Af hverju býð ég mig fram? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Ástæða þess að ég gef kost á mér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er ekki sú að ég telji mig vita meira en samferðamenn mínir. Ástæðan er heldur ekki sú að ég hafi svona gaman af karpi og að takast á í orðræðu. Því er þveröfugt farið og einmitt þess vegna ákvað ég að taka þátt. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta umhverfi stjórnmála og gera þau mannlegri. Stjórnmálaumræða hefur á síðustu árum litast af reiði og biturð, skiljanlega. Það eru allir sammála um að það var brotið á þjóðinni. En einhvers staðar las ég að það að vera bitur væri eins og að drekka eitur og halda að annar detti niður dauður. Að mínu mati eru biturð og reiði að eitra stjórnmál nútímans. Við erum of reið til að geta hafið okkur upp úr skotgröfunum og horft á heildarmyndina. Það er ekki bara óæskilegt að fólk hætti að skipta sér af stjórnmálum, það er beinlínis hættulegt. Það er ekkert starf hafið yfir gagnrýni, þar eru þingstörf ekki öðruvísi en önnur störf. Það þarf ekki að bera meiri virðingu fyrir þingstörfum en það má ekki heldur bera minni virðingu fyrir þeim. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir þingstörfum er næsta skref að bera ekki virðingu fyrir lögunum sem þar eru sett. Hvernig samfélagi viljum við skila af okkur til þeirra sem taka við, barnanna okkar? Ég held að margir sem taka þátt í stjórnmálum hafi það að leiðarljósi. Við höfum alveg mikið umburðarlyndi og stöndum framar en aðrar þjóðir í mörgu þegar kemur að lýðræði og jafnrétti. Við getum þar verið stolt af hegðun okkar. Þess vegna megum við ekki láta biturð og átök eyðileggja stjórnmálin. Við skiptumst ekki upp í hópa, þjóð á móti þingmönnum eða vinstri á móti hægri. Við hljótum öll að vilja hafa þetta eins og hjá fólki. Það skiptir okkur máli að stjórnmál séu í réttum farvegi, fólk bjóði sig fram og standi saman um brýn hagsmunamál þjóðarinnar. Með von um að við sameinumst um að líta jákvæðum augum á stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ástæða þess að ég gef kost á mér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi er ekki sú að ég telji mig vita meira en samferðamenn mínir. Ástæðan er heldur ekki sú að ég hafi svona gaman af karpi og að takast á í orðræðu. Því er þveröfugt farið og einmitt þess vegna ákvað ég að taka þátt. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að breyta umhverfi stjórnmála og gera þau mannlegri. Stjórnmálaumræða hefur á síðustu árum litast af reiði og biturð, skiljanlega. Það eru allir sammála um að það var brotið á þjóðinni. En einhvers staðar las ég að það að vera bitur væri eins og að drekka eitur og halda að annar detti niður dauður. Að mínu mati eru biturð og reiði að eitra stjórnmál nútímans. Við erum of reið til að geta hafið okkur upp úr skotgröfunum og horft á heildarmyndina. Það er ekki bara óæskilegt að fólk hætti að skipta sér af stjórnmálum, það er beinlínis hættulegt. Það er ekkert starf hafið yfir gagnrýni, þar eru þingstörf ekki öðruvísi en önnur störf. Það þarf ekki að bera meiri virðingu fyrir þingstörfum en það má ekki heldur bera minni virðingu fyrir þeim. Ef fólk ber ekki virðingu fyrir þingstörfum er næsta skref að bera ekki virðingu fyrir lögunum sem þar eru sett. Hvernig samfélagi viljum við skila af okkur til þeirra sem taka við, barnanna okkar? Ég held að margir sem taka þátt í stjórnmálum hafi það að leiðarljósi. Við höfum alveg mikið umburðarlyndi og stöndum framar en aðrar þjóðir í mörgu þegar kemur að lýðræði og jafnrétti. Við getum þar verið stolt af hegðun okkar. Þess vegna megum við ekki láta biturð og átök eyðileggja stjórnmálin. Við skiptumst ekki upp í hópa, þjóð á móti þingmönnum eða vinstri á móti hægri. Við hljótum öll að vilja hafa þetta eins og hjá fólki. Það skiptir okkur máli að stjórnmál séu í réttum farvegi, fólk bjóði sig fram og standi saman um brýn hagsmunamál þjóðarinnar. Með von um að við sameinumst um að líta jákvæðum augum á stjórnmál.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun