem fjalla alls ekki um dóma í sakamálum. Þessi samskipti við Héraðsdóm Reykjaness vekja margar spurningar, þar á meðal þessar:Hvers vegna segir dómstjóri leikmanni sem biður um afrit af dómum að hann eigi ekki rétt á slíkum gögnum nema geta sýnt fram á lögvarða hagsmuni?Hversu margir hafa gefist upp á því að kynna sér dóma eftir að hafa fengið þessar röngu upplýsingar hjá dómstólum?Hvernig samræmast þessi vinnubrögð leiðbeiningarskyldu dómstjóra?Hvers vegna telja starfsmenn dómstólsins sér ekki skylt að útskýra með hvaða rökum þeir álíta að lög um aukatekjur ríkissjóðs nái yfir mál sem hvergi eru nefnd í þeim lögum?Ef dómar falla ekki undir upplýsingalög eins og önnur grunngögn sem talin eru mikilvæg fyrir lýðræðið, hvernig í ósköpunum eru þeir þá flokkaðir? Mikilvægasta spurningin er þó þessi:Hvernig ber að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar um að sakamálaréttarfar skuli vera opinbert ef ekki á þann veg að allir skuli, óháð fjárhagsstöðu sinni, eiga jafnan rétt til upplýsinga um opinber mál? Það samræmist ekki lýðræðislegri stjórnsýslu að almenningur þurfi að greiða meira en prentkostnað fyrir grunngögn sem skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Ef til vill eru 250 kr. ekki há fjárhæð fyrir þá sem biðja um afrit af örfáum blaðsíðum en þegar um er að ræða umfangsmikil mál getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda. Ætla má að flestir hafi hingað til sætt sig gagnrýnislaust við þetta gjald en hér er um að ræða slíkt hagsmunamál fyrir almenning að við höfum einsett okkur að fá botn í það hver réttur dómstóla til gjaldtöku er í raun. Málið var því kært til fjármálaráðuneytisins um miðjan september þar sem það er nú til skoðunar. Mikilvægt er að stjórnvöld og embættismenn átti sig á því að opinberar upplýsingar eru ekki eign stofnana. Þær eru eign almennings og í lýðræðisríki eiga leikmenn sem óska eftir afritum af opinberum gögnum að fá þau afhent undanbragðalaust. Þeir eiga ekki að þurfa að leggjast í lagalestur eða leita sér lögfræðiaðstoðar til þess að fá rétti sínum framgengt og það er með öllu óþolandi að slík vinnubrögð skuli viðgangast hjá dómstólum. Kæran til fjármálaráðuneytisins er almenningi aðgengileg á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/15xesOmwxNd8YU-3XNC5r-GeCNQPJlx_-URNoBCUbqiw/edit en þar er gerð nánari grein fyrir rökstuðningi okkar. Öll bréfasamskipti við Héraðsdóm Reykjaness sem vísað er til í þessari grein er að finna á vefslóðinni: https://docs.google.com/document/d/136OU4dat7a_OO2rXqNVC6kK91j-pWoHOGfOZszzvXkI/edit
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun